Menning

Gaddakylfan afhent í dag

Stefán Máni er einn dómnefndarmanna.
Stefán Máni er einn dómnefndarmanna. Fréttablaðið/Vilhelm
Gaddakylfan 2013 verður afhent við skuggalega athöfn á Skuggabarnum á Hótel Borg í dag klukkan 17.

Gaddakylfan er smásagnasamkeppni á vegum Hins íslenska glæpafélags, Vikunnar og Koggu.

Á Skuggabarnum mun Margrét Frímannsdóttir, fangelsisstjóri á Litla-Hrauni og formaður dómnefndar, afhenda sigurvegaranum verðlaunagrip, sjálfa Gaddakylfuna.

Þá verða einnig veittar viðurkenningar fyrir sögurnar sem lentu í 2. og 3. sæti, en allar verðlaunasögurnar þrjár munu birtast á síðum Vikunnar.

Alls bárust 44 sögur í keppnina að þessu sinni. Þriggja manna dómnefnd sem valdi þær bestu var auk Margrétar skipuð Helgu Dís Björgúlfsdóttur blaðamanni og rithöfundinum Stefáni Mána.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×