Áhersla á að koma ljóðinu til borgarbúa Friðrika Benónýsdóttir skrifar 1. október 2013 10:00 "Þetta verður ansi myndarlegt safn af ljóðum sem fólk getur nálgast í tilefni af hátíðinni,“ segir Kristín Viðarsdóttir, verkefnastjóri Bókmenntaborgar. Fréttablaðið/Vilhelm Lestrarhátíð í Reykjavík er árlegur viðburður og verður í ár helguð borgarljóðum,“ segir Kristín Viðarsdóttir, verkefnastjóri Reykjavíkur Bókmenntaborgar, spurð um hátíðina Ljóð í leiðinni sem hefst í dag. „Það verða ljóð úti um allan bæ, ljóðlínur utan á og inni í strætó, í strætóskýlum, veggspjaldasýning og alls kyns viðburðir. Áherslan er lögð á að koma ljóðinu út til borgarbúa. Á vefjunum okkar, bæði farsímavefnum og aðalvefnum, verður síðan hægt að lesa öll Þessi ljóð í heild.“ Margir aðilar koma að hátíðinni, meðal annars mun Borgarbókasafnið útbúa ljóðakort af Reykjavík. Kortið geymir staði í Reykjavík sem skáld hafa ort um, hvort sem er götur, hverfi eða hús. Þegar kortið er skoðað er hægt að smella á tiltekinn stað og fá upplýsingar um ljóðið og jafnvel lesa það, því verið er að skanna ljóðin inn. „Þetta verður ansi myndarlegt safn af ljóðum sem fólk getur nálgast í tilefni af hátíðinni.“ Lestrarhátíðin verður sett af borgarstjóranum í Reykjavík, Jóni Gnarr, klukkan 11 í dag og opnar hann um leið ljóðakortið. Síðan rekur hver viðburðurinn annan og Kristín hvetur fólk til að kynna sér dagskrána, sem er að finna á heimasíðu Bókmenntaborgarinnar. En hvað geta þeir sem vilja taka virkan þátt í verkefninu gert? „Þeir geta tekið þátt með því að senda okkur efni, hvort heldur eru ljóðlínur eða heil ljóð, frumsamin eða eftir aðra,“ segir Kristín. Það er gert með því að nota myllumerkið (e. hashtag) #lestrarhatid og setja inn ljóð, ljóðlínur eða ljóðrænar myndir á samfélagsvefina Facebook, Twitter og Instagram. Úrval þess efnis verður síðan birt á vef Bókmenntaborgarinnar, bokmenntaborgin.is. Hátíðinni lýkur hinn 31. október með ljóðarútuferð um Reykjavíkurborg þar sem skáld sem eiga ljóð í bókinni Ljóð í leiðinni munu lesa upp. Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Lestrarhátíð í Reykjavík er árlegur viðburður og verður í ár helguð borgarljóðum,“ segir Kristín Viðarsdóttir, verkefnastjóri Reykjavíkur Bókmenntaborgar, spurð um hátíðina Ljóð í leiðinni sem hefst í dag. „Það verða ljóð úti um allan bæ, ljóðlínur utan á og inni í strætó, í strætóskýlum, veggspjaldasýning og alls kyns viðburðir. Áherslan er lögð á að koma ljóðinu út til borgarbúa. Á vefjunum okkar, bæði farsímavefnum og aðalvefnum, verður síðan hægt að lesa öll Þessi ljóð í heild.“ Margir aðilar koma að hátíðinni, meðal annars mun Borgarbókasafnið útbúa ljóðakort af Reykjavík. Kortið geymir staði í Reykjavík sem skáld hafa ort um, hvort sem er götur, hverfi eða hús. Þegar kortið er skoðað er hægt að smella á tiltekinn stað og fá upplýsingar um ljóðið og jafnvel lesa það, því verið er að skanna ljóðin inn. „Þetta verður ansi myndarlegt safn af ljóðum sem fólk getur nálgast í tilefni af hátíðinni.“ Lestrarhátíðin verður sett af borgarstjóranum í Reykjavík, Jóni Gnarr, klukkan 11 í dag og opnar hann um leið ljóðakortið. Síðan rekur hver viðburðurinn annan og Kristín hvetur fólk til að kynna sér dagskrána, sem er að finna á heimasíðu Bókmenntaborgarinnar. En hvað geta þeir sem vilja taka virkan þátt í verkefninu gert? „Þeir geta tekið þátt með því að senda okkur efni, hvort heldur eru ljóðlínur eða heil ljóð, frumsamin eða eftir aðra,“ segir Kristín. Það er gert með því að nota myllumerkið (e. hashtag) #lestrarhatid og setja inn ljóð, ljóðlínur eða ljóðrænar myndir á samfélagsvefina Facebook, Twitter og Instagram. Úrval þess efnis verður síðan birt á vef Bókmenntaborgarinnar, bokmenntaborgin.is. Hátíðinni lýkur hinn 31. október með ljóðarútuferð um Reykjavíkurborg þar sem skáld sem eiga ljóð í bókinni Ljóð í leiðinni munu lesa upp.
Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira