Meiri hiphop-áhrif hjá Arctic Monkeys Freyr Bjarnason skrifar 12. september 2013 08:00 Rokkararnir í Arctic Monkeys frá Sheffield á Englandi hafa gefið út sína fimmtu breiðskífu. Hún kemur út á vegum Domino og nefnist AM. Upptökustjórn annaðist James Ford sem hefur unnið með hljómsveitinni síðan 2007. Honum til aðstoðar var Ross Orton og fóru upptökurnar fram í Los Angeles og Joshua Tree í Kaliforníu. Gestur á plötunni var Josh Homme úr Queens of the Stone Age, sem var einmitt annar af upptökustjórum þriðju plötu Arctic Monkeys, Humbug. Forsprakki Arctic Monkeys, Alex Turner, var einmitt gestur á nýjustu plötu Queens of the Stone Age, …Like Clockwork. Einnig spiluðu á AM þeir Pete Thomas, sem hefur trommað með Elvis Costello og Tom Waits, og Bill Ryder-Jones, fyrrverandi meðlimur ensku sveitarinnar The Coral. Fyrstu tvær plötur Arctic Monkeys, Whatever People Say I Am, That's What I'm Not og Favourite Worst Nightmare, höfðu yfir sér ungæðislegan blæ þar sem krafturinn var í fyrirrúmi. Tónninn á Humbug var þroskaðri og fágaðri þar sem gítarsóló fengu að njóta sín meira en áður. Síðasta plata, Suck it and See, hafði yfir sér léttara yfirbragð en Humbug og fékk fína dóma eins og flestar plötur Arctic Monkeys hafa fengið. Í viðtali á vefsíðu BBC segir Alex Turner hljómsveitina vera undir áhrifum frá hiphop-tónlist á nýju plötunni. „Textarnir okkar hafa alltaf verið undir áhrifum frá hiphop-tónlist en núna eru áhrifin meira áberandi í lögunum. Við fáum ýmislegt lánað frá þessum heimi á plötunni, þar á meðal trommuhljóminn,“ sagði hann. AM hefur verið sérlega vel tekið af gagnrýnendum. Tímaritin Q og Mojo gefa henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum, rétt eins og blaðið The Guardian. Rolling Stone skellir á hana þremur og hálfri stjörnu af fimm og NME gefur henni fullt hús, eða 10 í einkunn. Þar segir gagnrýnandinn AM vera bestu plötu sveitarinnar og hugsanlega þá bestu sem hefur komið út síðasta áratuginn, hvorki meira né minna. Arctic Monkeys hóf AM-tónleikaferðalagið sitt í maí í Kaliforníu en hljómsveitarmeðlimir búa núna í Los Angeles. Alls verða tónleikarnir sextíu talsins. Fram undan eru tónleikar í Norður-Ameríku og Evrópu það sem eftir lifir ársins. Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Rokkararnir í Arctic Monkeys frá Sheffield á Englandi hafa gefið út sína fimmtu breiðskífu. Hún kemur út á vegum Domino og nefnist AM. Upptökustjórn annaðist James Ford sem hefur unnið með hljómsveitinni síðan 2007. Honum til aðstoðar var Ross Orton og fóru upptökurnar fram í Los Angeles og Joshua Tree í Kaliforníu. Gestur á plötunni var Josh Homme úr Queens of the Stone Age, sem var einmitt annar af upptökustjórum þriðju plötu Arctic Monkeys, Humbug. Forsprakki Arctic Monkeys, Alex Turner, var einmitt gestur á nýjustu plötu Queens of the Stone Age, …Like Clockwork. Einnig spiluðu á AM þeir Pete Thomas, sem hefur trommað með Elvis Costello og Tom Waits, og Bill Ryder-Jones, fyrrverandi meðlimur ensku sveitarinnar The Coral. Fyrstu tvær plötur Arctic Monkeys, Whatever People Say I Am, That's What I'm Not og Favourite Worst Nightmare, höfðu yfir sér ungæðislegan blæ þar sem krafturinn var í fyrirrúmi. Tónninn á Humbug var þroskaðri og fágaðri þar sem gítarsóló fengu að njóta sín meira en áður. Síðasta plata, Suck it and See, hafði yfir sér léttara yfirbragð en Humbug og fékk fína dóma eins og flestar plötur Arctic Monkeys hafa fengið. Í viðtali á vefsíðu BBC segir Alex Turner hljómsveitina vera undir áhrifum frá hiphop-tónlist á nýju plötunni. „Textarnir okkar hafa alltaf verið undir áhrifum frá hiphop-tónlist en núna eru áhrifin meira áberandi í lögunum. Við fáum ýmislegt lánað frá þessum heimi á plötunni, þar á meðal trommuhljóminn,“ sagði hann. AM hefur verið sérlega vel tekið af gagnrýnendum. Tímaritin Q og Mojo gefa henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum, rétt eins og blaðið The Guardian. Rolling Stone skellir á hana þremur og hálfri stjörnu af fimm og NME gefur henni fullt hús, eða 10 í einkunn. Þar segir gagnrýnandinn AM vera bestu plötu sveitarinnar og hugsanlega þá bestu sem hefur komið út síðasta áratuginn, hvorki meira né minna. Arctic Monkeys hóf AM-tónleikaferðalagið sitt í maí í Kaliforníu en hljómsveitarmeðlimir búa núna í Los Angeles. Alls verða tónleikarnir sextíu talsins. Fram undan eru tónleikar í Norður-Ameríku og Evrópu það sem eftir lifir ársins.
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira