Tónlist

Smear vill spila lög Nirvana

Gítarleikarinn vill spila lög Nirvana á tónleikum.
Gítarleikarinn vill spila lög Nirvana á tónleikum. nordicphotos/getty
Pat Smear, gítarleikari Foo Fighters, sér ekkert því til fyrirstöðu að spila lög Nirvana á tónleikum.

Smear spilaði með Nirvana í sex mánuði, eða þangað til söngvarinn Kurt Cobain framdi sjálfsvíg árið 1994. Smear finnst að hann, Dave Grohl og Krist Novoselic, sem einnig voru í Nirvana, eigi að spila lögin á tónleikum.

„Að spila lög Nirvana? Það er eflaust öðruvísi fyrir þá en mig,“ sagði hann við Digital Spy. „Nirvana er skrítið fyrirbæri. Hún hefur alls konar þýðingu fyrir mjög marga. Ég hefði ekkert á móti því. Af hverju getum við ekki spilað Nirvana-lögin? Það er mitt viðhorf.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.