Skoðar konurnar sem manneskjur 30. september 2013 10:00 Maríanna Clara segist ekki ætla að vera mjög fræðileg í fyrirlestri sínum heldur varpa fram ýmsum spurningum um bókina. Fréttablaðið/Anton Í tilefni af ritþingi Gerðubergs 12. október þar sem fjallað verður um Kristínu Steinsdóttur verður bókmenntanámskeið í Gerðubergi í kvöld. Þar mun Maríanna Clara Lúthersdóttir fjalla um verðlaunabók Kristínar, Ljósu, auk þess sem Kristín lítur við og spjallar við þátttakendur. „Ég ætla að fjalla almennt og frekar opið um bókina og skoða hana aðeins í tengslum við aðrar bækur Kristínar,“ segir Maríanna Clara. „Svo verða umræður og síðan ætlar Kristín að koma og við verðum svo heppnar að fá að spyrja hana út í bókina. Þetta verður stutt og laggott, tveir tímar, en vonandi skemmtilegt. Ég hlakka allavega mikið til.“Hvers vegna kallið þið þetta námskeið, er þetta ekki bara fyrirlestur? „Ja, ég veit það svo sem ekki, en það er mjó lína á milli námskeiðs og fyrirlesturs. Flest námskeið í Háskólanum eru til dæmis í fyrirlestraformi. Ég hugsaði nú ekkert út í neinar skilgreiningar, fannst bara freistandi að fá að gera þetta og sló til, enda Kristín í miklu uppáhaldi hjá mér.“Hvað ætlarðu helst að draga fram? „Ég ætla að skoða bókina út frá nokkrum sterkum þemum eða áherslum. Skoða konurnar, þetta er kvennasaga undir formerkjunum konan sem manneskja, sem Kristín skrifar svo listavel. Svo er það geðveiki og sköpunarkraftur sem hafa nú oft verið nátengd. Þetta er líka söguleg skáldsaga og kallast þar að auki skemmtilega á við ákveðna sveitarómantík sem hefur verið að finna í íslenskum bókmenntum. Þetta verður ekki mjög fræðilegt heldur ætla ég að velta upp nokkrum mismunandi flötum á bókinni því hún er í rauninni margbrotin.“ Nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðið annaðhvort með pósti á netfang Gerðubergs eða í síma. Það hefst klukkan 20 og lýkur um klukkan 22. Menning Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í tilefni af ritþingi Gerðubergs 12. október þar sem fjallað verður um Kristínu Steinsdóttur verður bókmenntanámskeið í Gerðubergi í kvöld. Þar mun Maríanna Clara Lúthersdóttir fjalla um verðlaunabók Kristínar, Ljósu, auk þess sem Kristín lítur við og spjallar við þátttakendur. „Ég ætla að fjalla almennt og frekar opið um bókina og skoða hana aðeins í tengslum við aðrar bækur Kristínar,“ segir Maríanna Clara. „Svo verða umræður og síðan ætlar Kristín að koma og við verðum svo heppnar að fá að spyrja hana út í bókina. Þetta verður stutt og laggott, tveir tímar, en vonandi skemmtilegt. Ég hlakka allavega mikið til.“Hvers vegna kallið þið þetta námskeið, er þetta ekki bara fyrirlestur? „Ja, ég veit það svo sem ekki, en það er mjó lína á milli námskeiðs og fyrirlesturs. Flest námskeið í Háskólanum eru til dæmis í fyrirlestraformi. Ég hugsaði nú ekkert út í neinar skilgreiningar, fannst bara freistandi að fá að gera þetta og sló til, enda Kristín í miklu uppáhaldi hjá mér.“Hvað ætlarðu helst að draga fram? „Ég ætla að skoða bókina út frá nokkrum sterkum þemum eða áherslum. Skoða konurnar, þetta er kvennasaga undir formerkjunum konan sem manneskja, sem Kristín skrifar svo listavel. Svo er það geðveiki og sköpunarkraftur sem hafa nú oft verið nátengd. Þetta er líka söguleg skáldsaga og kallast þar að auki skemmtilega á við ákveðna sveitarómantík sem hefur verið að finna í íslenskum bókmenntum. Þetta verður ekki mjög fræðilegt heldur ætla ég að velta upp nokkrum mismunandi flötum á bókinni því hún er í rauninni margbrotin.“ Nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðið annaðhvort með pósti á netfang Gerðubergs eða í síma. Það hefst klukkan 20 og lýkur um klukkan 22.
Menning Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira