Ólík þróun heilbrigðismerki Óli Kristján Ármannsson skrifar 11. september 2013 07:00 Alla jafna segja sérfræðingar á markaði eðlilegar skýringar á verðbreytingum hlutabréfa og telja ekki merki um bólumyndun á markaði hér. Óttinn við eignabólur litar þó gjarnan almennar umræður um hlutabréfamarkaðinn, sem starfar í um margt óeðlilegum aðstæðum, innan gjaldeyrishafta þar sem fátt er um fjárfestingarkosti og lífeyrissjóðir fara mikinn. Sérfræðingar sem Markaðurinn hefur haft tal af telja gengi bréfa skráðra félaga ráðast af blöndu uppgjörsfregna og annarra frétta af félögum, sem hafa verið misgóðar. Þannig skilaði sér til dæmis strax í verðþróun bréfa Eimskips fyrir hádegi í gær húsleit sem samkeppnisyfirvöld stóðu í. Bréfin lækkuðu um rúm fimm prósent fyrir hádegi, en réttu sig svo aftur aðeins við þegar leið á daginn. Að mörgu leyti kunni því að teljast heilbrigðismerki á markaðnum að gengi félaga hafi verið misjafnt frá því í sumar, sum hafa hækkað hressilega og önnur lækkað. Uppgjör tryggingafélaganna hafi til dæmis verið nokkuð góð en uppgjör Eimskipafélagsins hafi ekki verið það. Marel hafi lækkað undanfarin misseri vegna dapurlegra uppgjöra á meðan afkoma Haga hafi verið góð og umfram væntingar. Það endurspeglist í hlutabréfaverðinu. Lífeyrissjóðum skorður settarKauphöll ÍslandsEins hefur verð hlutabréfa Icelandair hækkað rækilega, sem þarf ef til vill ekki að koma á óvart í ljósi fregna af stórauknum komum erlendra ferðamanna hingað til lands og vexti í ferðaþjónustu. Verð á hlutabréfum hefur hækkað mikið frá því að botni var náð eftir hrun, án þess þó að um sé að ræða samfelldar hækkanir yfir línuna. Þá hefur hækkun hlutabréfa í sumar átt sér stað samhliða hækkunum á mörkuðum erlendis, þótt hækkun hér hafi ekki verið jafnmikil. Erlendis eru markaðir líka víða sagðir komnir upp fyrir söguleg gildi og kennitölur félaga hér ekki ólíkar því sem sést á erlendum mörkuðum. Almennt eru verðkennitölur sagðar um og yfir hundrað ára meðaltali, í hærri kanti án þess þó að vera nokkurs staðar nærri þeim hæðum sem sáust í netbólunni um aldamótin eða bólunni sem myndaðist í kring um fjármálafyrirtæki fyrir síðasta hrun. Í nýlegri umfjöllun greiningardeildar Arion banka er fjallað um hlut lífeyrissjóðanna á hlutabréfamarkaði hér, en lífeyrissjóðir eiga beint í það minnsta 30 prósent af markaðsvirði íslensku hlutafélaganna á aðallista Kauphallarinnar. Fram kemur í umfjölluninni að svigrúm sjóðanna til fjárfestinga í innlendum hlutabréfum fari nú minnkandi. Hver sjóður má lögum samkvæmt ekki eiga meira en fimmtán prósent af hlutafé félags og ekki meira en tíu prósent í fjármálafyrirtæki. Minnki eftirspurn sjóðanna eftir hlutabréfum má ljóst vera að það hefur áhrif á verð bréfa á markaði. Skuldabréfamarkaður skiptir líka miklu máli„Á komandi mánuðum og misserum er þó útlit fyrir að félögum á innlenda hlutabréfamarkaðinum muni halda áfram að fjölga, en aukið framboð fjárfestingakosta hér heima mun að einhverju leyti veita lífeyrissjóðum aukið svigrúm til fjárfestinga og dreifingar eigna,“ segir í umfjölluninni. Þá telja sérfræðingar ekki merki um að lífeyriskerfið í heild sé að nálgast einhvern endapunkt í fjárfestingum í hlutabréfum þó svo að einhverjir einstakir sjóðir kunni að vera að nálgast hámarkseign í stöku félögum. Eins er bent á að þótt kastljósinu sé gjarnan beint að hlutabréfamarkaði og sveiflum þar þá hafi skuldabréfamarkaður verið á fleygiferð með stanslausum hækkunum frá því fyrir hrun. Skuldabréfamarkaðurinn sé svo aftur grunnurinn að allri verðmyndun, hvort heldur það sé á markaði með hlutabréf, fasteignir eða eitthvað annað. Ekki sé ólíklegt að þar sé ekki síður að leita skýringa á hækkun eignaverðs en í afkomutölum og stemningsfréttum af einstökum mörkuðum. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Upphrópanir um bónusa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Alla jafna segja sérfræðingar á markaði eðlilegar skýringar á verðbreytingum hlutabréfa og telja ekki merki um bólumyndun á markaði hér. Óttinn við eignabólur litar þó gjarnan almennar umræður um hlutabréfamarkaðinn, sem starfar í um margt óeðlilegum aðstæðum, innan gjaldeyrishafta þar sem fátt er um fjárfestingarkosti og lífeyrissjóðir fara mikinn. Sérfræðingar sem Markaðurinn hefur haft tal af telja gengi bréfa skráðra félaga ráðast af blöndu uppgjörsfregna og annarra frétta af félögum, sem hafa verið misgóðar. Þannig skilaði sér til dæmis strax í verðþróun bréfa Eimskips fyrir hádegi í gær húsleit sem samkeppnisyfirvöld stóðu í. Bréfin lækkuðu um rúm fimm prósent fyrir hádegi, en réttu sig svo aftur aðeins við þegar leið á daginn. Að mörgu leyti kunni því að teljast heilbrigðismerki á markaðnum að gengi félaga hafi verið misjafnt frá því í sumar, sum hafa hækkað hressilega og önnur lækkað. Uppgjör tryggingafélaganna hafi til dæmis verið nokkuð góð en uppgjör Eimskipafélagsins hafi ekki verið það. Marel hafi lækkað undanfarin misseri vegna dapurlegra uppgjöra á meðan afkoma Haga hafi verið góð og umfram væntingar. Það endurspeglist í hlutabréfaverðinu. Lífeyrissjóðum skorður settarKauphöll ÍslandsEins hefur verð hlutabréfa Icelandair hækkað rækilega, sem þarf ef til vill ekki að koma á óvart í ljósi fregna af stórauknum komum erlendra ferðamanna hingað til lands og vexti í ferðaþjónustu. Verð á hlutabréfum hefur hækkað mikið frá því að botni var náð eftir hrun, án þess þó að um sé að ræða samfelldar hækkanir yfir línuna. Þá hefur hækkun hlutabréfa í sumar átt sér stað samhliða hækkunum á mörkuðum erlendis, þótt hækkun hér hafi ekki verið jafnmikil. Erlendis eru markaðir líka víða sagðir komnir upp fyrir söguleg gildi og kennitölur félaga hér ekki ólíkar því sem sést á erlendum mörkuðum. Almennt eru verðkennitölur sagðar um og yfir hundrað ára meðaltali, í hærri kanti án þess þó að vera nokkurs staðar nærri þeim hæðum sem sáust í netbólunni um aldamótin eða bólunni sem myndaðist í kring um fjármálafyrirtæki fyrir síðasta hrun. Í nýlegri umfjöllun greiningardeildar Arion banka er fjallað um hlut lífeyrissjóðanna á hlutabréfamarkaði hér, en lífeyrissjóðir eiga beint í það minnsta 30 prósent af markaðsvirði íslensku hlutafélaganna á aðallista Kauphallarinnar. Fram kemur í umfjölluninni að svigrúm sjóðanna til fjárfestinga í innlendum hlutabréfum fari nú minnkandi. Hver sjóður má lögum samkvæmt ekki eiga meira en fimmtán prósent af hlutafé félags og ekki meira en tíu prósent í fjármálafyrirtæki. Minnki eftirspurn sjóðanna eftir hlutabréfum má ljóst vera að það hefur áhrif á verð bréfa á markaði. Skuldabréfamarkaður skiptir líka miklu máli„Á komandi mánuðum og misserum er þó útlit fyrir að félögum á innlenda hlutabréfamarkaðinum muni halda áfram að fjölga, en aukið framboð fjárfestingakosta hér heima mun að einhverju leyti veita lífeyrissjóðum aukið svigrúm til fjárfestinga og dreifingar eigna,“ segir í umfjölluninni. Þá telja sérfræðingar ekki merki um að lífeyriskerfið í heild sé að nálgast einhvern endapunkt í fjárfestingum í hlutabréfum þó svo að einhverjir einstakir sjóðir kunni að vera að nálgast hámarkseign í stöku félögum. Eins er bent á að þótt kastljósinu sé gjarnan beint að hlutabréfamarkaði og sveiflum þar þá hafi skuldabréfamarkaður verið á fleygiferð með stanslausum hækkunum frá því fyrir hrun. Skuldabréfamarkaðurinn sé svo aftur grunnurinn að allri verðmyndun, hvort heldur það sé á markaði með hlutabréf, fasteignir eða eitthvað annað. Ekki sé ólíklegt að þar sé ekki síður að leita skýringa á hækkun eignaverðs en í afkomutölum og stemningsfréttum af einstökum mörkuðum.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Upphrópanir um bónusa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira