Lögleg fíkniefni Mikael Torfason skrifar 16. september 2013 07:00 Í fréttum Stöðvar 2 hefur verið fjallað um nýjasta æðið í fíkniefnaheiminum; Mollý, eða MDMA, sem er „amfetamínefni sem hefur um leið skynbreytandi verkun,“ samkvæmt Þórarni Tyrfingssyni, yfirlækni á Vogi. Við notkun á efninu er hætta á skyndidauða en unga fólkið okkar ánetjast því auðveldlega. Þá er efnið „oft glugginn inn í amfetamínneyslu, sem er alvarlegasta fíkn á Íslandi og hefur í för með sér mikla fylgikvilla og mörg dauðsföll,“ segir Þórarinn. Gott og vel. Þetta eru nýjustu fréttir úr fíkniefnaheiminum. Alltaf er bryddað upp á einhverju nýju sem grípur unga fólkið og þau sem eru veikust fyrir. Eftirspurn eftir fíkniefnum er mikil og við lítum því miður enn á fíkniefnavandann sem lögreglu- og dómsmál en ekki heilbrigðis- og félagsvandamál fyrst og fremst. Fíkniefnaneytandinn er sjúklingur með alvarlegan sjúkdóm en ekki endilega glæpamaður. Þetta kom Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, inn á í grein í Mogganum í síðustu viku. Í viðtali á Vísi telur Jón Steinar sig greina viðhorfsbreytingu í þá átt að fólk geri sér í auknum mæli grein fyrir því að eina leiðin til að takast á við fíkniefnavandann sé lögleiðing fíkniefna. „Við bætum ekki þetta ástand með því að búa til neðanjarðarheim þar sem við nærum glæpamennsku við að stjórna þeim heimi, tökum hann burtu frá löggæslunni. Og dæmum svo börnin okkar út úr samfélaginu ef þau stíga feilspor í þessu og fara að neyta þessara fíkniefna. Þetta eru þau einföldu sannindi sem ég er að benda á,“ sagði Jón Steinar. Ekki er þetta í fyrsta sinn sem Jón Steinar kemur þessum sjónarmiðum sínum á framfæri og hann bendir á þann tvískinnung þeirra sem meira mega sín í samfélaginu að banna dópið en leyfa brennivínið. Allt eru þetta jú fíkniefni sem hafa skaðleg áhrif á samfélagið okkar. Næstum fimmti hver karlmaður á Íslandi fer á Vog einhvern tíma á lífsleiðinni. Hér á árum áður voru þetta mest drykkjumenn sem þangað sóttu í meðferð. Í dag eru konur orðnar þriðjungur sjúklingahópsins og vandamál bæði kvenna og karla miklu fjölbreyttari. Drykkjufólk blandar nú saman neyslu hins löglega áfengis við alls konar dóp; bæði læknadóp og svokölluð götulyf. Þannig er sjúkdómurinn orðinn illvígari og flóknari en var. Lengi var hinn dæmigerði sjúklingur á Vogi miðaldra karlmaður en nú er meirihluti sjúklinga ungmenni um tvítugt sem eiga allt lífið fram undan – ef í boði er meðferð og skynsamleg meðferðarúrræði. Fangelsin eru full af fíklum. Talið er að nærri 90 prósent fanga á Íslandi séu haldnir vímuefnafíkn og í dag bíða 466 einstaklingar eftir afplánun. Stærstur hluti glæpanna tengist fíkniefnum eða fíkniefnaneyslu með einum eða öðrum hætti. Þetta er ein af helstu meinsemdum íslensks samfélags; stórt, flókið og umfangsmikið vandamál sem krefst annarra úrlausna en við beitum í dag. Vandséð er vitið í því að vilja verja aðferðirnar með kjafti og klóm aðferðanna vegna og þeirra sem við þær starfa, þegar flest bendir til þess að ástandið fari versnandi dag frá degi. Hlýtur það ekki að blasa við? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Í fréttum Stöðvar 2 hefur verið fjallað um nýjasta æðið í fíkniefnaheiminum; Mollý, eða MDMA, sem er „amfetamínefni sem hefur um leið skynbreytandi verkun,“ samkvæmt Þórarni Tyrfingssyni, yfirlækni á Vogi. Við notkun á efninu er hætta á skyndidauða en unga fólkið okkar ánetjast því auðveldlega. Þá er efnið „oft glugginn inn í amfetamínneyslu, sem er alvarlegasta fíkn á Íslandi og hefur í för með sér mikla fylgikvilla og mörg dauðsföll,“ segir Þórarinn. Gott og vel. Þetta eru nýjustu fréttir úr fíkniefnaheiminum. Alltaf er bryddað upp á einhverju nýju sem grípur unga fólkið og þau sem eru veikust fyrir. Eftirspurn eftir fíkniefnum er mikil og við lítum því miður enn á fíkniefnavandann sem lögreglu- og dómsmál en ekki heilbrigðis- og félagsvandamál fyrst og fremst. Fíkniefnaneytandinn er sjúklingur með alvarlegan sjúkdóm en ekki endilega glæpamaður. Þetta kom Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, inn á í grein í Mogganum í síðustu viku. Í viðtali á Vísi telur Jón Steinar sig greina viðhorfsbreytingu í þá átt að fólk geri sér í auknum mæli grein fyrir því að eina leiðin til að takast á við fíkniefnavandann sé lögleiðing fíkniefna. „Við bætum ekki þetta ástand með því að búa til neðanjarðarheim þar sem við nærum glæpamennsku við að stjórna þeim heimi, tökum hann burtu frá löggæslunni. Og dæmum svo börnin okkar út úr samfélaginu ef þau stíga feilspor í þessu og fara að neyta þessara fíkniefna. Þetta eru þau einföldu sannindi sem ég er að benda á,“ sagði Jón Steinar. Ekki er þetta í fyrsta sinn sem Jón Steinar kemur þessum sjónarmiðum sínum á framfæri og hann bendir á þann tvískinnung þeirra sem meira mega sín í samfélaginu að banna dópið en leyfa brennivínið. Allt eru þetta jú fíkniefni sem hafa skaðleg áhrif á samfélagið okkar. Næstum fimmti hver karlmaður á Íslandi fer á Vog einhvern tíma á lífsleiðinni. Hér á árum áður voru þetta mest drykkjumenn sem þangað sóttu í meðferð. Í dag eru konur orðnar þriðjungur sjúklingahópsins og vandamál bæði kvenna og karla miklu fjölbreyttari. Drykkjufólk blandar nú saman neyslu hins löglega áfengis við alls konar dóp; bæði læknadóp og svokölluð götulyf. Þannig er sjúkdómurinn orðinn illvígari og flóknari en var. Lengi var hinn dæmigerði sjúklingur á Vogi miðaldra karlmaður en nú er meirihluti sjúklinga ungmenni um tvítugt sem eiga allt lífið fram undan – ef í boði er meðferð og skynsamleg meðferðarúrræði. Fangelsin eru full af fíklum. Talið er að nærri 90 prósent fanga á Íslandi séu haldnir vímuefnafíkn og í dag bíða 466 einstaklingar eftir afplánun. Stærstur hluti glæpanna tengist fíkniefnum eða fíkniefnaneyslu með einum eða öðrum hætti. Þetta er ein af helstu meinsemdum íslensks samfélags; stórt, flókið og umfangsmikið vandamál sem krefst annarra úrlausna en við beitum í dag. Vandséð er vitið í því að vilja verja aðferðirnar með kjafti og klóm aðferðanna vegna og þeirra sem við þær starfa, þegar flest bendir til þess að ástandið fari versnandi dag frá degi. Hlýtur það ekki að blasa við?