Augun búin til úr borðtenniskúlum Sara McMahon skrifar 28. ágúst 2013 14:30 Guðmundur Þór Kárason glæddi RIFF-lundann lífi í tilefni tíu ára afmælis hátíðarinnar. Fréttablaðið/arnþór „Þar sem þetta eru bara ljósmyndir og lundinn þarf ekkert að hreyfa sig var hann leiraður úr venjulegum krakkaleir. Þegar breyta þurfti svipbrigðum hans leiraði ég hann bara til. Augun voru svo búin til úr bangsaaugum og borðtenniskúlum svo hægt væri að hreyfa þau,“ segir Guðmundur Þór Kárason, brúðu- og grafískur hönnuður. Guðmundur glæddi lógó kvikmyndahátíðarinnar Reykjavík International Film Festival lífi fyrir kynningarmyndir hátíðarinnar. Guðmundur, sem starfar sem brúðuhönnuður og leikari hjá Latabæ, segir aðstandendur RIFF hafa haft samband við hann og óskað eftir samstarfi. „Þau vildu glæða lundann lífi í tilefni tíu ára afmælis hátíðarinnar. Mig hafði lengi langað að gera eitthvað þessu líkt og stökk því á tækifærið þegar það bauðst.“ Guðmundur mótaði lundann úr leir og var fuglinn síðan myndaður í félagsskap vinsælla íslenskra leikara og leikstjóra, en Guðmundur á einnig heiðurinn af ljósmyndunum. „Það var manneskja sem klæddist lundabúning í tökunum en höfuðið sjálft var „fótósjoppað“ inn á myndina eftir á. Lundinn er ekki raunsæ eftirmynd alvöru lunda, okkar lundi brosir og er með svolítinn hártopp,“ segir Guðmundur að lokum.Hér má sjá annað af tveimur veggspjöldum hátíðarinnar.Mynd/Guðmundur ÞórHér má sjá lundann á byrjunarstigi.Mynd/Guðmundur ÞórHér er lundahöfuðið farið að taka á sig mynd.Mynd/Guðmundur Þór Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Leiksigur Ladda Gagnrýni Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
„Þar sem þetta eru bara ljósmyndir og lundinn þarf ekkert að hreyfa sig var hann leiraður úr venjulegum krakkaleir. Þegar breyta þurfti svipbrigðum hans leiraði ég hann bara til. Augun voru svo búin til úr bangsaaugum og borðtenniskúlum svo hægt væri að hreyfa þau,“ segir Guðmundur Þór Kárason, brúðu- og grafískur hönnuður. Guðmundur glæddi lógó kvikmyndahátíðarinnar Reykjavík International Film Festival lífi fyrir kynningarmyndir hátíðarinnar. Guðmundur, sem starfar sem brúðuhönnuður og leikari hjá Latabæ, segir aðstandendur RIFF hafa haft samband við hann og óskað eftir samstarfi. „Þau vildu glæða lundann lífi í tilefni tíu ára afmælis hátíðarinnar. Mig hafði lengi langað að gera eitthvað þessu líkt og stökk því á tækifærið þegar það bauðst.“ Guðmundur mótaði lundann úr leir og var fuglinn síðan myndaður í félagsskap vinsælla íslenskra leikara og leikstjóra, en Guðmundur á einnig heiðurinn af ljósmyndunum. „Það var manneskja sem klæddist lundabúning í tökunum en höfuðið sjálft var „fótósjoppað“ inn á myndina eftir á. Lundinn er ekki raunsæ eftirmynd alvöru lunda, okkar lundi brosir og er með svolítinn hártopp,“ segir Guðmundur að lokum.Hér má sjá annað af tveimur veggspjöldum hátíðarinnar.Mynd/Guðmundur ÞórHér má sjá lundann á byrjunarstigi.Mynd/Guðmundur ÞórHér er lundahöfuðið farið að taka á sig mynd.Mynd/Guðmundur Þór
Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Leiksigur Ladda Gagnrýni Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein