Menning

Koma við í Salnum á leið sinni til Kínaveldis

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Íslenska kammertríóið Selma, Guðrún og Martial.
Íslenska kammertríóið Selma, Guðrún og Martial.
Salurinn er að fara af stað með tónleikaröðina Líttu inn í hádeginu. Íslenska kammertríóið ætlar að hefja leikinn og flytja hluta af efnisskrá sem það fer með í farteskinu til tíu borga í Kína í þessum mánuði. Þar eru verk eftir íslensku tónskáldin Atla Heimi Sveinsson, Áskel Másson, Emil Thoroddsen, Snorra Sigfús Birgisson og Þorkel Sigurbjörnsson og auk þeirra The Butterfly Lovers eftir kínverska tónskáldið Zahanhao He.



Tríóið er skipað flautuleikurunum Guðrúnu Birgisdóttur og Martial Nardeau og píanóleikaranum Selmu Guðmundsdóttur.



Líttu inn í hádeginu er hádegistónleikaröð sem hóf göngu sína í Salnum í fyrra og verður fram haldið mánaðarlega í vetur með fjölbreyttu efni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.