Helgarmaturinn - Kjúklingaréttur með sólþurrkuðum tómötum Marín Manda skrifar 30. ágúst 2013 16:45 Þórhildur Ýr Arnardóttir Þórhildur Ýr Arnardóttir starfar á vökudeild Landspítalans og er að vinna að lokaritgerð sinni í félagsfræði. Hún er einnig tveggja barna móðir og hefur mikinn áhuga á eldamennsku og deilir hér girnilegum kjúklingarétti með sólþurrkuðum tómötum. 4 kjúklingabringur 1 laukur 8 sveppir 2 gulrætur 6 sólþurrkaðir tómatar 1 kjötkraftur ½ dós af rjómaosti með sólþurrkuðum tómötum ½ dós af rjómaosti með pipar matreiðslurjómi Kjúklingabringurnar eru kryddaðar með salti og svörtum pipar og steiktar upp úr olíu af sólþurrkuðum tómötum. Þær eru svo settar í eldfast mót. Annað er skorið niður og steikt á pönnu. Svo bæti ég við kjötkraftinum, rjómaostinum með sólþurrkuðum tómötunum, rjómaostinum með piparnum og matreiðslurjóma (u.þ.b. hálfri fernu) og læt þetta malla í smástund. Eftir það er þessu öllu hellt yfir bringurnar í eldfasta mótinu og svo er það sett inn í ofn á 200°C í um 30 mínútur. Ómissandi er að hafa gott salat með, t.d. kál, rauða papriku, avókadó, jarðarber og fetaost. Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið
Þórhildur Ýr Arnardóttir starfar á vökudeild Landspítalans og er að vinna að lokaritgerð sinni í félagsfræði. Hún er einnig tveggja barna móðir og hefur mikinn áhuga á eldamennsku og deilir hér girnilegum kjúklingarétti með sólþurrkuðum tómötum. 4 kjúklingabringur 1 laukur 8 sveppir 2 gulrætur 6 sólþurrkaðir tómatar 1 kjötkraftur ½ dós af rjómaosti með sólþurrkuðum tómötum ½ dós af rjómaosti með pipar matreiðslurjómi Kjúklingabringurnar eru kryddaðar með salti og svörtum pipar og steiktar upp úr olíu af sólþurrkuðum tómötum. Þær eru svo settar í eldfast mót. Annað er skorið niður og steikt á pönnu. Svo bæti ég við kjötkraftinum, rjómaostinum með sólþurrkuðum tómötunum, rjómaostinum með piparnum og matreiðslurjóma (u.þ.b. hálfri fernu) og læt þetta malla í smástund. Eftir það er þessu öllu hellt yfir bringurnar í eldfasta mótinu og svo er það sett inn í ofn á 200°C í um 30 mínútur. Ómissandi er að hafa gott salat með, t.d. kál, rauða papriku, avókadó, jarðarber og fetaost.
Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið