Tónlist

Landsliðið í fótbolta á gestalista

Freyr Bjarnason skrifar
Tónlistarmaðurinn Einar Lövdahl býður fótboltalandsliðinu á útgáfutónleika sína.
Tónlistarmaðurinn Einar Lövdahl býður fótboltalandsliðinu á útgáfutónleika sína. fréttablaðið/gva
Tónlistarmaðurinn Einar Lövdahl ætlar að bjóða íslenska karlalandsliðinu í fótbolta og landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck á útgáfutónleika sína á föstudagskvöld eftir landsleik Íslands og Kýpur.

„Þeir verða á gestalista með stjörnumerkingu, að því gefnu að þeir vinni. Þá fljúga þeir inn á tónleikana og eru hjartanlega velkomnir,“ segir hinn Einar hress.

Á tónleikunum, sem hefjast kl. 21.30, spilar hann lög af fyrstu plötu sinni, Tímar án ráða, ásamt undirleikurum sínum, Hjörðinni. „Tímasetningin á tónleikunum er þess eðlis að hægt er að horfa á leikinn í sjónvarpinu og fara svo í Tjarnarbíó. Það er planið hjá mér og maður vonast bara eftir jákvæðum úrslitum,“ segir hann.

„Tónleikarnir eiga eftir að verða angistarfyllri og dramatískari ef landsleikurinn fer illa. Það væri skemmtilegra ef leikurinn fer vel. Þá verður stemningin létt og góð.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.