Monáe syngur um vélmenni Freyr Bjarnason skrifar 5. september 2013 11:30 Önnur hljóðversplata bandarísku R&B- og sálarsöngkonunnar Janelle Monáe, The Electric Lady, kemur út eftir helgi á vegum Wondaland Arts Society og Bad Boy Records, sem Sean „Diddy“ Combs stofnaði. Monáe fæddist í Kansas árið 1985 og var lengi heilluð af Dórótheu úr kvikmyndinni Galdrakarlinn í Oz. Eftir að hafa stundað leiklistarnám í New York og í Fíladelfíu flutti hún til Atlanta 2001 . Þar kynntist hún Big Boi úr OutKast og söng síðar á plötu sveitarinnar, Idlewild. Monáe stofnaði fyrirtækið Wondaland Arts Society sem gaf út EP-plötuna The Audition árið 2003. Monáe er hugfangin af vísindaskáldskap og þarna byrjaði hún að syngja um borgina Metropolis og var þar undir áhrifum frá hinni samnefndu sígildu mynd Fritz Lang frá árinu 1927. Hún hélt áfram með þemað á fyrstu opinberu EP-plötu sinni, Metropolis: Suite I (The Chase), sem kom út 2007 hjá Bad Boy Records. Þar söng hún um vélmennið Cindi Mayweather sem er fjöldaframleitt árið 2719. Platan fékk góðar viðtökur og var Monáe tilnefnd til Grammy-verðlaunanna fyrir lagið Many Moons. Árið 2010 gaf Monáe út sína fyrstu breiðskífu, The ArchAndroid, þar sem hún hélt áfram með Metropolis-þemað. Gagnrýnendur hrifust af plötunni, sem var tilnefnd til Grammy-verðlaunanna, og einnig lagið Thightrope. Hún náði einnig sautjánda sæti Billboard-listans. Á síðasta ári var Monáe svo gestasöngvari í hinu vinsæla lagi hljómsveitarinnar Fun, We Are Young. Lagið fór á topp Billboard-listans, sem er það hæsta sem söngkonan hefur náð til þessa. Á The Electric Lady heldur Monáe áfram með útópíuþemað sitt. Lögin eru nítján talsins og stjórnaði hún upptökunum sjálf í samstarfi við Deep Cotton og Roman GianArthur, kollega sína úr Wondaland Arts Society. Góðir gestir koma einnig við sögu, þar á meðal Erykah Badu, sem syngur með henni í smáskífulaginu Q.U.E.E.N, Prince, Big Boi, Cee-Lo Green, Miguel, Solange og Esperanza Spalding. Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Inga Tinna selur Dineout höllina í Borgartúni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Önnur hljóðversplata bandarísku R&B- og sálarsöngkonunnar Janelle Monáe, The Electric Lady, kemur út eftir helgi á vegum Wondaland Arts Society og Bad Boy Records, sem Sean „Diddy“ Combs stofnaði. Monáe fæddist í Kansas árið 1985 og var lengi heilluð af Dórótheu úr kvikmyndinni Galdrakarlinn í Oz. Eftir að hafa stundað leiklistarnám í New York og í Fíladelfíu flutti hún til Atlanta 2001 . Þar kynntist hún Big Boi úr OutKast og söng síðar á plötu sveitarinnar, Idlewild. Monáe stofnaði fyrirtækið Wondaland Arts Society sem gaf út EP-plötuna The Audition árið 2003. Monáe er hugfangin af vísindaskáldskap og þarna byrjaði hún að syngja um borgina Metropolis og var þar undir áhrifum frá hinni samnefndu sígildu mynd Fritz Lang frá árinu 1927. Hún hélt áfram með þemað á fyrstu opinberu EP-plötu sinni, Metropolis: Suite I (The Chase), sem kom út 2007 hjá Bad Boy Records. Þar söng hún um vélmennið Cindi Mayweather sem er fjöldaframleitt árið 2719. Platan fékk góðar viðtökur og var Monáe tilnefnd til Grammy-verðlaunanna fyrir lagið Many Moons. Árið 2010 gaf Monáe út sína fyrstu breiðskífu, The ArchAndroid, þar sem hún hélt áfram með Metropolis-þemað. Gagnrýnendur hrifust af plötunni, sem var tilnefnd til Grammy-verðlaunanna, og einnig lagið Thightrope. Hún náði einnig sautjánda sæti Billboard-listans. Á síðasta ári var Monáe svo gestasöngvari í hinu vinsæla lagi hljómsveitarinnar Fun, We Are Young. Lagið fór á topp Billboard-listans, sem er það hæsta sem söngkonan hefur náð til þessa. Á The Electric Lady heldur Monáe áfram með útópíuþemað sitt. Lögin eru nítján talsins og stjórnaði hún upptökunum sjálf í samstarfi við Deep Cotton og Roman GianArthur, kollega sína úr Wondaland Arts Society. Góðir gestir koma einnig við sögu, þar á meðal Erykah Badu, sem syngur með henni í smáskífulaginu Q.U.E.E.N, Prince, Big Boi, Cee-Lo Green, Miguel, Solange og Esperanza Spalding.
Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Inga Tinna selur Dineout höllina í Borgartúni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira