20 milljarðar inn í þjóðarbúið með hærra aflamarki Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 2. september 2013 07:00 Fréttablaðið/GVA Miðað við núverandi verðforsendur gæti verðmæti þeirrar hækkunar á aflaheimildum fyrir fiskveiðiárið sem hófst í gær numið tuttugu milljörðum, segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Mér sýnist það, svona fljótt á litið,“ segir Þorsteinn. „Það hefði í för með sér um eins prósents aukningu á landsframleiðslu.“ Alls er úthlutað 381.431 tonni í þorskígildum talið. Sé aflamark síðasta árs reiknað út í þorskígildum nýhafins fiskveiðiárs er munurinn á milli áranna tæplega 33 þúsund tonn. Í peningum gæti munurinn hins vegar verið um tuttugu milljarðar. Fjórtán þúsund tonnum er bætt við aflamarkið í þorski og er heildaraflamarkið fyrir þetta fiskveiðiár um 171 þúsund tonn. Einnig hækkar aflamark í karfa, ufsa og síld. Þorsteinn segir þetta geta boðað betri tíð í þjóðarbúskapnum. „Ekki veitir af enda hefur heldur verið að hægja á hagvexti á undanförnum misserum og horfur fram undan nokkuð óljósar,“ segir hann. „Ef stjórnvöldum tekst að aflétta þeirri óvissu sem einkennt hefur rekstrarumhverfi sjávarútvegs undanfarin ár vegna óvissu um framtíðarfyrirkomulag fiskveiðistjórnunar sem og stóraukinnar skattbyrði greinarinnar þá má einnig reikna með því að fjárfestingar aukist nokkuð í sjávarútvegi á nýjan leik. Slíkt myndi einnig hafa afar jákvæð áhrif á hagvöxt enda fjárfestingar verið hættulega litlar hér á landi undangengin fimm ár.“ Hæsta hlutfall aflamarksins í ár kemur í hlut HB Granda eða rúm ellefu prósent. Samherji kemur næst með tæp sjö prósent og svo Þorbjörn í Grindavík með fimm og hálft prósent. Þetta er sama sætaröðun og í fyrra. Mestu verður landað í Reykjavíkurhöfn, því næst Vestmannaeyjum og svo Grindavík Þótt flest sé með hefðbundnu sniði ber einnig á nýlundu við þessa úthlutun en nú er í fyrsta sinn úthlutað þremur nýjum tegundum, blálöngu, gulllaxi og litla karfa. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Upphrópanir um bónusa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Miðað við núverandi verðforsendur gæti verðmæti þeirrar hækkunar á aflaheimildum fyrir fiskveiðiárið sem hófst í gær numið tuttugu milljörðum, segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Mér sýnist það, svona fljótt á litið,“ segir Þorsteinn. „Það hefði í för með sér um eins prósents aukningu á landsframleiðslu.“ Alls er úthlutað 381.431 tonni í þorskígildum talið. Sé aflamark síðasta árs reiknað út í þorskígildum nýhafins fiskveiðiárs er munurinn á milli áranna tæplega 33 þúsund tonn. Í peningum gæti munurinn hins vegar verið um tuttugu milljarðar. Fjórtán þúsund tonnum er bætt við aflamarkið í þorski og er heildaraflamarkið fyrir þetta fiskveiðiár um 171 þúsund tonn. Einnig hækkar aflamark í karfa, ufsa og síld. Þorsteinn segir þetta geta boðað betri tíð í þjóðarbúskapnum. „Ekki veitir af enda hefur heldur verið að hægja á hagvexti á undanförnum misserum og horfur fram undan nokkuð óljósar,“ segir hann. „Ef stjórnvöldum tekst að aflétta þeirri óvissu sem einkennt hefur rekstrarumhverfi sjávarútvegs undanfarin ár vegna óvissu um framtíðarfyrirkomulag fiskveiðistjórnunar sem og stóraukinnar skattbyrði greinarinnar þá má einnig reikna með því að fjárfestingar aukist nokkuð í sjávarútvegi á nýjan leik. Slíkt myndi einnig hafa afar jákvæð áhrif á hagvöxt enda fjárfestingar verið hættulega litlar hér á landi undangengin fimm ár.“ Hæsta hlutfall aflamarksins í ár kemur í hlut HB Granda eða rúm ellefu prósent. Samherji kemur næst með tæp sjö prósent og svo Þorbjörn í Grindavík með fimm og hálft prósent. Þetta er sama sætaröðun og í fyrra. Mestu verður landað í Reykjavíkurhöfn, því næst Vestmannaeyjum og svo Grindavík Þótt flest sé með hefðbundnu sniði ber einnig á nýlundu við þessa úthlutun en nú er í fyrsta sinn úthlutað þremur nýjum tegundum, blálöngu, gulllaxi og litla karfa.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Upphrópanir um bónusa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira