Glitnismaður ákærður fyrir innherjasvik Stígur Helgason skrifar 5. september 2013 07:00 Erlendur Magnússon. Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Glitni fyrir innherjasvik. Maðurinn, Erlendur Magnússon, var framkvæmdastjóri deildar sem sá um skuldsetta fjármögnun hjá Glitni fyrir hrun. Í ákærunni er honum gefið að sök að hafa nýtt sér innherjaupplýsingar sem hann komst yfir við störf sín í bankanum þegar hann seldi hluti félagsins Fjársjóðs ehf. í Glitni fyrir tíu milljónir króna 26. mars 2008. Fjársjóður ehf. var í eigu Erlendar og konu hans. Erlendur var ekki á skrá yfir innherja í bankanum en sérstakur saksóknari telur að hann hafi uppfyllt skilyrði þess að teljast tímabundinn innherji þegar hann seldi bréfin, enda hafi hann á tímabilinu frá 27. febrúar 2008 til 26. mars 2008 fengið sendar í tölvupósti margvíslegar upplýsingar um slæma lausafjárstöðu bankans í erlendum gjaldeyri. Sjálfur skrifaði Erlendur í tölvupósti til forstjórans Lárusar Welding 14. mars að ef bankinn leitaði ekki aðstoðar Seðlabankans vegna lausafjárstöðunnar yrðu „hlutabréf bankans svo gott sem verðlaus um páskana“. Í ákærunni, sem gefin var út 2. ágúst og verður þingfest á mánudaginn kemur, segir að sex milljónir króna á bankareikningi Fjársjóðs ehf. hafi verið kyrrsettar 19. júlí síðastliðinn. Gerð er krafa um upptöku þeirra.Tveir dómar fallið vegna innherjasvika Tvisvar hafa menn verið sakfelldir á Íslandi fyrir innherjasvik. Sá fyrsti var Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, sem var dæmdur í tveggja ára fangelsi árið 2011 fyrir að selja bréf sín í Landsbankanum fyrir 192 milljónir í september 2008. Hinn var Friðfinnur Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri millibankamarkaða hjá Glitni, sem hlaut í vor eins árs dóm fyrir að selja bréf sín í bankanum fyrir 20 milljónir í mars, apríl og september 2008. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Upphrópanir um bónusa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Glitni fyrir innherjasvik. Maðurinn, Erlendur Magnússon, var framkvæmdastjóri deildar sem sá um skuldsetta fjármögnun hjá Glitni fyrir hrun. Í ákærunni er honum gefið að sök að hafa nýtt sér innherjaupplýsingar sem hann komst yfir við störf sín í bankanum þegar hann seldi hluti félagsins Fjársjóðs ehf. í Glitni fyrir tíu milljónir króna 26. mars 2008. Fjársjóður ehf. var í eigu Erlendar og konu hans. Erlendur var ekki á skrá yfir innherja í bankanum en sérstakur saksóknari telur að hann hafi uppfyllt skilyrði þess að teljast tímabundinn innherji þegar hann seldi bréfin, enda hafi hann á tímabilinu frá 27. febrúar 2008 til 26. mars 2008 fengið sendar í tölvupósti margvíslegar upplýsingar um slæma lausafjárstöðu bankans í erlendum gjaldeyri. Sjálfur skrifaði Erlendur í tölvupósti til forstjórans Lárusar Welding 14. mars að ef bankinn leitaði ekki aðstoðar Seðlabankans vegna lausafjárstöðunnar yrðu „hlutabréf bankans svo gott sem verðlaus um páskana“. Í ákærunni, sem gefin var út 2. ágúst og verður þingfest á mánudaginn kemur, segir að sex milljónir króna á bankareikningi Fjársjóðs ehf. hafi verið kyrrsettar 19. júlí síðastliðinn. Gerð er krafa um upptöku þeirra.Tveir dómar fallið vegna innherjasvika Tvisvar hafa menn verið sakfelldir á Íslandi fyrir innherjasvik. Sá fyrsti var Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, sem var dæmdur í tveggja ára fangelsi árið 2011 fyrir að selja bréf sín í Landsbankanum fyrir 192 milljónir í september 2008. Hinn var Friðfinnur Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri millibankamarkaða hjá Glitni, sem hlaut í vor eins árs dóm fyrir að selja bréf sín í bankanum fyrir 20 milljónir í mars, apríl og september 2008.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Upphrópanir um bónusa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira