Grindavík ætlaði aldrei að fá Pavel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2013 00:01 Sverrir Þór Sverrisson gerði Grindavík að Íslandsmeisturum á fyrsta ári sínu með liðið. Fréttablaðið/Anton Íslandsmeistarar Grindavíkur mæta KR í undanúrslitum Lengjubikars karla í Njarðvík í kvöld. Vesturbæjarliðið hefur unnið alla sjö leiki sína í keppninni til þessa og virkar afar sterkt. Grindvíkingar hafa aftur á móti lagt Keflavík og Njarðvík í síðustu leikjum sínum en hvorugt liðanna hafði tapað leik þegar þeir mættu þeim gulklæddu. Pavel Ermolinskij sneri heim úr atvinnumennsku á dögunum og samdi við KR. Bakvörðurinn hafði verið þrálátlega orðaður við Grindvíkinga. „Það stóð aldrei til hjá okkur að fá Pavel. Við erum ánægðir með hópinn sem við erum með,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur. Hinn bráðefnilegi Jón Axel Guðmundsson mun vera í leikstjórnandahlutverkinu í vetur ásamt Njarðvíkingnum Daníel Guðna Guðmundssyni. Þjálfarinn bætir þó við að auðvitað sé Pavel frábær leikmaður sem muni styrkja KR-inga mikið í vetur. Sverrir segist oft hafa heyrt orðróm um leikmenn sem Grindvíkingar áttu að vera á höttunum eftir í sumar. „Ég var alltaf að heyra einhver nöfn og fólk spurði: Er þessi að koma? En þessi?“ segir Sverrir sem er ánægður með leikmannahóp sinn. Íslandsmeistararnir þurftu að senda bandarískan leikmann sinn heim á dögunum. Sá, Christ Stephenson að nafni, hafði logið til um alvarleika meiðsla sinna. „Hann átti að hafa meiðst smávægilega í Litháen og þurft að fara heim af þeim sökum,“ segir Sverrir. Í ljós hafi komið að meiðslin smávægilegu voru slitið krossband og hann hefði því verið frá keppni í sjö mánuði. „Hann átti svo langt í land að hann hefði aldrei verið kominn í stand fyrr en seint og síðar meir.“ Ekki kom því annað til greina en að senda Stephenson heim. Sverrir segir leitina að nýjum Kana ganga vel. Fjölhæfur framherji sé á óskalistanum og reiknar með því að hann verið kominn fyrir fyrsta leik í Domino‘s-deildinni 10. október. Þá verður andstæðingurinn KR líkt og í kvöld. Liðið sem margir spá Íslandsmeistaratitlinum. „Þannig er umræðan og þeir verða klárlega eitt af sterkustu liðunum í vetur,“ segir Sverrir. Hann segir öll liðin veikari miðað við síðustu leiktíð enda geti aðeins einn útlendingur geti spilað með liðinu hverju sinni. Grindvíkingar hafi hins vegar enn sama Íslendingakjarnann og setji markið hátt. „Við höfum allir fulla trú á því hér í Grindavík að við getum unnið til nokkurra titla í vetur.“ Leikur Grindavíkur og KR hefst í Ljónagryfjunni í Njarðvík klukkan 20. Tveimur klukkustundum fyrr mætast Keflavík og Snæfell í hinni undanúrslitaviðureigninni. Úrslitaleikurinn fer fram á sama stað á sunnudaginn. Dominos-deild karla Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Handbolti Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Henry harðorður í garð Mbappé Fótbolti Fleiri fréttir Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Sjá meira
Íslandsmeistarar Grindavíkur mæta KR í undanúrslitum Lengjubikars karla í Njarðvík í kvöld. Vesturbæjarliðið hefur unnið alla sjö leiki sína í keppninni til þessa og virkar afar sterkt. Grindvíkingar hafa aftur á móti lagt Keflavík og Njarðvík í síðustu leikjum sínum en hvorugt liðanna hafði tapað leik þegar þeir mættu þeim gulklæddu. Pavel Ermolinskij sneri heim úr atvinnumennsku á dögunum og samdi við KR. Bakvörðurinn hafði verið þrálátlega orðaður við Grindvíkinga. „Það stóð aldrei til hjá okkur að fá Pavel. Við erum ánægðir með hópinn sem við erum með,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur. Hinn bráðefnilegi Jón Axel Guðmundsson mun vera í leikstjórnandahlutverkinu í vetur ásamt Njarðvíkingnum Daníel Guðna Guðmundssyni. Þjálfarinn bætir þó við að auðvitað sé Pavel frábær leikmaður sem muni styrkja KR-inga mikið í vetur. Sverrir segist oft hafa heyrt orðróm um leikmenn sem Grindvíkingar áttu að vera á höttunum eftir í sumar. „Ég var alltaf að heyra einhver nöfn og fólk spurði: Er þessi að koma? En þessi?“ segir Sverrir sem er ánægður með leikmannahóp sinn. Íslandsmeistararnir þurftu að senda bandarískan leikmann sinn heim á dögunum. Sá, Christ Stephenson að nafni, hafði logið til um alvarleika meiðsla sinna. „Hann átti að hafa meiðst smávægilega í Litháen og þurft að fara heim af þeim sökum,“ segir Sverrir. Í ljós hafi komið að meiðslin smávægilegu voru slitið krossband og hann hefði því verið frá keppni í sjö mánuði. „Hann átti svo langt í land að hann hefði aldrei verið kominn í stand fyrr en seint og síðar meir.“ Ekki kom því annað til greina en að senda Stephenson heim. Sverrir segir leitina að nýjum Kana ganga vel. Fjölhæfur framherji sé á óskalistanum og reiknar með því að hann verið kominn fyrir fyrsta leik í Domino‘s-deildinni 10. október. Þá verður andstæðingurinn KR líkt og í kvöld. Liðið sem margir spá Íslandsmeistaratitlinum. „Þannig er umræðan og þeir verða klárlega eitt af sterkustu liðunum í vetur,“ segir Sverrir. Hann segir öll liðin veikari miðað við síðustu leiktíð enda geti aðeins einn útlendingur geti spilað með liðinu hverju sinni. Grindvíkingar hafi hins vegar enn sama Íslendingakjarnann og setji markið hátt. „Við höfum allir fulla trú á því hér í Grindavík að við getum unnið til nokkurra titla í vetur.“ Leikur Grindavíkur og KR hefst í Ljónagryfjunni í Njarðvík klukkan 20. Tveimur klukkustundum fyrr mætast Keflavík og Snæfell í hinni undanúrslitaviðureigninni. Úrslitaleikurinn fer fram á sama stað á sunnudaginn.
Dominos-deild karla Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Handbolti Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Henry harðorður í garð Mbappé Fótbolti Fleiri fréttir Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Sjá meira