Barna- og unglingabækur fá eigin flokk Friðrika Benónýsdóttir skrifar 24. september 2013 10:00 Egill Örn segir umræðuna um sérstakan flokk barna- og unglingabóka hafa staðið lengi yfir. Fréttablaðið/Anton Það hefur verið í umræðunni í töluverðan tíma að það þurfi að gera barnabókum jafn hátt undir höfði og öðrum bókmenntagreinum og það má segja að við séum að koma til móts við þá umræðu,“ segir Egill Örn Jóhannsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, spurður um ástæðu þess að ákveðið hefur verið að bæta flokknum barna- og unglingabækur við verðlaunaflokka Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Það verða því höfundar þriggja bóka sem hljóta munu Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir árið 2013. Verðlaunafé í flokki barnabóka verður það sama og í hinum flokkunum, ein milljón.Eina barnabókin sem hlotið hefur Íslensku bókmenntaverðlaunin er Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason.Fréttablaðið/StefánBarnabækur hafa reyndar alltaf verið gjaldgengar til tilnefninga og frá því til verðlaunanna var stofnað hafa þrjár slíkar verið tilnefndar: Sagan af bláa hnettinum, eftir Andra Snæ Magnason – tilnefnd í flokki fagurbókmennta árið 1999, Skrýtnastur er maður sjálfur, eftir Auði Jónsdóttur – tilnefnd í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis árið 2002 og Öðruvísi fjölskylda, eftir Guðrúnu Helgadóttur – tilnefnd í flokki fagurbókmennta árið 2004. Aðeins ein barnabók hefur hins vegar hlotið verðlaunin í þau 23 ár sem þau hafa verið veitt, það var Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason. Egill segir mikla grósku í ritun barna- og unglingabóka og að það séu á milli 45 og sextíu verk sem gjaldgeng verði til tilnefninga í haust. Spurður hvort það sé ekki líka meiri nýgræðingur í barnabókaskrifunum en öðrum bókmenntagreinum dregur hann við sig svarið og bendir á að það sé algengt að fólk byrji að fóta sig á ritvellinum með því að skrifa barnabækur en snúi sér síðar að ritun bóka fyrir fullorðna. „Það er þó engan veginn einhlítt, sem betur fer,“ segir hann. „Margir af okkar góðu höfundum hafa einbeitt sér að því að skrifa fyrir börn og unglinga, sem er mikið fagnaðarefni.“ Eins og tíðkast við val á bókum til tilnefninga í hinum flokkunum tveimur – fagurbókmenntum og flokki fræðirita og bóka almenns eðlis – verður skipuð þriggja manna valnefnd og tilnefningar birtar þann 1. desember í öllum flokkum. Íslensku bókmenntaverðlaunin Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Það hefur verið í umræðunni í töluverðan tíma að það þurfi að gera barnabókum jafn hátt undir höfði og öðrum bókmenntagreinum og það má segja að við séum að koma til móts við þá umræðu,“ segir Egill Örn Jóhannsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, spurður um ástæðu þess að ákveðið hefur verið að bæta flokknum barna- og unglingabækur við verðlaunaflokka Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Það verða því höfundar þriggja bóka sem hljóta munu Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir árið 2013. Verðlaunafé í flokki barnabóka verður það sama og í hinum flokkunum, ein milljón.Eina barnabókin sem hlotið hefur Íslensku bókmenntaverðlaunin er Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason.Fréttablaðið/StefánBarnabækur hafa reyndar alltaf verið gjaldgengar til tilnefninga og frá því til verðlaunanna var stofnað hafa þrjár slíkar verið tilnefndar: Sagan af bláa hnettinum, eftir Andra Snæ Magnason – tilnefnd í flokki fagurbókmennta árið 1999, Skrýtnastur er maður sjálfur, eftir Auði Jónsdóttur – tilnefnd í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis árið 2002 og Öðruvísi fjölskylda, eftir Guðrúnu Helgadóttur – tilnefnd í flokki fagurbókmennta árið 2004. Aðeins ein barnabók hefur hins vegar hlotið verðlaunin í þau 23 ár sem þau hafa verið veitt, það var Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason. Egill segir mikla grósku í ritun barna- og unglingabóka og að það séu á milli 45 og sextíu verk sem gjaldgeng verði til tilnefninga í haust. Spurður hvort það sé ekki líka meiri nýgræðingur í barnabókaskrifunum en öðrum bókmenntagreinum dregur hann við sig svarið og bendir á að það sé algengt að fólk byrji að fóta sig á ritvellinum með því að skrifa barnabækur en snúi sér síðar að ritun bóka fyrir fullorðna. „Það er þó engan veginn einhlítt, sem betur fer,“ segir hann. „Margir af okkar góðu höfundum hafa einbeitt sér að því að skrifa fyrir börn og unglinga, sem er mikið fagnaðarefni.“ Eins og tíðkast við val á bókum til tilnefninga í hinum flokkunum tveimur – fagurbókmenntum og flokki fræðirita og bóka almenns eðlis – verður skipuð þriggja manna valnefnd og tilnefningar birtar þann 1. desember í öllum flokkum.
Íslensku bókmenntaverðlaunin Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira