Útlendingarnir skilja Benna Erlings Freyr Bjarnason skrifar 30. september 2013 07:30 „Þetta voru mjög heit og mikil viðbrögð, sem komu mér eiginlega á óvart. Ég get ekki verið annað en þakklátur. Útlendingar skilja mig,“ segir Benedikt Erlingsson, leikstjóri Hross í oss. Kvikmyndin var frumsýnd á hátíðinni San Sebastian á Spáni á mánudaginn við góðar undirtektir. Benedikt var þar staddur en þurfti að fljúga snemma heim ásamt leikaranum Ingvari E. Sigurðssyni vegna æfinga fyrir leikritið Jeppi á fjalli. Enska blaðið The Guardian gefur myndinni, sem kallast á engilsaxnesku Of Horses and Men, mjög góða dóma. „Sum atriðin eru ótrúlega opinská og hreint ótrúleg. Kvikmyndir sem sýna manni hluti sem maður hefur aldrei séð áður eru ekki á hverju strái. Samt tekst henni að vera viðkvæmnisleg, falleg og fyndin,“ sagði gagnrýnandinn. Hross í oss hefur verið boðið á aðalkeppnina á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tókýó, sem er ein sú stærsta í Asíu. Einnig verður hún opnunarmynd Lübeck-hátíðarinnar í Þýskalandi í nóvember og verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í janúar. Þar fyrir utan verður Hross í oss framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna sem verða afhent á næsta ári. „Ég er afskaplega þakklátur öðrum kvikmyndagerðarmönnum fyrir að hafa valið okkur. Ég ætla að reyna að standa mig vel.“ Post by Lífið á Visir.is. Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Leiksigur Ladda Gagnrýni Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
„Þetta voru mjög heit og mikil viðbrögð, sem komu mér eiginlega á óvart. Ég get ekki verið annað en þakklátur. Útlendingar skilja mig,“ segir Benedikt Erlingsson, leikstjóri Hross í oss. Kvikmyndin var frumsýnd á hátíðinni San Sebastian á Spáni á mánudaginn við góðar undirtektir. Benedikt var þar staddur en þurfti að fljúga snemma heim ásamt leikaranum Ingvari E. Sigurðssyni vegna æfinga fyrir leikritið Jeppi á fjalli. Enska blaðið The Guardian gefur myndinni, sem kallast á engilsaxnesku Of Horses and Men, mjög góða dóma. „Sum atriðin eru ótrúlega opinská og hreint ótrúleg. Kvikmyndir sem sýna manni hluti sem maður hefur aldrei séð áður eru ekki á hverju strái. Samt tekst henni að vera viðkvæmnisleg, falleg og fyndin,“ sagði gagnrýnandinn. Hross í oss hefur verið boðið á aðalkeppnina á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tókýó, sem er ein sú stærsta í Asíu. Einnig verður hún opnunarmynd Lübeck-hátíðarinnar í Þýskalandi í nóvember og verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í janúar. Þar fyrir utan verður Hross í oss framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna sem verða afhent á næsta ári. „Ég er afskaplega þakklátur öðrum kvikmyndagerðarmönnum fyrir að hafa valið okkur. Ég ætla að reyna að standa mig vel.“ Post by Lífið á Visir.is.
Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Leiksigur Ladda Gagnrýni Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein