Menning

Innsýn í líf og feril Kristínar

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Kristín Steinsdóttir hefur skrifað fjölda barna- og unglingabóka sem og bækur fyrir fullorðna.
Kristín Steinsdóttir hefur skrifað fjölda barna- og unglingabóka sem og bækur fyrir fullorðna. Mynd/Arnþór Birkisson
Fjallað verður um Kristínu Steinsdóttur rithöfund og verk hennar á ritþingi Gerðubergs á morgun, laugardag, klukkan tvö.

Stjórnandi ritþingsins er Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson sem spjallar við Kristínu ásamt þeim Katrínu Jakobsdóttur og Sigrúnu Valbergsdóttur. Katla Margrét Þorgeirsdóttir flytur nokkur lög og þær Kristín lesa brot úr verkum skáldsins.

Ritþing Gerðubergs hafa verið haldin frá árinu 1999 þar sem leitast er við að veita persónulega innsýn í líf og feril íslenskra rithöfunda.

Kristínar Steinsdóttir hefur verið í fremstu röð íslenskra barna- og unglingasagnahöfunda frá því fyrsta bók hennar kom út árið 1987. Hún hefur einnig skrifað fyrir fullorðna og má þar nefna skáldsöguna Ljósu.

Þá hefur hún skrifað leikrit í samvinnu við systur sína, Iðunni Steinsdóttur, og þýtt verk úr þýsku og flæmsku. Verk Kristínar hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál og sjálf hefur hún frumsamið bækur á dönsku og þýsku.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×