Tíundi bikarmeistaratitill Blika Stefán Árni Pálsson skrifar 26. ágúst 2013 07:00 Greta Mjöll Samúelsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, lyftir hér bikarnum á laugardaginn. Greta Mjöll tók þátt í síðasta bikarúrslitaleik kvennaliðsins árið 2005 þegar liðið hafði betur gegn KR. Fréttablaðð/daníel Breiðablik varð um helgina bikarmeistari í knattspyrnu kvenna eftir frábæran sigur á Þór/KA, 2-1, á Laugardalsvellinum. Mikil stemning var á vellinum og mættu 1605 áhorfendur á leikinn en það mun vera áhorfendamet á bikarúrslitaleik kvenna. Aðsókn á leiki sumarsins í kvennaknattspyrnunni hefur aukist jafnt og þétt. Breiðablik var að taka þátt í sínum fimmtánda bikarúrslitaleik í sögu kvennaliðsins og var þetta tíundi bikarmeistaratitill Blika. Þór/KA var í sínum fyrsta bikarúrslitaleik og mun liðið eflaust setja þennan leik í reynslubankann.Akureyringurinn kláraði leikinn Það var Rakel Hönnudóttir, fyrrverandi leikmaður Þórs/KA, sem tryggði Blikum sigurinn með öðru marki liðsins um hálftíma fyrir leikslok. Rakel gekk í raðir Breiðabliks fyrir síðasta tímabil og þurfti síðan að horfa á sína gömlu félega hampa Íslandsmeistaratitlinum undir lokin. Núna hefur hún unnið sinn eigin titil og fagnaði gríðarlega í leikslok á laugardaginn. „Ég get eiginlega ekki lýst tilfinningunni, ég er svo glöð,“ segir Rakel Hönnudóttir, í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. Rakel var ánægð með hvernig liðið brást við mótlætinu þegar Þór/KA jafnaði metin í upphafi síðari hálfleiksins. „Það er ekkert alltof skemmtilegt að keppa á móti mínum gömlu félögum en það eru að verða komin tvö ár síðan ég fór. Það hafa eflaust fleiri leikmenn skipt um lið en ég og fólk ætti að vera búið að jafna sig á þessu.“ Rakel var að vonum ánægð með úrslit leiksins og með að fá sinn eigin titil í hendurnar. „Það var mjög erfitt að sjá mitt gamla lið taka á móti Íslandsmeistaratitlinum í fyrra en þetta var bara mín ákvörðun og ég tel að hún hafi verið rétt. Núna er ég sæll og kátur bikarmeistari.“Kominn tími á bikar „Það þarf alltaf að hafa fyrir sigri og við fengum að finna fyrir því á laugardaginn. Ég er mjög stoltur af liðinu og virkilega ánægður með bikarinn. Það var kominn tími á bikar í Kópavog,“ segir Hlynur Svan Eiríksson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Fréttablaðið. „Heilt yfir fannst mér við spila vel í leiknum en duttum niður á tímabili. Sérstaklega í upphafi seinni hálfleiks og þá hleyptum við þeim alltof mikið inn í leikinn á ný. Sem betur fer náðum við að klára leikinn og ná í dolluna.“ Hlynur Svan hafði sína skoðun á því hvernig er að þjálfa stelpur og stóð því ekki á skoðun sinni um umræðu síðustu viku um kvennalandsliðið í knattspyrnu. „Það er ekkert mál að þjálfa stelpur og við verðum að hætta þessari umræðu sem fyrst. Það er nauðsynlegt að halda áfram því frábæra starfi sem er í gangi í íslenskri kvennaknattspyrnu og einbeita sér betur að því.“ Hlynur Svan þjálfaði Þór/KA árið 2011 og lagði því einnig sína gömlu félaga að velli um helgina. Hann fékk Rakel Hönnudóttur yfir til Breiðabliks. Íslenski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Breiðablik varð um helgina bikarmeistari í knattspyrnu kvenna eftir frábæran sigur á Þór/KA, 2-1, á Laugardalsvellinum. Mikil stemning var á vellinum og mættu 1605 áhorfendur á leikinn en það mun vera áhorfendamet á bikarúrslitaleik kvenna. Aðsókn á leiki sumarsins í kvennaknattspyrnunni hefur aukist jafnt og þétt. Breiðablik var að taka þátt í sínum fimmtánda bikarúrslitaleik í sögu kvennaliðsins og var þetta tíundi bikarmeistaratitill Blika. Þór/KA var í sínum fyrsta bikarúrslitaleik og mun liðið eflaust setja þennan leik í reynslubankann.Akureyringurinn kláraði leikinn Það var Rakel Hönnudóttir, fyrrverandi leikmaður Þórs/KA, sem tryggði Blikum sigurinn með öðru marki liðsins um hálftíma fyrir leikslok. Rakel gekk í raðir Breiðabliks fyrir síðasta tímabil og þurfti síðan að horfa á sína gömlu félega hampa Íslandsmeistaratitlinum undir lokin. Núna hefur hún unnið sinn eigin titil og fagnaði gríðarlega í leikslok á laugardaginn. „Ég get eiginlega ekki lýst tilfinningunni, ég er svo glöð,“ segir Rakel Hönnudóttir, í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. Rakel var ánægð með hvernig liðið brást við mótlætinu þegar Þór/KA jafnaði metin í upphafi síðari hálfleiksins. „Það er ekkert alltof skemmtilegt að keppa á móti mínum gömlu félögum en það eru að verða komin tvö ár síðan ég fór. Það hafa eflaust fleiri leikmenn skipt um lið en ég og fólk ætti að vera búið að jafna sig á þessu.“ Rakel var að vonum ánægð með úrslit leiksins og með að fá sinn eigin titil í hendurnar. „Það var mjög erfitt að sjá mitt gamla lið taka á móti Íslandsmeistaratitlinum í fyrra en þetta var bara mín ákvörðun og ég tel að hún hafi verið rétt. Núna er ég sæll og kátur bikarmeistari.“Kominn tími á bikar „Það þarf alltaf að hafa fyrir sigri og við fengum að finna fyrir því á laugardaginn. Ég er mjög stoltur af liðinu og virkilega ánægður með bikarinn. Það var kominn tími á bikar í Kópavog,“ segir Hlynur Svan Eiríksson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Fréttablaðið. „Heilt yfir fannst mér við spila vel í leiknum en duttum niður á tímabili. Sérstaklega í upphafi seinni hálfleiks og þá hleyptum við þeim alltof mikið inn í leikinn á ný. Sem betur fer náðum við að klára leikinn og ná í dolluna.“ Hlynur Svan hafði sína skoðun á því hvernig er að þjálfa stelpur og stóð því ekki á skoðun sinni um umræðu síðustu viku um kvennalandsliðið í knattspyrnu. „Það er ekkert mál að þjálfa stelpur og við verðum að hætta þessari umræðu sem fyrst. Það er nauðsynlegt að halda áfram því frábæra starfi sem er í gangi í íslenskri kvennaknattspyrnu og einbeita sér betur að því.“ Hlynur Svan þjálfaði Þór/KA árið 2011 og lagði því einnig sína gömlu félaga að velli um helgina. Hann fékk Rakel Hönnudóttur yfir til Breiðabliks.
Íslenski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira