Í hysteríulandi Stígur Helgason skrifar 5. október 2013 07:00 Liðsmenn samtakanna Blátt áfram eru farnir að þræða skóla landsins, heimsækja börnin og unglinga okkar og boða þeim fagnaðarerindið – eða öllu heldur ófagnaðarerindið. Blátt áfram eru umdeild samtök og sjálfur veit ég ekki hvort þau gera meira ógagn eða gagn. Ég er ekki sérfræðingur um kynferðisofbeldi gegn börnum. Ég veit hins vegar að það er alveg einstakt afrek að takast að koma málum þannig fyrir að hálf þjóðin hefur horn í síðu samtaka sem berjast gegn því. Ég veit líka að það eru óhugnanleg skilaboð til foreldra að hvetja þá til að fylgjast rannsakandi með börnum sínum með það í huga hvort þau séu hugsanlega að brjóta gegn yngri systkinum sínum. Það er ljótt að segja foreldrum að barnfóstrur séu svo vafasamar að koma þurfi í veg fyrir að þær hátti börnin til svefns. Og það er fáránlegt að boða að leikskólakennarar skuli ekki skipta á smábörnum nema undir eftirliti. Þetta er vondur hræðsluáróður. Hann skapar tortryggni og samfélagið þarf ekki á henni að halda. Þetta minnir mig á að sem barn var ég á litlum, frjálslyndum, foreldrareknum júróhippaleikskóla í Berlín. Á mínu síðasta ári fóru leikskólakennararnir með krakkahópinn í nokkurra daga ferð út fyrir borgarmörkin, á bæ sem í minningunni er mikið óðalssetur en var líklega ekki meira en eitthvert skrifli. En þar var hægt að fá djús og það dugði mér. Þarna leituðum við að froskum í niðamyrkri, skýldum okkur fyrir regni undir firnastórum laufum, lékum okkur frameftir í flatsænginni sem við gistum í saman og svo var ég bitinn af hundi en átti reyndar nokkra sök á því sjálfur. Þarna var árið 1989 og það þótti ekkert tiltökumál þegar við ösluðum berrössuð í læk sem rann framhjá bænum, og ekki heldur þegar ein fóstran fór úr að ofan í grasbala á sólríkum degi og leyfði okkur að mála nakinn líkama sinn með fingralitum. Hún hét – og heitir – Jeanette og ég á myndir af þessu. Þær eru í albúmi sem ég fékk í kveðjugjöf frá leikskólanum þegar ég flutti heim til Íslands. Fólk getur svo metið sjálft hvort þessum börnum hefði farnast betur í landi hysteríunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stígur Helgason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Liðsmenn samtakanna Blátt áfram eru farnir að þræða skóla landsins, heimsækja börnin og unglinga okkar og boða þeim fagnaðarerindið – eða öllu heldur ófagnaðarerindið. Blátt áfram eru umdeild samtök og sjálfur veit ég ekki hvort þau gera meira ógagn eða gagn. Ég er ekki sérfræðingur um kynferðisofbeldi gegn börnum. Ég veit hins vegar að það er alveg einstakt afrek að takast að koma málum þannig fyrir að hálf þjóðin hefur horn í síðu samtaka sem berjast gegn því. Ég veit líka að það eru óhugnanleg skilaboð til foreldra að hvetja þá til að fylgjast rannsakandi með börnum sínum með það í huga hvort þau séu hugsanlega að brjóta gegn yngri systkinum sínum. Það er ljótt að segja foreldrum að barnfóstrur séu svo vafasamar að koma þurfi í veg fyrir að þær hátti börnin til svefns. Og það er fáránlegt að boða að leikskólakennarar skuli ekki skipta á smábörnum nema undir eftirliti. Þetta er vondur hræðsluáróður. Hann skapar tortryggni og samfélagið þarf ekki á henni að halda. Þetta minnir mig á að sem barn var ég á litlum, frjálslyndum, foreldrareknum júróhippaleikskóla í Berlín. Á mínu síðasta ári fóru leikskólakennararnir með krakkahópinn í nokkurra daga ferð út fyrir borgarmörkin, á bæ sem í minningunni er mikið óðalssetur en var líklega ekki meira en eitthvert skrifli. En þar var hægt að fá djús og það dugði mér. Þarna leituðum við að froskum í niðamyrkri, skýldum okkur fyrir regni undir firnastórum laufum, lékum okkur frameftir í flatsænginni sem við gistum í saman og svo var ég bitinn af hundi en átti reyndar nokkra sök á því sjálfur. Þarna var árið 1989 og það þótti ekkert tiltökumál þegar við ösluðum berrössuð í læk sem rann framhjá bænum, og ekki heldur þegar ein fóstran fór úr að ofan í grasbala á sólríkum degi og leyfði okkur að mála nakinn líkama sinn með fingralitum. Hún hét – og heitir – Jeanette og ég á myndir af þessu. Þær eru í albúmi sem ég fékk í kveðjugjöf frá leikskólanum þegar ég flutti heim til Íslands. Fólk getur svo metið sjálft hvort þessum börnum hefði farnast betur í landi hysteríunnar.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun