Lifum og deyjum eins og blómin Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 9. september 2013 13:00 „Í stað þess að verða einmana og þunglynd er ég bara glöð og ánægð innan um litina,“ segir Sigrún. Fréttablaðið/GVA Sigrún Sigurðardóttir frá Möðruvöllum hefur opnað málverkasýningu í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju. „Ég byrjaði að mála 1998. Þá var ég stödd suður á Spáni. Sonur minn bjó þar og ég var hjá honum. Ég var mikið ein heima en það voru litir og strigi á borðstofuborðinu og ég fór að fikta. Þegar sonurinn sá til mín varð hann alveg undrandi og sagði: „Mamma, þú getur bara málað,“ Síðan hef ég verið óstöðvandi og mér finnst það ein mesta guðsgjöf sem ég hef hlotið.“ Þannig lýsir Sigrún Sigurðardóttir frá Möðruvöllum tildrögum þess að hún hóf að fást við listmálun. Afrakstur þeirrar iðju sýnir hún um þessar mundir í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju. Sigrún var sjúkraliði í 37 ár. Hún vann til 74 ára aldurs og var þá búin að kynnast myndlistinni. Það er hún þakklát fyrir. „Í stað þess að verða einmana og þunglynd er ég bara glöð og ánægð innan um litina,“ segir hún og geislar. Blóm eru áberandi í myndum Sigrúnar. „Mér þykir jafnvænt um manneskjurnar og blómin og ferðalag okkar er svo líkt. Við byrjum sem fræ og vöxum upp, þegar við höfum sprungið út hefst hnignunin og svo deyjum við eins og blómin.“ Sýningin stendur til 13. október og er opin virka daga frá 11 til 16 og á sunnudögum frá 12 til 15. Menning Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sigrún Sigurðardóttir frá Möðruvöllum hefur opnað málverkasýningu í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju. „Ég byrjaði að mála 1998. Þá var ég stödd suður á Spáni. Sonur minn bjó þar og ég var hjá honum. Ég var mikið ein heima en það voru litir og strigi á borðstofuborðinu og ég fór að fikta. Þegar sonurinn sá til mín varð hann alveg undrandi og sagði: „Mamma, þú getur bara málað,“ Síðan hef ég verið óstöðvandi og mér finnst það ein mesta guðsgjöf sem ég hef hlotið.“ Þannig lýsir Sigrún Sigurðardóttir frá Möðruvöllum tildrögum þess að hún hóf að fást við listmálun. Afrakstur þeirrar iðju sýnir hún um þessar mundir í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju. Sigrún var sjúkraliði í 37 ár. Hún vann til 74 ára aldurs og var þá búin að kynnast myndlistinni. Það er hún þakklát fyrir. „Í stað þess að verða einmana og þunglynd er ég bara glöð og ánægð innan um litina,“ segir hún og geislar. Blóm eru áberandi í myndum Sigrúnar. „Mér þykir jafnvænt um manneskjurnar og blómin og ferðalag okkar er svo líkt. Við byrjum sem fræ og vöxum upp, þegar við höfum sprungið út hefst hnignunin og svo deyjum við eins og blómin.“ Sýningin stendur til 13. október og er opin virka daga frá 11 til 16 og á sunnudögum frá 12 til 15.
Menning Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira