Sópar til sín verðlaunum ytra 14. september 2013 11:00 "Það hefur aldrei komið upp þessi stóra spurning hjá mér: Vil ég fara til Íslands eða ekki? Líf mitt hefur einfaldlega bara æxlast þannig að ég hef verið um kyrrt.“ Fréttablaðið/Arnþór "Við erum kannski að uppskera núna fyrir það hversu mikið álag er búið að vera á okkur, því að baki okkar starfi liggur miklu meira en venjuleg dagvinna. En þetta er lífið sem við veljum okkur. Arkitektúrinn er í raun lífsstíll,“ segir Jórunn Ragnarsdóttir arkitekt þegar hún er spurð út í hin stóru verðlaun Deutscher Architekturpreis 2013 sem hún, Arno Lederer, Marc Oei og samstarfsfólk á teiknistofu þeirra í Stuttgart í Þýskalandi fékk í sumar. „Ég vil ekki ýkja neitt en við fáum verðlaun fyrir nánast allar byggingar sem við gerum,“ segir Jórunn eins og ekkert sé sjálfsagðara en viðurkennir að Deutscher Architekturpreis 2013 séu mjög eftirsóknarverð. „Þetta eru æðstu verðlaun sem hægt er að hljóta í Þýskalandi – og þess vegna í Evrópu. Það var mikil veisla með mörg hundruð manns hjá menningarráðuneytinu í Berlín 12. júlí síðastliðinn þegar okkur voru afhent þau. Auðvitað er gaman að hljóta slíkan heiður, ekki síst af því við höfum alltaf farið ótroðnar slóðir og ekki fylgt fjöldanum. Við fengum verðlaunin fyrir byggingu sem heitir Kunstmuseum Ravensburg og hýsir safn hjónanna Selinka sem áttu mikið af fagurri list. En þessi verðlaun eru ekki bara veitt fyrir eina byggingu heldur fyrir lífsverk.“ Verðlaunaféð var 30 þúsund evrur að sögn Jórunnar og eins og í leiknum Frúin í Hamborg er hún spurð hvað hún hafi gert við peningana. „Við fórum með alla teiknistofuna í fimm daga ferð til Mílanó. Það kostaði reyndar meira en 30 þúsund evrur því við flugum öll og vorum á fínu hóteli. Þegar verið er að veita svona verðlaun þá eru þau ekki persónuleg að mínu mati heldur er það allur hópurinn sem fær þau. Við erum með svo stór og mörg verk og arkitektúr er alltaf samvinnuverkefni.“Þráði að komast til útlanda Það eru 37 ár frá því Jórunn flutti frá Íslandi til Þýskalands en hún er í stuttu stoppi á Íslandi þegar við mælum okkur mót. „Ég er eiginlega búin að vera tvo þriðju hluta ævi minnar úti,“ segir hún. „Fór 19 ára til Stuttgart, fljótlega eftir stúdentspróf og hef verið þar allar götur síðan. Það var ekki jafn sjálfsagt að fara úr landi þá og það er í dag þegar fólk er úti um allar trissur. Ég bara hafði þessa þrá, að komast til útlanda, og held að hún sé að vissu leyti ástæða þess að ég valdi þetta nám. Ég hafði reyndar alltaf áhuga á arkitektúr en ég var eiginlega krakki sem hafði áhuga á öllu, var í ballett, spilaði á píanó og var að gera alls konar hluti. Svo komst ég að því að það var ekkert hægt að læra arkitektúr á Íslandi þannig að ég gat slegið þarna tvær flugur í einu höggi. Ég var heppin með skóla. Það er mjög mikil hefð fyrir byggingarlist í háskólanum í Stuttgart, það skiptir máli því kennararnir í svona skólum móta nemendur mikið.“ Eftir námið í Stuttgart kveðst Jórunn hafa verið búin að fá DAAD-styrk til frekara náms í Japan en ungur maður hafi verið kominn inn í líf hennar og hún strax verið orðin ófrísk. „Það varð úr að ég hætti við þessa ferð til Japan, tók ákvörðun um að eiga mitt barn og vera áfram í Þýskalandi hjá þessum manni. Eitt veldur öðru. Það hefur aldrei komið upp þessi stóra spurning hjá mér: Vil ég fara til Íslands eða ekki? Líf mitt hefur einfaldlega bara æxlast þannig að ég hef verið um kyrrt. Maðurinn minn var að stofna arkitektafyrirtæki þegar við kynntumst og við byrjuðum tvö með þann rekstur. Svo hefur þetta smám saman undið upp á sig og nú erum við komin með mjög stórt batterí, 40 arkitekta og svona sex stúdenta í arkitektúrnámi.“ Hún segir þriðja eigandanum hafa verið bætt við af fjölskylduástæðum. „Þegar ég eignast þriðja strákinn var ég svolítið frá vinnu í tvö ár, enda með þrjú lítil börn. Þá gerðum við Marc Oei að meðeiganda því hann var langbesti starfsmaðurinn okkar og hefur verið með okkur síðan.“ Jórunn segist oft spurð að því hvort það sé ekki leiðinlegt fyrir hjón að vera í sama starfi. „Ég bara gæti ekki hugsað mér öðruvísi líf. Þegar við ferðumst þá erum við með sömu áhugamálin en við getum auðvitað alveg stjórnað því hvort við ræðum einhver vandamál á teiknistofunni á kvöldin eða spjöllum um eitthvað annað.“Ein fallegasta fagbók ársins Það eru ekki bara arkitektaverðlaun sem Jórunn sogar til sín heldur var bók sem fyrirtæki hennar gaf út í lok síðasta árs að fá viðurkenningu í flokknum fallegasta fagbók ársins 2013 í Þýskalandi. Bókin heitir einfaldlega Lederer Ragnarsdóttir Oei og inniheldur myndir af öllum arkitektaverkum þremenninganna frá 1979 fram í september í fyrra. Heljarinnar framtak og þess má geta að bókin fæst í Eymundson. „Við áttum að baki svo mörg verkefni og á mismunandi tölvuforritum, sum reyndar alls ekki í tölvu því þau eru svo gömul, þannig að við ákváðum að taka þau saman í bók, til að afkomendur okkar þurfi ekki að grafa þessar upplýsingar upp eftir 50 ár. Við gerðum bókina sjálf og vönduðum okkur við hana en fengum bókaforlag til að prenta hana og dreifa henni. Samhliða myndum af byggingunum settum við inn teikningar af öllum byggingunum svo og svæðunum sem þær standa á, hvernig þau voru áður og hvernig á eftir.“ Jórunn og hennar fyrirtæki vinnur einungis við opinberar byggingar og þarf alltaf að sigra samkeppnir til að fá verkefnin. „Við tökum að okkur verk og sjáum um þau þar til þau eru tilbúin. Höfum byggt fjöldann allan af skólum, grunnskóla, menntaskóla og háskóla. Vorum að ljúka við einn Rudolf Steiner skóla, þann fjórða í röðinni. Nú erum við líka að byggja töluvert af söfnum. Til dæmis nýja sögusafnið í Frankfurt sem er alveg við „Römer“, í hjarta borgarinnar. Vorum að ljúka við borgarsafn í Ludwigsburg og erum bæði með borgarminjasafn og landsbókasafn í Stuttgart.“ Hún segir umhverfið sem byggt sé í skipta mestu máli. Nýrri byggingu fylgir alltaf einhver breyting en við kappkostum að hún standi þannig að stærð, hæð og stöðu, gerð og efnisvali að hún styrki umhverfið í kringum sig. Mesta hólið sem við fáum er í raun ef fólk heldur að sú bygging hafi alltaf verið þarna.“Er í raun „farna“ systirin Jórunn er fædd á Akureyri en alin upp í Reykjavík og kveðst minnast æsku sinnar með ljúfum hætti. „Mig skorti aldrei neitt,“ segir hún og gerir síðan grein fyrir sínum nánustu. „Pabbi hét Ragnar Júlíusson. Hann dó 1998. Mamma heitir Jóna Ingibjörg Guðmundsdóttir. Ég á fjögur systkini, bræðurna Guðmund og Magnús og systurnar Steinunni og Rögnu Jónu. Ég er í rauninni bara „farna“ systirin, sú sem fór því ég hef ekkert komið mikið hingað heim. Við höfum þó komið tvö jól í röð og ætlum að koma um næstu jól. Eftir að við keyptum íbúð hér er það minna mál af því við erum með fjóra stráka. Þeir eru sautján til tuttugu og níu ára. Sá elsti er skurðlæknir í Berlín, það er Andri, Sindri er fiðluleikari, er í Nótos píanókvartett. Svo á ég einn sem heitir Sölvi sem er að læra arkitektúr í Weimar og sá yngsti er nýkominn frá Kanda þar sem hann var skiptinemi. Þeir eru allir Rudolf Steiner-börn.“ Jórunn talar svo fagra og hreina íslensku þrátt fyrir 37 ára útlegð að undrun sætir. Hvernig fer hún að þessu? „Bara með því að spjalla við fjölskylduna í símann. Svo umgengst ég líka Íslendinga í Þýskalandi en við tölum ekki íslensku á heimilinu að staðaldri. Þegar ég var með strákana litla var ég samt alltaf með íslenskar au pair stúlkur. Það var alveg frábært. Því tala allir strákarnir íslensku þótt ekki sé hún fullkomin. Tveir þeir eldri tala hana betur en hinir því þeir nutu lengri samvista við íslensku stúlkurnar.“Hundurinn eins og íþróttaþjálfari Um tíma var Jórunn prófessor í listaakademíunni í Düsseldorf en segir það hreinlega hafa verið of mikið álag. „Þegar ég var að kenna var ég tvo daga í burtu og náði varla andanum, ég hafði svo mikið að gera. Maðurinn minn hefur verið prófessor í háskólanum í Stuttgart í 28 ár, þrjá daga í viku, og það gekk ekki að ég væri líka í burtu, enda er teiknistofan svo stór hluti af tilveru minni. Ég hafði samt mjög gaman af að kenna en ég er líka alltaf að því á teiknistofunni því þar erum við alltaf með ungt fólk í námi og tengjum það inn í það sem við erum að gera.“ Hún segir mikinn jöfnuð í fyrirtækinu og telur skúringakonuna alveg jafn mikilvæga og aðra starfsmenn því hún vinni sitt starf vel. „Lykillinn á bak við það að fólk sé tilbúið að vinna með manni er að umgangast það af virðingu,“ segir hún. Nú er Jórunn nýbúin að fá sér hund og þegar haft er orð á að umhirða hans hljóti að taka tíma segir hún hlæjandi: „Ég fékk mér hundinn til þess að hafa tíma. Maðurinn minn las fyrir mig sögu eftir Thomas Mann sem heitir Herr und Hund, stutt saga um samband höfundarins við hundinn sinn. Ég varð svo heilluð að ég hugsaði: Oh, þetta langar mig að upplifa áður en yfir lýkur – en ég hef aldrei verið fyrir hunda. Gekk með þessa hugmynd í eitt og hálft ár og nú er ég búin að fá Bruno, svartan púðluhund. Ég fer með hann út á morgnana að hlaupa milli sex og sjö, í hádeginu förum við í klukkutíma út og áður en við förum að sofa förum við hjónin bæði með hann í göngutúr. Hann er bara eins og minn íþróttaþjálfari því ég er ekkert í líkamsræktarstöðvum. „Ég lifi öðruvísi lífi en margar kynsystur mínar. Er ekki í neinu félagi, eða hóp. Þegar ég heyri í vinkonum mínum hér eru þær í gönguhópum, saumaklúbbnum, danstímum og úti um allt með hinum hópnum eða þessum. Þetta bara þekki ég ekki og er sjálfsagt að missa af einhverju.“ Henni finnst Ísland vera mikið neysluþjóðfélag. „Fólk þarf alltaf að vera að kaupa eitthvað hér,“ segir hún. „Það er mér algerlega framandi. Eða hvað þarf maður til að vera hamingjusamur? Góða heilsu, gott skap og húmor!“ Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
"Við erum kannski að uppskera núna fyrir það hversu mikið álag er búið að vera á okkur, því að baki okkar starfi liggur miklu meira en venjuleg dagvinna. En þetta er lífið sem við veljum okkur. Arkitektúrinn er í raun lífsstíll,“ segir Jórunn Ragnarsdóttir arkitekt þegar hún er spurð út í hin stóru verðlaun Deutscher Architekturpreis 2013 sem hún, Arno Lederer, Marc Oei og samstarfsfólk á teiknistofu þeirra í Stuttgart í Þýskalandi fékk í sumar. „Ég vil ekki ýkja neitt en við fáum verðlaun fyrir nánast allar byggingar sem við gerum,“ segir Jórunn eins og ekkert sé sjálfsagðara en viðurkennir að Deutscher Architekturpreis 2013 séu mjög eftirsóknarverð. „Þetta eru æðstu verðlaun sem hægt er að hljóta í Þýskalandi – og þess vegna í Evrópu. Það var mikil veisla með mörg hundruð manns hjá menningarráðuneytinu í Berlín 12. júlí síðastliðinn þegar okkur voru afhent þau. Auðvitað er gaman að hljóta slíkan heiður, ekki síst af því við höfum alltaf farið ótroðnar slóðir og ekki fylgt fjöldanum. Við fengum verðlaunin fyrir byggingu sem heitir Kunstmuseum Ravensburg og hýsir safn hjónanna Selinka sem áttu mikið af fagurri list. En þessi verðlaun eru ekki bara veitt fyrir eina byggingu heldur fyrir lífsverk.“ Verðlaunaféð var 30 þúsund evrur að sögn Jórunnar og eins og í leiknum Frúin í Hamborg er hún spurð hvað hún hafi gert við peningana. „Við fórum með alla teiknistofuna í fimm daga ferð til Mílanó. Það kostaði reyndar meira en 30 þúsund evrur því við flugum öll og vorum á fínu hóteli. Þegar verið er að veita svona verðlaun þá eru þau ekki persónuleg að mínu mati heldur er það allur hópurinn sem fær þau. Við erum með svo stór og mörg verk og arkitektúr er alltaf samvinnuverkefni.“Þráði að komast til útlanda Það eru 37 ár frá því Jórunn flutti frá Íslandi til Þýskalands en hún er í stuttu stoppi á Íslandi þegar við mælum okkur mót. „Ég er eiginlega búin að vera tvo þriðju hluta ævi minnar úti,“ segir hún. „Fór 19 ára til Stuttgart, fljótlega eftir stúdentspróf og hef verið þar allar götur síðan. Það var ekki jafn sjálfsagt að fara úr landi þá og það er í dag þegar fólk er úti um allar trissur. Ég bara hafði þessa þrá, að komast til útlanda, og held að hún sé að vissu leyti ástæða þess að ég valdi þetta nám. Ég hafði reyndar alltaf áhuga á arkitektúr en ég var eiginlega krakki sem hafði áhuga á öllu, var í ballett, spilaði á píanó og var að gera alls konar hluti. Svo komst ég að því að það var ekkert hægt að læra arkitektúr á Íslandi þannig að ég gat slegið þarna tvær flugur í einu höggi. Ég var heppin með skóla. Það er mjög mikil hefð fyrir byggingarlist í háskólanum í Stuttgart, það skiptir máli því kennararnir í svona skólum móta nemendur mikið.“ Eftir námið í Stuttgart kveðst Jórunn hafa verið búin að fá DAAD-styrk til frekara náms í Japan en ungur maður hafi verið kominn inn í líf hennar og hún strax verið orðin ófrísk. „Það varð úr að ég hætti við þessa ferð til Japan, tók ákvörðun um að eiga mitt barn og vera áfram í Þýskalandi hjá þessum manni. Eitt veldur öðru. Það hefur aldrei komið upp þessi stóra spurning hjá mér: Vil ég fara til Íslands eða ekki? Líf mitt hefur einfaldlega bara æxlast þannig að ég hef verið um kyrrt. Maðurinn minn var að stofna arkitektafyrirtæki þegar við kynntumst og við byrjuðum tvö með þann rekstur. Svo hefur þetta smám saman undið upp á sig og nú erum við komin með mjög stórt batterí, 40 arkitekta og svona sex stúdenta í arkitektúrnámi.“ Hún segir þriðja eigandanum hafa verið bætt við af fjölskylduástæðum. „Þegar ég eignast þriðja strákinn var ég svolítið frá vinnu í tvö ár, enda með þrjú lítil börn. Þá gerðum við Marc Oei að meðeiganda því hann var langbesti starfsmaðurinn okkar og hefur verið með okkur síðan.“ Jórunn segist oft spurð að því hvort það sé ekki leiðinlegt fyrir hjón að vera í sama starfi. „Ég bara gæti ekki hugsað mér öðruvísi líf. Þegar við ferðumst þá erum við með sömu áhugamálin en við getum auðvitað alveg stjórnað því hvort við ræðum einhver vandamál á teiknistofunni á kvöldin eða spjöllum um eitthvað annað.“Ein fallegasta fagbók ársins Það eru ekki bara arkitektaverðlaun sem Jórunn sogar til sín heldur var bók sem fyrirtæki hennar gaf út í lok síðasta árs að fá viðurkenningu í flokknum fallegasta fagbók ársins 2013 í Þýskalandi. Bókin heitir einfaldlega Lederer Ragnarsdóttir Oei og inniheldur myndir af öllum arkitektaverkum þremenninganna frá 1979 fram í september í fyrra. Heljarinnar framtak og þess má geta að bókin fæst í Eymundson. „Við áttum að baki svo mörg verkefni og á mismunandi tölvuforritum, sum reyndar alls ekki í tölvu því þau eru svo gömul, þannig að við ákváðum að taka þau saman í bók, til að afkomendur okkar þurfi ekki að grafa þessar upplýsingar upp eftir 50 ár. Við gerðum bókina sjálf og vönduðum okkur við hana en fengum bókaforlag til að prenta hana og dreifa henni. Samhliða myndum af byggingunum settum við inn teikningar af öllum byggingunum svo og svæðunum sem þær standa á, hvernig þau voru áður og hvernig á eftir.“ Jórunn og hennar fyrirtæki vinnur einungis við opinberar byggingar og þarf alltaf að sigra samkeppnir til að fá verkefnin. „Við tökum að okkur verk og sjáum um þau þar til þau eru tilbúin. Höfum byggt fjöldann allan af skólum, grunnskóla, menntaskóla og háskóla. Vorum að ljúka við einn Rudolf Steiner skóla, þann fjórða í röðinni. Nú erum við líka að byggja töluvert af söfnum. Til dæmis nýja sögusafnið í Frankfurt sem er alveg við „Römer“, í hjarta borgarinnar. Vorum að ljúka við borgarsafn í Ludwigsburg og erum bæði með borgarminjasafn og landsbókasafn í Stuttgart.“ Hún segir umhverfið sem byggt sé í skipta mestu máli. Nýrri byggingu fylgir alltaf einhver breyting en við kappkostum að hún standi þannig að stærð, hæð og stöðu, gerð og efnisvali að hún styrki umhverfið í kringum sig. Mesta hólið sem við fáum er í raun ef fólk heldur að sú bygging hafi alltaf verið þarna.“Er í raun „farna“ systirin Jórunn er fædd á Akureyri en alin upp í Reykjavík og kveðst minnast æsku sinnar með ljúfum hætti. „Mig skorti aldrei neitt,“ segir hún og gerir síðan grein fyrir sínum nánustu. „Pabbi hét Ragnar Júlíusson. Hann dó 1998. Mamma heitir Jóna Ingibjörg Guðmundsdóttir. Ég á fjögur systkini, bræðurna Guðmund og Magnús og systurnar Steinunni og Rögnu Jónu. Ég er í rauninni bara „farna“ systirin, sú sem fór því ég hef ekkert komið mikið hingað heim. Við höfum þó komið tvö jól í röð og ætlum að koma um næstu jól. Eftir að við keyptum íbúð hér er það minna mál af því við erum með fjóra stráka. Þeir eru sautján til tuttugu og níu ára. Sá elsti er skurðlæknir í Berlín, það er Andri, Sindri er fiðluleikari, er í Nótos píanókvartett. Svo á ég einn sem heitir Sölvi sem er að læra arkitektúr í Weimar og sá yngsti er nýkominn frá Kanda þar sem hann var skiptinemi. Þeir eru allir Rudolf Steiner-börn.“ Jórunn talar svo fagra og hreina íslensku þrátt fyrir 37 ára útlegð að undrun sætir. Hvernig fer hún að þessu? „Bara með því að spjalla við fjölskylduna í símann. Svo umgengst ég líka Íslendinga í Þýskalandi en við tölum ekki íslensku á heimilinu að staðaldri. Þegar ég var með strákana litla var ég samt alltaf með íslenskar au pair stúlkur. Það var alveg frábært. Því tala allir strákarnir íslensku þótt ekki sé hún fullkomin. Tveir þeir eldri tala hana betur en hinir því þeir nutu lengri samvista við íslensku stúlkurnar.“Hundurinn eins og íþróttaþjálfari Um tíma var Jórunn prófessor í listaakademíunni í Düsseldorf en segir það hreinlega hafa verið of mikið álag. „Þegar ég var að kenna var ég tvo daga í burtu og náði varla andanum, ég hafði svo mikið að gera. Maðurinn minn hefur verið prófessor í háskólanum í Stuttgart í 28 ár, þrjá daga í viku, og það gekk ekki að ég væri líka í burtu, enda er teiknistofan svo stór hluti af tilveru minni. Ég hafði samt mjög gaman af að kenna en ég er líka alltaf að því á teiknistofunni því þar erum við alltaf með ungt fólk í námi og tengjum það inn í það sem við erum að gera.“ Hún segir mikinn jöfnuð í fyrirtækinu og telur skúringakonuna alveg jafn mikilvæga og aðra starfsmenn því hún vinni sitt starf vel. „Lykillinn á bak við það að fólk sé tilbúið að vinna með manni er að umgangast það af virðingu,“ segir hún. Nú er Jórunn nýbúin að fá sér hund og þegar haft er orð á að umhirða hans hljóti að taka tíma segir hún hlæjandi: „Ég fékk mér hundinn til þess að hafa tíma. Maðurinn minn las fyrir mig sögu eftir Thomas Mann sem heitir Herr und Hund, stutt saga um samband höfundarins við hundinn sinn. Ég varð svo heilluð að ég hugsaði: Oh, þetta langar mig að upplifa áður en yfir lýkur – en ég hef aldrei verið fyrir hunda. Gekk með þessa hugmynd í eitt og hálft ár og nú er ég búin að fá Bruno, svartan púðluhund. Ég fer með hann út á morgnana að hlaupa milli sex og sjö, í hádeginu förum við í klukkutíma út og áður en við förum að sofa förum við hjónin bæði með hann í göngutúr. Hann er bara eins og minn íþróttaþjálfari því ég er ekkert í líkamsræktarstöðvum. „Ég lifi öðruvísi lífi en margar kynsystur mínar. Er ekki í neinu félagi, eða hóp. Þegar ég heyri í vinkonum mínum hér eru þær í gönguhópum, saumaklúbbnum, danstímum og úti um allt með hinum hópnum eða þessum. Þetta bara þekki ég ekki og er sjálfsagt að missa af einhverju.“ Henni finnst Ísland vera mikið neysluþjóðfélag. „Fólk þarf alltaf að vera að kaupa eitthvað hér,“ segir hún. „Það er mér algerlega framandi. Eða hvað þarf maður til að vera hamingjusamur? Góða heilsu, gott skap og húmor!“
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira