Þú gerir lítið dáinn Saga Garðarsdóttir skrifar 9. september 2013 07:00 Hækkaðu í viðtækinu. Settu á 87,7, kæri lesandi. Það er Rondó. Það er klassísk stöð. Við þurfum að ákveða hluti. Það þarf að ákveða marga hluti. Þú þarft að ákveða þig. Þú tekur ekki margar ákvarðanir dáinn. Hvort viltu taka ákvörðun eða deyja? Það eru svo mörg deilumál kæri lesandi, svo mörg deilumál þjóðarinnar. En sem betur fer bara tvær leiðir, tvö lið, tvö orð, líf og dauði. Ein þjóð, tvær leiðir, margar ákvarðanir. Þetta er ekki bíómyndatreiler, kæri lesandi, þetta er dauðans alvara. Hækkaðu í viðtækinu. Hvort viltu frekar hækka í viðtækinu eða taka ranga ákvörðun? Ef þú þarft að velja? Hvort ætlarðu að hækka í viðtækinu eða deyja? Klassísk tónlist á að óma í bakgrunninum. Þú verður að finna fyrir ábyrgðinni, þú verður að finna fyrir lífinu. Einn daginn deyrð þú - þú hlustar ekki mikið á Rondó þá. Ekki lesa lengra nema ofspiluð sinfónía eftir dáinn mann glymji í bakgrunninum. Hann semur ekki aðra. Hækkaðu í viðtækinu - dauðinn er yfirvofandi. Í heiminum eru óteljandi hlutir og óteljandi sinnum óteljandi leiðir til að para þá saman og enn ertu ekki búinn að taka ákvörðun. Hlutir eru á reiki. Dauðinn nálgast. Hækkaðu í viðtækinu. Hvort viltu geta farið á spítalann eða í Þjóðleikhúsið? Ef þú þarft að velja. Þú þarft að velja. Hvort viltu keyra fjórum sinnum í gegnum jarðgöng á ári eða að barn á Suðureyri fái gangráð? Hvort viltu að Jón Baldvin Hannibalsson fái að kenna í leikskóla eða að satyríkon deyi á Kringlumýrabrautinni? Hvort viltu að satyríkon deyi á Kringlumýrabrautinni eða lendi flugvél í Vatnsmýrinni? Hvort viltu að Sjón detti í sjóinn eða spili DJ sett á Húkkaraballinu? Hvort viltu að Hildur Lilliendahl fái leggangafullnægingu eða að allir strákar séu neyddir grátandi í kjóla? Hvort viltu að Brynjar Níelsson fái að hitta Skoppu og Skrítlu eða að krabbameinsjúkt barn fái Hlaðvarpastyrk? Hvort viltu að Grímur Gíslason fari á spítala með hræðilegan heilaskaða eða að þúsund börn hlæi í takt á Mary Poppins? Hvort viltu hvítvín með humrinum eða mjólk í kaffið? Hvort viltu flóa mjólk eða virkja á? Hvort viltu mjólk eða deyja? Hvort viltu hækka í viðtækinu eða deyja? Hækkaðu í viðtækinu, kæri lesandi, í guðs bænum, hækkaðu í viðtækinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Saga Garðarsdóttir Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun
Hækkaðu í viðtækinu. Settu á 87,7, kæri lesandi. Það er Rondó. Það er klassísk stöð. Við þurfum að ákveða hluti. Það þarf að ákveða marga hluti. Þú þarft að ákveða þig. Þú tekur ekki margar ákvarðanir dáinn. Hvort viltu taka ákvörðun eða deyja? Það eru svo mörg deilumál kæri lesandi, svo mörg deilumál þjóðarinnar. En sem betur fer bara tvær leiðir, tvö lið, tvö orð, líf og dauði. Ein þjóð, tvær leiðir, margar ákvarðanir. Þetta er ekki bíómyndatreiler, kæri lesandi, þetta er dauðans alvara. Hækkaðu í viðtækinu. Hvort viltu frekar hækka í viðtækinu eða taka ranga ákvörðun? Ef þú þarft að velja? Hvort ætlarðu að hækka í viðtækinu eða deyja? Klassísk tónlist á að óma í bakgrunninum. Þú verður að finna fyrir ábyrgðinni, þú verður að finna fyrir lífinu. Einn daginn deyrð þú - þú hlustar ekki mikið á Rondó þá. Ekki lesa lengra nema ofspiluð sinfónía eftir dáinn mann glymji í bakgrunninum. Hann semur ekki aðra. Hækkaðu í viðtækinu - dauðinn er yfirvofandi. Í heiminum eru óteljandi hlutir og óteljandi sinnum óteljandi leiðir til að para þá saman og enn ertu ekki búinn að taka ákvörðun. Hlutir eru á reiki. Dauðinn nálgast. Hækkaðu í viðtækinu. Hvort viltu geta farið á spítalann eða í Þjóðleikhúsið? Ef þú þarft að velja. Þú þarft að velja. Hvort viltu keyra fjórum sinnum í gegnum jarðgöng á ári eða að barn á Suðureyri fái gangráð? Hvort viltu að Jón Baldvin Hannibalsson fái að kenna í leikskóla eða að satyríkon deyi á Kringlumýrabrautinni? Hvort viltu að satyríkon deyi á Kringlumýrabrautinni eða lendi flugvél í Vatnsmýrinni? Hvort viltu að Sjón detti í sjóinn eða spili DJ sett á Húkkaraballinu? Hvort viltu að Hildur Lilliendahl fái leggangafullnægingu eða að allir strákar séu neyddir grátandi í kjóla? Hvort viltu að Brynjar Níelsson fái að hitta Skoppu og Skrítlu eða að krabbameinsjúkt barn fái Hlaðvarpastyrk? Hvort viltu að Grímur Gíslason fari á spítala með hræðilegan heilaskaða eða að þúsund börn hlæi í takt á Mary Poppins? Hvort viltu hvítvín með humrinum eða mjólk í kaffið? Hvort viltu flóa mjólk eða virkja á? Hvort viltu mjólk eða deyja? Hvort viltu hækka í viðtækinu eða deyja? Hækkaðu í viðtækinu, kæri lesandi, í guðs bænum, hækkaðu í viðtækinu.