Markaðsáhuginn kviknaði í Versló Lovísa Eiríksdóttir skrifar 28. ágúst 2013 14:30 Klara Íris Vigfúsdóttir hóf störf sem framkvæmdastjóri ÍMARK 1. ágúst síðastliðinn. Mynd/Stefán Klara Íris Vigfúsdóttir tók nýlega við starfi sem framkvæmdastjóri ÍMARK, aðeins 32 ára gömul. ÍMARK er félag íslensks markaðsfólks sem var stofnað árið 1986 og er félag þeirra sem hafa áhuga á og starfa við markaðsmál. „Starfið leggst mjög vel í mig og þetta er algjörlega frábær stjórn sem ég er að vinna með,“ segir Klara sem er ánægð með fyrstu dagana í starfinu. Stjórn ÍMARK samanstendur af fólki hvaðanæva að úr atvinnu- og háskólasamfélaginu, sem vinnur markvisst að því að efla markaðsmál á Íslandi með því að bera saman bækur sínar og skiptast á þekkingu og reynslu. „Hlutverk ÍMARK er að auka veg og virðingu markaðsmála á Íslandi, með það að leiðarljósi að faglegt markaðsstarf sé lykillinn að árangri fyrirtækja,“ segir Klara. Hún segir mikilvægt að hafa félag sem sameinar og tengir fólk, fræðslu og fagið. „Markaðsmál inni í fyrirtækjum eru ótrúlega mikilvæg og fyrirtæki sem hafa markaðsstjóra í framkvæmdastjórn eru oft talin ná betri árangri en ella.“ Klara er Garðbæingur í húð og hár og ólst þar upp frá fimm ára aldri. Hún útskrifaðist úr Verslunarskóla Íslands árið 2001, þar sem hún kynntist fræðunum á bak við markaðinn. Hún ákvað í framhaldinu að ganga í Háskólann í Reykjavík, þar sem hún stundaði nám í viðskiptafræði og útskrifaðist þaðan árið 2005. Eftir það hóf hún störf í markaðsdeild Landsbankans og var þar í heil sex ár. „Ég hef haft áhuga á markaðsmálum síðan í Verslunarskólanum og hef verið svo heppin að hafa fengið að vinna við þau síðan þá.“ Árið 2011 fór hún að starfa sem aðstoðarmaður forstjóra hjá Iceland express. „Ég vann sem aðstoðarmaður þriggja forstjóra á einu ári.“ Árið 2012 var Klara síðan beðin um að taka við Express ferðum, sem framkvæmdastjóri, og sinnti því starfi þar til um áramótin, þegar Iceland express var keypt af WOW air. „Við hjá Express ferðum könnuðum hvort það væri rekstrargrundvöllur að halda áfram þrátt fyrir kaupin og svo var ekki.“ Líf Klöru snýst hins vegar ekki einungis um vinnuna, heldur rekur hún einnig stórt heimili ásamt manni sínum Guðmundi Inga Haukssyni, framkvæmdastjóra IP eignarhalds. Framkvæmdastjórahjónin eiga saman tvo stráka sem eru eins árs og þriggja ára, en jafnframt á Klara tvö stjúpbörn sem eru 16 og 13 ára. „Við fjölskyldan förum mikið á skíði saman og elskum að fara saman í ferðalög, hvort sem það er hérlendis eða erlendis.“ Klara segir að framtíðarsýn hennar fyrir ÍMARK sé að efla enn fremur tengsl markaðsfólks á Íslandi og færa meiri praktík inn í félagið með auknum fróðleik. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Tæknirisar takast á Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Klara Íris Vigfúsdóttir tók nýlega við starfi sem framkvæmdastjóri ÍMARK, aðeins 32 ára gömul. ÍMARK er félag íslensks markaðsfólks sem var stofnað árið 1986 og er félag þeirra sem hafa áhuga á og starfa við markaðsmál. „Starfið leggst mjög vel í mig og þetta er algjörlega frábær stjórn sem ég er að vinna með,“ segir Klara sem er ánægð með fyrstu dagana í starfinu. Stjórn ÍMARK samanstendur af fólki hvaðanæva að úr atvinnu- og háskólasamfélaginu, sem vinnur markvisst að því að efla markaðsmál á Íslandi með því að bera saman bækur sínar og skiptast á þekkingu og reynslu. „Hlutverk ÍMARK er að auka veg og virðingu markaðsmála á Íslandi, með það að leiðarljósi að faglegt markaðsstarf sé lykillinn að árangri fyrirtækja,“ segir Klara. Hún segir mikilvægt að hafa félag sem sameinar og tengir fólk, fræðslu og fagið. „Markaðsmál inni í fyrirtækjum eru ótrúlega mikilvæg og fyrirtæki sem hafa markaðsstjóra í framkvæmdastjórn eru oft talin ná betri árangri en ella.“ Klara er Garðbæingur í húð og hár og ólst þar upp frá fimm ára aldri. Hún útskrifaðist úr Verslunarskóla Íslands árið 2001, þar sem hún kynntist fræðunum á bak við markaðinn. Hún ákvað í framhaldinu að ganga í Háskólann í Reykjavík, þar sem hún stundaði nám í viðskiptafræði og útskrifaðist þaðan árið 2005. Eftir það hóf hún störf í markaðsdeild Landsbankans og var þar í heil sex ár. „Ég hef haft áhuga á markaðsmálum síðan í Verslunarskólanum og hef verið svo heppin að hafa fengið að vinna við þau síðan þá.“ Árið 2011 fór hún að starfa sem aðstoðarmaður forstjóra hjá Iceland express. „Ég vann sem aðstoðarmaður þriggja forstjóra á einu ári.“ Árið 2012 var Klara síðan beðin um að taka við Express ferðum, sem framkvæmdastjóri, og sinnti því starfi þar til um áramótin, þegar Iceland express var keypt af WOW air. „Við hjá Express ferðum könnuðum hvort það væri rekstrargrundvöllur að halda áfram þrátt fyrir kaupin og svo var ekki.“ Líf Klöru snýst hins vegar ekki einungis um vinnuna, heldur rekur hún einnig stórt heimili ásamt manni sínum Guðmundi Inga Haukssyni, framkvæmdastjóra IP eignarhalds. Framkvæmdastjórahjónin eiga saman tvo stráka sem eru eins árs og þriggja ára, en jafnframt á Klara tvö stjúpbörn sem eru 16 og 13 ára. „Við fjölskyldan förum mikið á skíði saman og elskum að fara saman í ferðalög, hvort sem það er hérlendis eða erlendis.“ Klara segir að framtíðarsýn hennar fyrir ÍMARK sé að efla enn fremur tengsl markaðsfólks á Íslandi og færa meiri praktík inn í félagið með auknum fróðleik.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Tæknirisar takast á Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira