Smíðar Flying V fyrir Rokkjötna Freyr Bjarnason skrifar 12. september 2013 09:15 Gunnar Örn Sigurðsson er að smíða svokallaðan Flying V-gítar sem verður boðinn upp á Rokkjötnum. fréttablaðið/stefán „Það er heiður að fá að taka þátt í þessu og gaman að láta gott af sér leiða,“ segir Gunnar Örn Sigurðsson. Hann er að smíða svokallaðan Flying V-gítar sem verður boðinn upp á tónlistarhátíðinni Rokkjötnar í Kaplakrika 5. október. Allur ágóði rennur til Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna. Aðspurður segir Gunnar Örn að gítarinn taki mið af þeim sem Addi í Sólstöfum notar á tónleikum. „Ég ætla að reyna að hafa þetta í svipuðum dúr. Hendrix spilaði á svona held ég á einhverjum tímapunkti. Fleiri voru með þetta á sínum tíma eins og Albert King blúsari.“ Gunnar Örn þarf að ljúka við gítarinn um næstu mánaðamót. „Ég er um það bil hálfnaður og þarf aldeilis að halda rétt á spöðunum til að geta klárað hann í tæka tíð,“ segir hann og viðurkennir að gítarinn sé ekki auðveldur í smíðum. „Þetta er gítar sem er gerður úr mahóní. Hálsinn er límdur í vasa, ólíkt Fender-gíturum, og hann þarf að halla út frá endanum á búknum um tvær gráður, þannig að þetta krefst nákvæmni.“ Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Það er heiður að fá að taka þátt í þessu og gaman að láta gott af sér leiða,“ segir Gunnar Örn Sigurðsson. Hann er að smíða svokallaðan Flying V-gítar sem verður boðinn upp á tónlistarhátíðinni Rokkjötnar í Kaplakrika 5. október. Allur ágóði rennur til Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna. Aðspurður segir Gunnar Örn að gítarinn taki mið af þeim sem Addi í Sólstöfum notar á tónleikum. „Ég ætla að reyna að hafa þetta í svipuðum dúr. Hendrix spilaði á svona held ég á einhverjum tímapunkti. Fleiri voru með þetta á sínum tíma eins og Albert King blúsari.“ Gunnar Örn þarf að ljúka við gítarinn um næstu mánaðamót. „Ég er um það bil hálfnaður og þarf aldeilis að halda rétt á spöðunum til að geta klárað hann í tæka tíð,“ segir hann og viðurkennir að gítarinn sé ekki auðveldur í smíðum. „Þetta er gítar sem er gerður úr mahóní. Hálsinn er límdur í vasa, ólíkt Fender-gíturum, og hann þarf að halla út frá endanum á búknum um tvær gráður, þannig að þetta krefst nákvæmni.“
Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira