Kaupmáttur hefur lítið breyst þótt laun hafi hækkað Óli Kristján Ármannsson skrifar 2. september 2013 10:10 Á almennum launamarkaði jókst kaupmáttur launa á árunum 2005 til 2013, en dróst saman hjá ríkisstarfsmönnum og starfsmönnum sveitarfélaga. Fréttablaðið/Stefán Þrátt fyrir að regluleg laun á íslenskum vinnumarkaði hafi hækkað um 74,6 prósent frá ársbyrjun 2005 til ársbyrjunar á þessu ári jókst kaupmáttur á tímabilinu bara um 2,8 prósent. Í tölum sem Hagstofa Íslands birti í morgun kemur fram að á þessu átta ára tímabili hafi laun á almennum vinnumarkaði hækkað um 76,8 prósent, um 69,4 prósent hjá ríkisstarfsmönnum og 68,3 prósent hjá starfsmönnum sveitarfélaga. Fram kemur að dregið hafi úr launahækkunum á vinnumarkaði eftir árið 2007, en það ár hafi árshækkun verið 11 prósent. „Árshækkun var minnst árið 2010 þegar laun hækkuðu að meðaltali um 3,5 prósent á milli fyrsta ársfjórðungs 2009 og 2010. Árið 2011 jukust launahækkanir aftur og á fyrsta ársfjórðungi 2012 mældist ársbreyting 10,8 prósent.“ Þá var launaþróun á tímabilinu misjöfn eftir launþegahópum, en það er sagt til komið að hluta vegna kjarasamninga. „Til að mynda hækkuðu starfsmenn sveitarfélaga um 12,7 prósent, starfsmenn ríkis um 10,3 prósent og starfsmenn á almennum vinnumarkaði um 4,1 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2009,“ segir í umfjöllun Hagstofunnar. Hækkun launa starfsmanna sveitarfélaga er sagt að megi rekja að hluta til nokkurra ákvæða úr kjarasamningum grunnskólakennara sem komið hafi til framkvæmda á árinu 2008 og á fyrsta ársfjórðungi 2009. „Hjá flestum starfsmönnum sveitarfélaga og ríkis voru einnig ákvæði í kjarasamningum um krónutöluhækkun á launatöflum á árinu 2008 og gætir áhrifa þeirra einnig í árshækkun árið 2009.“ Á sama tímabili hafi engir stórir hópar á almennum vinnumarkaði fengið samningsbundnar hækkanir. Hækkunum sem kveðið var á um í mars 2009 var frestað þangað til seinna á árinu. „Áhrif vegna þeirra komu því ekki að fullu fram fyrr en árið 2010.“ Fram kemur að launabreytingar hafi að stærstum hluta mátt rekja til samningsbundinna hækkana í kjarasamningum. „Þannig var árshækkun frá fyrsta ársfjórðungi 2011 til jafnlengdar 2012 mun meiri en ársins á undan en í þeirri árshækkun komu til framkvæmda tvær samningsbundnar hækkanir.“ Þá hafi kjarasamningar undanfarinna ára jafnframt kveðið á um meiri almennar hækkanir á lægstu launatöxtum. „Til að mynda hækkuðu lægstu launataxtar, samkvæmt kjarasamningum Samtaka Atvinnulífsins og aðildarsamtaka Alþýðusambands Íslands, um 106,3 prósent frá fyrsta ársfjórðungi 2005 til fyrsta ársfjórðungs 2013.“ Verðbólga hefur hefur um leið haft þau áhrif að kaupmáttur hefur lítið aukist á tímabilinu, eða um tæp þrjú prósent. „Þar af jókst kaupmáttur launa um 4,1 prósent á almennum vinnumarkaði en minnkaði um 0,3 prósent hjá ríkisstarfsmönnum og um 0,9 prósent hjá starfsmönnum sveitarfélaga.“ Hagstofan segir kaupmátt launa hafa aukist á árunum 2006 og 2007 en staðið nokkurn veginn í stað árið 2008. „Árin 2009 og 2010 dró úr kaupmætti en frá árinu 2011 hefur hann aukist aftur.“ Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Upphrópanir um bónusa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Þrátt fyrir að regluleg laun á íslenskum vinnumarkaði hafi hækkað um 74,6 prósent frá ársbyrjun 2005 til ársbyrjunar á þessu ári jókst kaupmáttur á tímabilinu bara um 2,8 prósent. Í tölum sem Hagstofa Íslands birti í morgun kemur fram að á þessu átta ára tímabili hafi laun á almennum vinnumarkaði hækkað um 76,8 prósent, um 69,4 prósent hjá ríkisstarfsmönnum og 68,3 prósent hjá starfsmönnum sveitarfélaga. Fram kemur að dregið hafi úr launahækkunum á vinnumarkaði eftir árið 2007, en það ár hafi árshækkun verið 11 prósent. „Árshækkun var minnst árið 2010 þegar laun hækkuðu að meðaltali um 3,5 prósent á milli fyrsta ársfjórðungs 2009 og 2010. Árið 2011 jukust launahækkanir aftur og á fyrsta ársfjórðungi 2012 mældist ársbreyting 10,8 prósent.“ Þá var launaþróun á tímabilinu misjöfn eftir launþegahópum, en það er sagt til komið að hluta vegna kjarasamninga. „Til að mynda hækkuðu starfsmenn sveitarfélaga um 12,7 prósent, starfsmenn ríkis um 10,3 prósent og starfsmenn á almennum vinnumarkaði um 4,1 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2009,“ segir í umfjöllun Hagstofunnar. Hækkun launa starfsmanna sveitarfélaga er sagt að megi rekja að hluta til nokkurra ákvæða úr kjarasamningum grunnskólakennara sem komið hafi til framkvæmda á árinu 2008 og á fyrsta ársfjórðungi 2009. „Hjá flestum starfsmönnum sveitarfélaga og ríkis voru einnig ákvæði í kjarasamningum um krónutöluhækkun á launatöflum á árinu 2008 og gætir áhrifa þeirra einnig í árshækkun árið 2009.“ Á sama tímabili hafi engir stórir hópar á almennum vinnumarkaði fengið samningsbundnar hækkanir. Hækkunum sem kveðið var á um í mars 2009 var frestað þangað til seinna á árinu. „Áhrif vegna þeirra komu því ekki að fullu fram fyrr en árið 2010.“ Fram kemur að launabreytingar hafi að stærstum hluta mátt rekja til samningsbundinna hækkana í kjarasamningum. „Þannig var árshækkun frá fyrsta ársfjórðungi 2011 til jafnlengdar 2012 mun meiri en ársins á undan en í þeirri árshækkun komu til framkvæmda tvær samningsbundnar hækkanir.“ Þá hafi kjarasamningar undanfarinna ára jafnframt kveðið á um meiri almennar hækkanir á lægstu launatöxtum. „Til að mynda hækkuðu lægstu launataxtar, samkvæmt kjarasamningum Samtaka Atvinnulífsins og aðildarsamtaka Alþýðusambands Íslands, um 106,3 prósent frá fyrsta ársfjórðungi 2005 til fyrsta ársfjórðungs 2013.“ Verðbólga hefur hefur um leið haft þau áhrif að kaupmáttur hefur lítið aukist á tímabilinu, eða um tæp þrjú prósent. „Þar af jókst kaupmáttur launa um 4,1 prósent á almennum vinnumarkaði en minnkaði um 0,3 prósent hjá ríkisstarfsmönnum og um 0,9 prósent hjá starfsmönnum sveitarfélaga.“ Hagstofan segir kaupmátt launa hafa aukist á árunum 2006 og 2007 en staðið nokkurn veginn í stað árið 2008. „Árin 2009 og 2010 dró úr kaupmætti en frá árinu 2011 hefur hann aukist aftur.“
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Upphrópanir um bónusa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira