Lært af Þjóðverjum Sara McMahon skrifar 17. september 2013 07:00 Ég dvaldi á þýskri grundu um helgina, svolgraði öl, hámaði í mig bratwurst og rifjaði upp þýskuna sem ég taldi fyrir löngu horfna. Þótt ferðin hafi aðallega einkennst af drykkju, ofáti og eyðslu duttum við samferðafólk mitt líka stundum í hlutverk mannfræðinga – pældum þá í viðmóti, þjóðareinkennum, skipulagi og annarri hegðun heimamanna og bárum saman við eigin menningu. Sjálfri þótti mér Þjóðverjinn upp til hópa viðmótsþýður og þokkalega skipulagður, sem er mikill kostur. Ég hef mjög gaman af góðu skipulagi, enda er gott skipulag gulli betra. Ég tók sérstaklega eftir því að viðmót heimamanna í garð glaðlyndra og kærulausra Íslendinga var á stundum ekki ólíkt því sem foreldri sýnir óþægu barni. Þeir brostu þolinmóðir en reyndu á sama tíma að leiðbeina villuráfandi sauðum: „Afsakið. Hvaðan tókuð þið þetta borð? Það má ekki taka útiborð annarra veitingastaða og bera hingað. Það er ekki vel liðið,“ sagði ung þjónustustúlka brosandi og veifaði vísifingri áminnandi í átt til okkar. Við lofuðum auðvitað bót og betrun og fullvissuðum hana um að við myndum láta af þeim mikla ósið sem borðstuldur er. Svo voru aðrir mjög kátir og frjálslegir, eins og stóri húðflúraði maðurinn sem seldi útsaumaða blúndupoka sem fylltir voru með lofnarblómum, eða lavender eins og aðrar Evrópuþjóðir kalla plöntuna. Eiginkona hans hannaði og saumaði pokana en hann sá um verslunarreksturinn. Hann sagði mér að honum leiddist oft í vinnunni, því hann væri bara einn í búðinni. Þess vegna reyndi hann alltaf að halda viðskiptavinum sínum á svolitlu snakki. Svo má ekki gleyma öryggisverðinum á flugvellinum í Frankfurt sem stóð og starði á strolluna er hún teymdi ferðatöskur á eftir sér á leið út í þýskt haustið (að þau héldu). „Er ekkert þeirra að lesa á merkingarnar?“ spurði hann kollega sinn sem svaraði neitandi. Sá fyrri taldi því best að grípa í taumana og benti hópnum góðlátlega á að útgangurinn væri beint áfram, þarna til vinstri. Þangað sem hópurinn var kominn voru skrifstofur tollvarðanna. Það má ýmislegt læra af þeim þýsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun
Ég dvaldi á þýskri grundu um helgina, svolgraði öl, hámaði í mig bratwurst og rifjaði upp þýskuna sem ég taldi fyrir löngu horfna. Þótt ferðin hafi aðallega einkennst af drykkju, ofáti og eyðslu duttum við samferðafólk mitt líka stundum í hlutverk mannfræðinga – pældum þá í viðmóti, þjóðareinkennum, skipulagi og annarri hegðun heimamanna og bárum saman við eigin menningu. Sjálfri þótti mér Þjóðverjinn upp til hópa viðmótsþýður og þokkalega skipulagður, sem er mikill kostur. Ég hef mjög gaman af góðu skipulagi, enda er gott skipulag gulli betra. Ég tók sérstaklega eftir því að viðmót heimamanna í garð glaðlyndra og kærulausra Íslendinga var á stundum ekki ólíkt því sem foreldri sýnir óþægu barni. Þeir brostu þolinmóðir en reyndu á sama tíma að leiðbeina villuráfandi sauðum: „Afsakið. Hvaðan tókuð þið þetta borð? Það má ekki taka útiborð annarra veitingastaða og bera hingað. Það er ekki vel liðið,“ sagði ung þjónustustúlka brosandi og veifaði vísifingri áminnandi í átt til okkar. Við lofuðum auðvitað bót og betrun og fullvissuðum hana um að við myndum láta af þeim mikla ósið sem borðstuldur er. Svo voru aðrir mjög kátir og frjálslegir, eins og stóri húðflúraði maðurinn sem seldi útsaumaða blúndupoka sem fylltir voru með lofnarblómum, eða lavender eins og aðrar Evrópuþjóðir kalla plöntuna. Eiginkona hans hannaði og saumaði pokana en hann sá um verslunarreksturinn. Hann sagði mér að honum leiddist oft í vinnunni, því hann væri bara einn í búðinni. Þess vegna reyndi hann alltaf að halda viðskiptavinum sínum á svolitlu snakki. Svo má ekki gleyma öryggisverðinum á flugvellinum í Frankfurt sem stóð og starði á strolluna er hún teymdi ferðatöskur á eftir sér á leið út í þýskt haustið (að þau héldu). „Er ekkert þeirra að lesa á merkingarnar?“ spurði hann kollega sinn sem svaraði neitandi. Sá fyrri taldi því best að grípa í taumana og benti hópnum góðlátlega á að útgangurinn væri beint áfram, þarna til vinstri. Þangað sem hópurinn var kominn voru skrifstofur tollvarðanna. Það má ýmislegt læra af þeim þýsku.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun