Þar sem listin og hönnun mætast Marín Manda skrifar 11. október 2013 13:00 Una Stígsdóttir Una Stígsdóttir hannar og vinnur falleg hálsmen úr gleri, tré og leir. Það er alls konar fagurfræði sem fylgir manni frá listinni. Eitthvað sem er bara rótgróið í mér. Ég kem því fram við þetta eins og málverk, sérstaklega hvernig ég blanda saman litunum,“ segir Una Stígsdóttir sem gerir fallegar, litríkar hálsfestar og selur í versluninni Kraumi á Laugaveginum.Hálsfestarnar eru mjög litríkar.Una kemur úr listamannafjölskyldu og byrjaði að læra klæðskerann í Iðnskólanum aðeins 16 ára gömul. Það var því eðlileg þróun að sækja meira nám innan listarinnar en hún útskrifaðist sem myndlistarkona af málarabraut í Suður-Þýskalandi. Una segir málarabrautina ekki hafa einskorðast við pensil og striga heldur hafi hún einnig fengið tækifæri til þess að vinna sjálfstætt með smágerðari hluti eins og leir.„Ég hef alltaf verið á milli þessara tveggja heima. Hönnun og list hafa alltaf togast á hjá mér. Ég valdi hins vegar listina því ég hef unnið mikið við búninga og leikmuni í leikhúsinu sem eru beintengd því að skapa nytjahluti. Mér finnst það vera fullkominn vettvangur þar sem listin og hönnun mætast í einhverju einstöku.“ Hálsfestarnar eru allar handgerðar. Perlurnar eru úr gleri en sumt hráefnið er unnið frá grunni úr leir eða tré sem Una tálgar, málar og lakkar. Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Una Stígsdóttir hannar og vinnur falleg hálsmen úr gleri, tré og leir. Það er alls konar fagurfræði sem fylgir manni frá listinni. Eitthvað sem er bara rótgróið í mér. Ég kem því fram við þetta eins og málverk, sérstaklega hvernig ég blanda saman litunum,“ segir Una Stígsdóttir sem gerir fallegar, litríkar hálsfestar og selur í versluninni Kraumi á Laugaveginum.Hálsfestarnar eru mjög litríkar.Una kemur úr listamannafjölskyldu og byrjaði að læra klæðskerann í Iðnskólanum aðeins 16 ára gömul. Það var því eðlileg þróun að sækja meira nám innan listarinnar en hún útskrifaðist sem myndlistarkona af málarabraut í Suður-Þýskalandi. Una segir málarabrautina ekki hafa einskorðast við pensil og striga heldur hafi hún einnig fengið tækifæri til þess að vinna sjálfstætt með smágerðari hluti eins og leir.„Ég hef alltaf verið á milli þessara tveggja heima. Hönnun og list hafa alltaf togast á hjá mér. Ég valdi hins vegar listina því ég hef unnið mikið við búninga og leikmuni í leikhúsinu sem eru beintengd því að skapa nytjahluti. Mér finnst það vera fullkominn vettvangur þar sem listin og hönnun mætast í einhverju einstöku.“ Hálsfestarnar eru allar handgerðar. Perlurnar eru úr gleri en sumt hráefnið er unnið frá grunni úr leir eða tré sem Una tálgar, málar og lakkar.
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög