Menning

Öll fjölskyldan saman á kvikmyndahátíð

Mamma ég elska þig
Mamma ég elska þig
Við í Bíó Paradís erum að byrja með barnaprógramm í vetur og okkur fannst kjörið að hefja það með því að bjóða allri fjölskyldunni saman í bíó,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar.

„Okkur finnst mjög mikilvægt að auka bæði fjölbreytni og gæði þeirra kvikmynda sem boðið er upp á fyrir börn og héldum fyrstu alþjóðlegu barnakvikmyndahátíðina í heiminum í vor.“



Myndin sem fjölskyldum er boðið á klukkan 17.30 í dag er lettneska myndin Mamma ég elska þig, sem er þroskasaga ungs drengs. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna, meðal annars sem besta barnamyndin á kvikmyndahátíðinni í Berlín 2013 og verðlaun evrópsku barnakvikmyndasamtakanna á kvikmyndahátíðinni í Zlin.



Áður en sýning myndarinnar hefst heldur Steinunn Harðardóttir uppi fjörinu sem plötusnúðurinn Flugvél og geimskip og boðið er upp á léttar veitingar. Sýning myndarinnar hefst klukkan 18.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×