Þegar safna skal í sarpinn Sara McMahon skrifar 3. september 2013 06:00 Þegar hausta tekur tek ég sinnaskiptum. Ég hætti að grilla fisk í kvöldmat og elda frekar kássur og súpur. Ég hætti að klæðast skærlitu flíkinni (þessari einu sem ég á) og dreg fram svartar peysur, skyrtur og buxur. Ég tek lagið Sunshine Reggae með Jeremy Oates & The Music Makers af lagalistanum í vinnunni og hendi þess í stað tónlist Fever Ray inn á listann. Mesta breytingin á sér þó líklega stað inni á heimilinu, því ég hef enn og aftur í hyggju að bretta upp ermar og safna í sarpinn fyrir komandi ótíð. Fyrsti liður í söfnunarátakinu fór fram um síðastliðna helgi. Þá klæddi ég mig í snjóbuxur, gönguskó og regnstakk og hélt af stað út í móa í þeim tilgangi að tína ber; mörg kíló af berjum! Úr þeim ætla ég að malla sultur, baka bökur og búa til morgunverðarþeytinga. Berjaskammturinn ætti að duga heimilisfólkinu langt fram í desember. Annar liður í átakinu er að framleiða tvíbökur í massavís og lokahnykkur átaksins er hin árlega sláturtaka. Allavega. Berjatínslan hófst á því að ég eigraði um tún og móa, þjökuð af vöðvabólgu, í leit að einhverju ætilegu. Við fyrstu sýn virtist uppskeran engin en þegar betur var að gáð sáust nokkur bláber í felum á bak við lítinn runna og þangað skreið ég. Mér til mikillar gleði voru berin heldur fleiri og stærri en ég hafði búist við og því hlammaði ég mér niður í grasið og hóf að plokka á meðan ég raulaði lagið Joanna með Gasoline fyrir munni mér. Eftir nokkurn tíma reis ég loks úr lautinni, tók fötu mína og hélt í átt að bílnum. Þegar ég svo klæddi mig úr snjóbuxunum tók ég eftir því að rassinn á buxunum var þakinn fjólubláum klessum – nú veit ég að berjablái liturinn næst illa úr flíkum og þess vegna tel ég buxurnar gott sem ónýtar. Ég þarf því að safna mér fyrir nýjum snjóbuxum fyrir veturinn. Söfnunarátakið heldur því áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Þegar hausta tekur tek ég sinnaskiptum. Ég hætti að grilla fisk í kvöldmat og elda frekar kássur og súpur. Ég hætti að klæðast skærlitu flíkinni (þessari einu sem ég á) og dreg fram svartar peysur, skyrtur og buxur. Ég tek lagið Sunshine Reggae með Jeremy Oates & The Music Makers af lagalistanum í vinnunni og hendi þess í stað tónlist Fever Ray inn á listann. Mesta breytingin á sér þó líklega stað inni á heimilinu, því ég hef enn og aftur í hyggju að bretta upp ermar og safna í sarpinn fyrir komandi ótíð. Fyrsti liður í söfnunarátakinu fór fram um síðastliðna helgi. Þá klæddi ég mig í snjóbuxur, gönguskó og regnstakk og hélt af stað út í móa í þeim tilgangi að tína ber; mörg kíló af berjum! Úr þeim ætla ég að malla sultur, baka bökur og búa til morgunverðarþeytinga. Berjaskammturinn ætti að duga heimilisfólkinu langt fram í desember. Annar liður í átakinu er að framleiða tvíbökur í massavís og lokahnykkur átaksins er hin árlega sláturtaka. Allavega. Berjatínslan hófst á því að ég eigraði um tún og móa, þjökuð af vöðvabólgu, í leit að einhverju ætilegu. Við fyrstu sýn virtist uppskeran engin en þegar betur var að gáð sáust nokkur bláber í felum á bak við lítinn runna og þangað skreið ég. Mér til mikillar gleði voru berin heldur fleiri og stærri en ég hafði búist við og því hlammaði ég mér niður í grasið og hóf að plokka á meðan ég raulaði lagið Joanna með Gasoline fyrir munni mér. Eftir nokkurn tíma reis ég loks úr lautinni, tók fötu mína og hélt í átt að bílnum. Þegar ég svo klæddi mig úr snjóbuxunum tók ég eftir því að rassinn á buxunum var þakinn fjólubláum klessum – nú veit ég að berjablái liturinn næst illa úr flíkum og þess vegna tel ég buxurnar gott sem ónýtar. Ég þarf því að safna mér fyrir nýjum snjóbuxum fyrir veturinn. Söfnunarátakið heldur því áfram.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun