"Britney olli hjólreiðaslysi“ Hildur Sverrisdóttir skrifar 7. september 2013 06:00 Um daginn var ég á gangi og með mér í eyrunum var Britney vinkona mín með leyni-uppáhalds-vonda-laginu Piece of me. Sem er sko stórkostlegt lag þegar maður þarf smá auka kjarnakonukraft. Ég greikkaði sporið í takt við Britney og hvorki heyrði né sá annað en hana þegar hjólreiðamaður geystist allt í einu fram úr mér á sömu gangstétt að mér fannst á ógnarhraða. Um leið gleymdi ég Britney og þakkaði bara mínum sæla fyrir að ég hefði ekki á sama tíma stolist til að taka með henni eitt laumu dansspor, því þá hefði aldeilis farið illa hittingur minn og hjólsins. Kannski hefði þá komið í fjölmiðlum að dansandi vegfarandi hefði valdið hjólreiðaslysi, eins og skringilega oft er talað um í fjölmiðlum um að „hjólreiðamaður hafi valdið bílslysi“. Borgin er á tímamótum í samgöngumálum, ekki á krossgötum þó að það hefði verið skemmtilegt fyrst umfjöllunarefnið er samgöngur. Krossgöturnar eiga ekki við þar sem ekki er um að ræða klára stefnubreytingu – það er ekki verið að leggja einkabílnum heldur verið að leggja af stað í fjölbreyttari áttir. Það er góð ákvörðun að fjölga valkostum með hjólastígum, alveg eins og það var rétt ákvörðun á síðustu öld að gera gangstéttir beggja megin allra gatna. Að byggja upp fjölbreytt samgöngukerfi fyrir alla tekur hins vegar tíma. Á meðan hjólastígakerfið er enn óttalegur bútasaumur er eðlilegt að það megi bæði hjóla á gangstéttum og á götunni sjálfri en í vaxtarverkjunum er heillavænlegt að muna að þó það sé vissulega pláss fyrir okkur öll þurfi kannski að búa til einhvers konar heildrænt tillitssemiskerfi. Til dæmis verð ég mjög ringluð þegar ég er í rólegheitunum á röltinu og hjólreiðamaður að baki mér hringir bjöllunni. Sjálfsagt öryggistæki hjólreiðamannsins en ég veit akkúrat ekkert hvers er ætlast til af mér við þessar aðstæður. Á ég að færa mig til hægri eða vinstri eða fara í myndastyttuleik? Hver er gangstéttaretikettan í þessum aðstæðum? Ég kalla eftir samtali, samráði og lendingu í þessu mikilvæga máli svo við getum öll óhrædd og örugg dansað með Britney um borgina þvera og endilanga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun
Um daginn var ég á gangi og með mér í eyrunum var Britney vinkona mín með leyni-uppáhalds-vonda-laginu Piece of me. Sem er sko stórkostlegt lag þegar maður þarf smá auka kjarnakonukraft. Ég greikkaði sporið í takt við Britney og hvorki heyrði né sá annað en hana þegar hjólreiðamaður geystist allt í einu fram úr mér á sömu gangstétt að mér fannst á ógnarhraða. Um leið gleymdi ég Britney og þakkaði bara mínum sæla fyrir að ég hefði ekki á sama tíma stolist til að taka með henni eitt laumu dansspor, því þá hefði aldeilis farið illa hittingur minn og hjólsins. Kannski hefði þá komið í fjölmiðlum að dansandi vegfarandi hefði valdið hjólreiðaslysi, eins og skringilega oft er talað um í fjölmiðlum um að „hjólreiðamaður hafi valdið bílslysi“. Borgin er á tímamótum í samgöngumálum, ekki á krossgötum þó að það hefði verið skemmtilegt fyrst umfjöllunarefnið er samgöngur. Krossgöturnar eiga ekki við þar sem ekki er um að ræða klára stefnubreytingu – það er ekki verið að leggja einkabílnum heldur verið að leggja af stað í fjölbreyttari áttir. Það er góð ákvörðun að fjölga valkostum með hjólastígum, alveg eins og það var rétt ákvörðun á síðustu öld að gera gangstéttir beggja megin allra gatna. Að byggja upp fjölbreytt samgöngukerfi fyrir alla tekur hins vegar tíma. Á meðan hjólastígakerfið er enn óttalegur bútasaumur er eðlilegt að það megi bæði hjóla á gangstéttum og á götunni sjálfri en í vaxtarverkjunum er heillavænlegt að muna að þó það sé vissulega pláss fyrir okkur öll þurfi kannski að búa til einhvers konar heildrænt tillitssemiskerfi. Til dæmis verð ég mjög ringluð þegar ég er í rólegheitunum á röltinu og hjólreiðamaður að baki mér hringir bjöllunni. Sjálfsagt öryggistæki hjólreiðamannsins en ég veit akkúrat ekkert hvers er ætlast til af mér við þessar aðstæður. Á ég að færa mig til hægri eða vinstri eða fara í myndastyttuleik? Hver er gangstéttaretikettan í þessum aðstæðum? Ég kalla eftir samtali, samráði og lendingu í þessu mikilvæga máli svo við getum öll óhrædd og örugg dansað með Britney um borgina þvera og endilanga.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun