Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Boði Logason skrifar 3. október 2025 12:36 Friðrik Dór Jónsson, Rúrik Gíslason, Jón Jónsson, Herra Hnetusmjör og Aron Can eru drengirnir á bak við Iceguys. Iceguys „Pælingin er sú að þessu tímabili er kannski að ljúka en augnablikin lifa að eilífu í hjörtum okkar og hugum,“ segir söngvarinn, og einn meðlimur strákasveitarinnar Iceguys, Friðrik Dór. Strákahljómsveitin frumsýnir nýjasta tónlistarmyndbandið sitt á Vísi í dag. Lagið heitir því skemmtilega nafni Iceguys 4 life. Strákarnir hafa á síðustu árum unnið sér fastan sess í íslensku tónlistarsenunni og eiga orðið aðdáendur á öllum aldri. Horfa má á myndbandið í spilaranum hér fyrir neðan: Friðrik Dór segir í samtali við Vísi að lagið, Iceguys 4 life, sé ákveðinn lokahnykkur á Iceguys-tríólógíuna. „Það eru ansi stór spor sem liggja eftir Iceguys á hinum ýmsu sviðum en ekkert af þessu hefði gerst ef væri ekki fyrir þann fáránlega meðbyr og stuðning sem við höfum fengið hjá þjóðinni. Við erum óendanlega þakklátir fyrir að hafa fengið að sitja í Iceguys-rússíbananum sem á þó eftir eina bunu í fullri lengd,“ segir Friðrik Dór. Hannes Þór Halldórsson, einn eiganda Atlavíkur, sem hefur framleitt þættina um hljómsveitina og tónlistarmyndböndin, sagði í hlaðvarpinu Hlaðfréttir í vikunni að það væri draumur að loka Iceguys-ævintýrinu með bíómynd. „Við erum með sögu sem passar við þættina, og myndi stækka heiminn og gera þetta svolítið international,“ sagði hann. Hljómsveitin hélt eftirminnilega tónleika í Laugardalshöll í fyrra þar sem uppselt var í hvert sæti og stæði. Í desember næstkomandi ætla þeir að endurtaka leikinn og eru enn þá nokkrir miðar lausir. Iceguys hefur meðal annars gefið út lögin Krumla, Gemmér Gemmér og Rúlletta. Mikið hefur verið lagt í myndböndin og er myndbandið við Iceguys 4 life engin undantekning. Myndbandinu er leikstýrt og framleitt af Atlavíkurteyminu, þeim Allani Sigurðssyni, Hannesi Þór Arasyni og Hannesi Þór Halldórssyni. Allan Sigurðsson sá um kvikmyndatöku og klippingu. Upptökur fóru fram í Hljóðrita-stúdíó í Hafnarfirði. Í myndbandinu er að sjá áður óséð myndefni sem skotið var á bak við tjöldin í Iceguys-ævintýrinu. Tónlist Tónleikar á Íslandi Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Líf og fjör í loðnu málverkunum Menning Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Fleiri fréttir Kristinn Svavarsson er látinn Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Strákahljómsveitin frumsýnir nýjasta tónlistarmyndbandið sitt á Vísi í dag. Lagið heitir því skemmtilega nafni Iceguys 4 life. Strákarnir hafa á síðustu árum unnið sér fastan sess í íslensku tónlistarsenunni og eiga orðið aðdáendur á öllum aldri. Horfa má á myndbandið í spilaranum hér fyrir neðan: Friðrik Dór segir í samtali við Vísi að lagið, Iceguys 4 life, sé ákveðinn lokahnykkur á Iceguys-tríólógíuna. „Það eru ansi stór spor sem liggja eftir Iceguys á hinum ýmsu sviðum en ekkert af þessu hefði gerst ef væri ekki fyrir þann fáránlega meðbyr og stuðning sem við höfum fengið hjá þjóðinni. Við erum óendanlega þakklátir fyrir að hafa fengið að sitja í Iceguys-rússíbananum sem á þó eftir eina bunu í fullri lengd,“ segir Friðrik Dór. Hannes Þór Halldórsson, einn eiganda Atlavíkur, sem hefur framleitt þættina um hljómsveitina og tónlistarmyndböndin, sagði í hlaðvarpinu Hlaðfréttir í vikunni að það væri draumur að loka Iceguys-ævintýrinu með bíómynd. „Við erum með sögu sem passar við þættina, og myndi stækka heiminn og gera þetta svolítið international,“ sagði hann. Hljómsveitin hélt eftirminnilega tónleika í Laugardalshöll í fyrra þar sem uppselt var í hvert sæti og stæði. Í desember næstkomandi ætla þeir að endurtaka leikinn og eru enn þá nokkrir miðar lausir. Iceguys hefur meðal annars gefið út lögin Krumla, Gemmér Gemmér og Rúlletta. Mikið hefur verið lagt í myndböndin og er myndbandið við Iceguys 4 life engin undantekning. Myndbandinu er leikstýrt og framleitt af Atlavíkurteyminu, þeim Allani Sigurðssyni, Hannesi Þór Arasyni og Hannesi Þór Halldórssyni. Allan Sigurðsson sá um kvikmyndatöku og klippingu. Upptökur fóru fram í Hljóðrita-stúdíó í Hafnarfirði. Í myndbandinu er að sjá áður óséð myndefni sem skotið var á bak við tjöldin í Iceguys-ævintýrinu.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Líf og fjör í loðnu málverkunum Menning Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Fleiri fréttir Kristinn Svavarsson er látinn Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira