Á Saga Class um Klambratúnið Starri Freyr Jónsson skrifar 30. ágúst 2013 10:30 Sex fulltrúar Saga Class að lokinni fyrstu æfingu sumarsins á Klambratúni. Mynd/Úr einkasafni Í sumar hefur hópur sprækra kvenna hist reglulega á Klambratúni og stundað þar hlaup og æfingar. Hópurinn samanstendur að mestu leyti af konum sem búa nálægt Klambratúni en eftir því sem leið á sumarið bættust vinkonur þeirra í hann. Leikkonan Tinna Lind Gunnarsdóttir er upphafskona hópsins, sem kallar sig Saga Class eftir þjálfaranum, Sögu Garðarsdóttur leikkonu. „Ég var búin að ganga með þessa hugmynd lengi. Sjálf er ég ein af þeim sem eru alltaf að styrkja einhverjar líkamsræktarstöðvar en nýta sér aðstöðuna takmarkað. Mér finnst alltaf svo mikið vesen að koma mér á staðinn. Svo er ég voða dugleg að svíkja sjálfa mig um að fara út að hlaupa. Mér fannst tilvalið að skuldbinda mig til að hitta einhvern svo ég myndi nú drífa mig út.“ Tinna sendi því skilaboð gegnum Facebook á nokkrar konur sem hún þekkti og bjuggu nálægt Klambratúni. Svörunin var mjög góð og hópurinn hefur vaxið jafnt og þétt í sumar.Tinna Lind Gunnarsdóttir leikkona.Mynd/ArnþórTinna segist alltaf hafa verið með vinkonu sína, Sögu Garðarsdóttur, í huga til að þjálfa hópinn enda sé hún allt í senn: töffari, snillingur, skemmtileg og mikil keppnismanneskja. „Við höfum yfirleitt hist tvisvar í viku og þjálfunin byggir á svipuðum æfingum og í víkingaþreki eða boot camp. Við erum af öllum stærðum og gerðum og í misgóðu formi en þetta fyrirkomulag hentar öllum. Það gera bara allir eins mikið og þeir geta. Ef Saga kemst ekki á æfingu tekur einhver önnur að sér að stýra æfingunni og þá yfirleitt eftir forskrift Sögu.“ Mætingin er misgóð eftir dögum en um 30 konur eru í hópnum í dag. „Sjálf reyni ég að mæta sem oftast en hef reyndar lítið getað mætt undanfarið þar sem ég er á fullu að stjórna Reykjavík Dance Festival sem haldin er þessa dagana. Síðan fjölgum við stundum æfingum, til dæmis ef veður er gott eða ef einhverjar vilja taka lengri hlaup.“ Hópurinn ætlar að halda áfram í vetur og segir Tinna snjó og kulda ekki stoppa þær. „Við höldum áfram óháð veðri og vindum og látum þetta rúlla áfram. Ef það snjóar mikið þá bara búum við til snjókarl.“ Þrátt fyrir að konurnar þekkist ekki allar innbyrðis hefur stemningin verið mjög góð í sumar að sögn Tinnu. „Það gerist einhvern veginn bara sjálfkrafa þegar allir eru hressir. Við höfum svo sem ekki gert neitt sérstakt til þess að hrista okkur saman. En við gerum samt voða mikið af því að hrista okkur!“ Heilsa Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Í sumar hefur hópur sprækra kvenna hist reglulega á Klambratúni og stundað þar hlaup og æfingar. Hópurinn samanstendur að mestu leyti af konum sem búa nálægt Klambratúni en eftir því sem leið á sumarið bættust vinkonur þeirra í hann. Leikkonan Tinna Lind Gunnarsdóttir er upphafskona hópsins, sem kallar sig Saga Class eftir þjálfaranum, Sögu Garðarsdóttur leikkonu. „Ég var búin að ganga með þessa hugmynd lengi. Sjálf er ég ein af þeim sem eru alltaf að styrkja einhverjar líkamsræktarstöðvar en nýta sér aðstöðuna takmarkað. Mér finnst alltaf svo mikið vesen að koma mér á staðinn. Svo er ég voða dugleg að svíkja sjálfa mig um að fara út að hlaupa. Mér fannst tilvalið að skuldbinda mig til að hitta einhvern svo ég myndi nú drífa mig út.“ Tinna sendi því skilaboð gegnum Facebook á nokkrar konur sem hún þekkti og bjuggu nálægt Klambratúni. Svörunin var mjög góð og hópurinn hefur vaxið jafnt og þétt í sumar.Tinna Lind Gunnarsdóttir leikkona.Mynd/ArnþórTinna segist alltaf hafa verið með vinkonu sína, Sögu Garðarsdóttur, í huga til að þjálfa hópinn enda sé hún allt í senn: töffari, snillingur, skemmtileg og mikil keppnismanneskja. „Við höfum yfirleitt hist tvisvar í viku og þjálfunin byggir á svipuðum æfingum og í víkingaþreki eða boot camp. Við erum af öllum stærðum og gerðum og í misgóðu formi en þetta fyrirkomulag hentar öllum. Það gera bara allir eins mikið og þeir geta. Ef Saga kemst ekki á æfingu tekur einhver önnur að sér að stýra æfingunni og þá yfirleitt eftir forskrift Sögu.“ Mætingin er misgóð eftir dögum en um 30 konur eru í hópnum í dag. „Sjálf reyni ég að mæta sem oftast en hef reyndar lítið getað mætt undanfarið þar sem ég er á fullu að stjórna Reykjavík Dance Festival sem haldin er þessa dagana. Síðan fjölgum við stundum æfingum, til dæmis ef veður er gott eða ef einhverjar vilja taka lengri hlaup.“ Hópurinn ætlar að halda áfram í vetur og segir Tinna snjó og kulda ekki stoppa þær. „Við höldum áfram óháð veðri og vindum og látum þetta rúlla áfram. Ef það snjóar mikið þá bara búum við til snjókarl.“ Þrátt fyrir að konurnar þekkist ekki allar innbyrðis hefur stemningin verið mjög góð í sumar að sögn Tinnu. „Það gerist einhvern veginn bara sjálfkrafa þegar allir eru hressir. Við höfum svo sem ekki gert neitt sérstakt til þess að hrista okkur saman. En við gerum samt voða mikið af því að hrista okkur!“
Heilsa Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira