Sigmundi er sama Ólafur Þ. Stephensen skrifar 27. september 2013 15:45 Stærstu samtök vinnumarkaðarins í landinu eru ósammála ríkistjórninni um stefnuna í Evrópumálum. Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Viðskiptaráð hafa lýst því yfir að samtökin telji að klára eigi aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið, ná eins hagfelldri niðurstöðu fyrir Ísland og kostur er og að samningur um aðild verði borinn upp í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar, sem hefur gert ótímabundið hlé á viðræðunum, leyst upp samninganefndina og stefnir ekki að þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna. SA, ASÍ og Viðskiptaráð hafa jafnframt óskað eftir samstarfi við ríkisstjórnina um úttekt á stöðu aðildarviðræðnanna og hvaða áhrif hléið hafi á framvindu þeirra. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur sagt frá því að viðræður standi yfir um að Hagfræðistofnun Háskóla Íslands taki að sér þá úttekt sem ríkisstjórnin ætlar að ráðast í á stöðu aðildarviðræðnanna. Mat samtaka vinnumarkaðarins er að þessar úttektir fari vel saman en vilji ríkisstjórnin ekki samstarf, muni þau engu að síður ráðast í úttekt á eigin vegum. Ríkisstjórnin ætti að sjálfsögðu að þiggja boðið um samstarf. Niðurstöður úttektarinnar verða einfaldlega trúverðugri ef samtök meirihluta fyrirtækja í landinu og stærsts hluta launþegahreyfingarinnar taka þátt í að móta spurningarnar sem svara þarf í úttektinni. Sumar þeirra eru útlistaðar í minnisblaðinu sem fylgir bréfi samtakanna til forsætisráðherra, sem Fréttablaðið sagði frá í gær. Þar kemur til dæmis fram nauðsyn þess að „kanna kosti og galla þeirra leiða sem koma til greina til að tryggja hér á landi til langframa stöðugleika í gengis- og peningamálum, verðlagi og festu í stjórn efnahagsmála og um leið hvernig unnt sé að skapa umgjörð fyrir öflugt atvinnulíf og búa heimilunum lífskjör í fremstu röð.“ Þetta er lykilatriði, því að þótt ríkisstjórnin vilji henda út um gluggann möguleikum Íslands á að eignast nýjan gjaldmiðil, búa við alþjóðlegan aga í peninga- og ríkisfjármálum og að losa um gjaldeyrishöftin í samstarfi við Evrópusambandið, hefur hún ekki sett fram trúverðuga valkosti sem ættu að koma í staðinn. Hverjir gætu þeir verið? Í upphafi stjórnarsáttmálans segir að ríkisstjórnin vilji „eyða þeirri pólitísku óvissu sem hefur verið of áberandi þáttur í íslensku þjóðlífi á undanförnum árum“. Með viðræðuhléinu hefur hún einmitt aukið á óvissuna. Í sömu efnisgrein segist stjórnin stefna að „víðtækri sátt við aðila vinnumarkaðarins um þróun vinnumarkaðar og uppbyggingu til framtíðar“ og að það sé „forsenda þess að Íslendingar geti hafið nýtt skeið vaxtar og stöðugleika að íslenskt efnahagslíf njóti að nýju trausts á innlendum sem erlendum vettvangi.“ Lítið hefur farið fyrir viðleitni til að ná fyrra markmiðinu og því síðara er alveg augljóslega ekki þjónað með því að hætta viðræðunum við ESB. Samstarf ríkisstjórnarinnar og samtaka vinnumarkaðarins um úttekt á stöðu ESB-viðræðnanna myndi bæði efla traustið þarna á milli og stuðla að því að úttektin yrði vönduð og tæki hagsmuni íslenzks atvinnulífs með í reikninginn. Viðbrögð forsætisráðherrans við bréfi samtakanna benda hins vegar til þess að honum sé nákvæmlega sama. Það er áhyggjuefni, svo ekki sé meira sagt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun
Stærstu samtök vinnumarkaðarins í landinu eru ósammála ríkistjórninni um stefnuna í Evrópumálum. Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Viðskiptaráð hafa lýst því yfir að samtökin telji að klára eigi aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið, ná eins hagfelldri niðurstöðu fyrir Ísland og kostur er og að samningur um aðild verði borinn upp í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar, sem hefur gert ótímabundið hlé á viðræðunum, leyst upp samninganefndina og stefnir ekki að þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna. SA, ASÍ og Viðskiptaráð hafa jafnframt óskað eftir samstarfi við ríkisstjórnina um úttekt á stöðu aðildarviðræðnanna og hvaða áhrif hléið hafi á framvindu þeirra. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur sagt frá því að viðræður standi yfir um að Hagfræðistofnun Háskóla Íslands taki að sér þá úttekt sem ríkisstjórnin ætlar að ráðast í á stöðu aðildarviðræðnanna. Mat samtaka vinnumarkaðarins er að þessar úttektir fari vel saman en vilji ríkisstjórnin ekki samstarf, muni þau engu að síður ráðast í úttekt á eigin vegum. Ríkisstjórnin ætti að sjálfsögðu að þiggja boðið um samstarf. Niðurstöður úttektarinnar verða einfaldlega trúverðugri ef samtök meirihluta fyrirtækja í landinu og stærsts hluta launþegahreyfingarinnar taka þátt í að móta spurningarnar sem svara þarf í úttektinni. Sumar þeirra eru útlistaðar í minnisblaðinu sem fylgir bréfi samtakanna til forsætisráðherra, sem Fréttablaðið sagði frá í gær. Þar kemur til dæmis fram nauðsyn þess að „kanna kosti og galla þeirra leiða sem koma til greina til að tryggja hér á landi til langframa stöðugleika í gengis- og peningamálum, verðlagi og festu í stjórn efnahagsmála og um leið hvernig unnt sé að skapa umgjörð fyrir öflugt atvinnulíf og búa heimilunum lífskjör í fremstu röð.“ Þetta er lykilatriði, því að þótt ríkisstjórnin vilji henda út um gluggann möguleikum Íslands á að eignast nýjan gjaldmiðil, búa við alþjóðlegan aga í peninga- og ríkisfjármálum og að losa um gjaldeyrishöftin í samstarfi við Evrópusambandið, hefur hún ekki sett fram trúverðuga valkosti sem ættu að koma í staðinn. Hverjir gætu þeir verið? Í upphafi stjórnarsáttmálans segir að ríkisstjórnin vilji „eyða þeirri pólitísku óvissu sem hefur verið of áberandi þáttur í íslensku þjóðlífi á undanförnum árum“. Með viðræðuhléinu hefur hún einmitt aukið á óvissuna. Í sömu efnisgrein segist stjórnin stefna að „víðtækri sátt við aðila vinnumarkaðarins um þróun vinnumarkaðar og uppbyggingu til framtíðar“ og að það sé „forsenda þess að Íslendingar geti hafið nýtt skeið vaxtar og stöðugleika að íslenskt efnahagslíf njóti að nýju trausts á innlendum sem erlendum vettvangi.“ Lítið hefur farið fyrir viðleitni til að ná fyrra markmiðinu og því síðara er alveg augljóslega ekki þjónað með því að hætta viðræðunum við ESB. Samstarf ríkisstjórnarinnar og samtaka vinnumarkaðarins um úttekt á stöðu ESB-viðræðnanna myndi bæði efla traustið þarna á milli og stuðla að því að úttektin yrði vönduð og tæki hagsmuni íslenzks atvinnulífs með í reikninginn. Viðbrögð forsætisráðherrans við bréfi samtakanna benda hins vegar til þess að honum sé nákvæmlega sama. Það er áhyggjuefni, svo ekki sé meira sagt.
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun