Hafa selt lúxusrafbíla fyrir tugi milljóna 3. október 2013 08:00 Tesla Model S hefur fengið afar góða dóma hérlendis sem erlendis. Þeir kosta frá 11,8 milljónum króna. Fréttablaðið/GVA Tuttugu eintök af lúxusrafbílnum Tesla Model S hafa verið seld hér á landi og voru fyrstu tveir bílarnir afhentir í vikunni. Þetta segir Gísli Gíslason hjá Northern Lights Energy sem flytur bílana inn, en hann segir að um þessar mundir sé að verða vitundarvakning varðandi rafbíla hér á landi. Grunnútgáfan af bílnum kostar frá 11,8 milljónum króna upp í 13,8 milljónir þannig að óhætt er að gefa sér að bílarnir hafa selst fyrir hátt í 250 milljónir króna. Mikil umræða hefur verið um Tesla-bílana, sem framleiddir eru í Bandaríkjunum, og hafa þeir fengið gríðargóða dóma bæði hérlendis og erlendis. Meðal annars segir í nýlegri umsögn bílablaðs Fréttablaðsins að hann sé engum líkur. Hann kemst upp í 100 kílómetra hraða á 4,2 sekúndum og dýrari útgáfurnar fara allt að 480 kílómetra á hleðslunni. Bíllinn er afar eftirsóttur erlendis þar sem hann var til dæmis söluhæsti bíllinn í Noregi í byrjun síðasta mánaðar. „Þeir eru búnir að selja 200 bíla í Noregi, en þar er núna sex mánaða biðlisti eins og alls staðar annars staðar í Evrópu nema hjá okkur,“ segir Gísli og bætir því við að þeir geti enn selt um þrjátíu bíla í ár. Gísli segir að mikill spenningur sé fyrir þessum bíl og þó að verðmiðinn sé vissulega hár sé þarna um að ræða lúxusbíl og verðið sé jafnvel lægra en á sambærilegum bensínbílum, meðal annars frá Audi. „Þessi bíll er betri en bensínbílarnir,“ fullyrðir Gísli. „Það eina neikvæða sem hefur verið sagt um þá er að þeir sem hafa prófað þá missa áhugann á að keyra Ferrari-bílana sína.“ Gísli segir að mikil vakning sé nú hér á landi varðandi rafbíla sem séu orðnir raunhæfur kostur hér á landi. „Nú er verið að fara að setja upp hleðslustöðvar um allt land og því ekki eftir neinu að bíða lengur. Það eru sennilega um fjörutíu rafbílar á Íslandi í dag og þeir eru að ná að keyra um 150 til 200 kílómetra á hleðslunni og er svo bara stungið í samband hvar sem er.“ Gísli segir að lokum að nú sé afar spennandi tími í rafbílageiranum og gríðarlegur áhugi í samfélaginu. Valinkunnir Tesla-kaupendurÁ vefsíðunni plugincars.com er fjallað um innreið Tesla Model S hér á landi og taldir upp sjö valinkunnir menn sem fullyrt er að hafi tryggt sér eintak. Þeir eru eftirfarandi: Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri Wow Air og eigandi Títan fjárfestingafélags. Ragnar Agnarsson, eigandi Saga Film. Friðrik Pálsson, eigandi Hótel Rangár. Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir. Þormóður Jónsson, stjórnarformaður Fíton auglýsingastofu. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri og formaður bæjarráðs Árborgar. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Tuttugu eintök af lúxusrafbílnum Tesla Model S hafa verið seld hér á landi og voru fyrstu tveir bílarnir afhentir í vikunni. Þetta segir Gísli Gíslason hjá Northern Lights Energy sem flytur bílana inn, en hann segir að um þessar mundir sé að verða vitundarvakning varðandi rafbíla hér á landi. Grunnútgáfan af bílnum kostar frá 11,8 milljónum króna upp í 13,8 milljónir þannig að óhætt er að gefa sér að bílarnir hafa selst fyrir hátt í 250 milljónir króna. Mikil umræða hefur verið um Tesla-bílana, sem framleiddir eru í Bandaríkjunum, og hafa þeir fengið gríðargóða dóma bæði hérlendis og erlendis. Meðal annars segir í nýlegri umsögn bílablaðs Fréttablaðsins að hann sé engum líkur. Hann kemst upp í 100 kílómetra hraða á 4,2 sekúndum og dýrari útgáfurnar fara allt að 480 kílómetra á hleðslunni. Bíllinn er afar eftirsóttur erlendis þar sem hann var til dæmis söluhæsti bíllinn í Noregi í byrjun síðasta mánaðar. „Þeir eru búnir að selja 200 bíla í Noregi, en þar er núna sex mánaða biðlisti eins og alls staðar annars staðar í Evrópu nema hjá okkur,“ segir Gísli og bætir því við að þeir geti enn selt um þrjátíu bíla í ár. Gísli segir að mikill spenningur sé fyrir þessum bíl og þó að verðmiðinn sé vissulega hár sé þarna um að ræða lúxusbíl og verðið sé jafnvel lægra en á sambærilegum bensínbílum, meðal annars frá Audi. „Þessi bíll er betri en bensínbílarnir,“ fullyrðir Gísli. „Það eina neikvæða sem hefur verið sagt um þá er að þeir sem hafa prófað þá missa áhugann á að keyra Ferrari-bílana sína.“ Gísli segir að mikil vakning sé nú hér á landi varðandi rafbíla sem séu orðnir raunhæfur kostur hér á landi. „Nú er verið að fara að setja upp hleðslustöðvar um allt land og því ekki eftir neinu að bíða lengur. Það eru sennilega um fjörutíu rafbílar á Íslandi í dag og þeir eru að ná að keyra um 150 til 200 kílómetra á hleðslunni og er svo bara stungið í samband hvar sem er.“ Gísli segir að lokum að nú sé afar spennandi tími í rafbílageiranum og gríðarlegur áhugi í samfélaginu. Valinkunnir Tesla-kaupendurÁ vefsíðunni plugincars.com er fjallað um innreið Tesla Model S hér á landi og taldir upp sjö valinkunnir menn sem fullyrt er að hafi tryggt sér eintak. Þeir eru eftirfarandi: Skúli Mogensen, eigandi og forstjóri Wow Air og eigandi Títan fjárfestingafélags. Ragnar Agnarsson, eigandi Saga Film. Friðrik Pálsson, eigandi Hótel Rangár. Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir. Þormóður Jónsson, stjórnarformaður Fíton auglýsingastofu. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri og formaður bæjarráðs Árborgar.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira