Maðurinn sem blessar húsin Kjartan Guðmundsson skrifar 12. október 2013 09:00 Magnea B. Valdimarsdóttir við sundurgrafna Hverfisgötuna ásamt dóttur sinni. Fréttablaðið/Valli „Það má eiginlega segja að þessi mynd sé óður til samfélagsins,“ segir Magnea B. Valdimarsdóttir, leikkona og kvikmyndagerðarmaður, sem stendur fyrir Reykjavíkurfrumsýningu á sinni fyrstu heimildamynd, Hverfisgötu, í Bíó Paradís í dag klukkan 17. Sýningin er haldin til styrktar gistiskýli Samhjálpar við Hverfisgötuna, sem hýsir heimilislausa Reykvíkinga, og verða því söfnunarbaukar til staðar á sýningunni en frítt er inn á hana fyrir alla sem vilja. Aðalpersóna myndar Magneu, sem er tuttugu mínútna löng, er Helgi, öryrki sem alla tíð hefur búið í sama húsinu við Hverfisgötu. Helgi, sem starfaði eitt sinn sem klósettvörður í núllinu í Bankastræti, vinnur nú hjá borginni við hin ýmsu viðvik og hefur einnig stundað að blessa öll húsin við Hverfisgötuna. Magnea, sem býr nærri Hverfisgötunni og kennir leiklist í Austurbæjarskóla, vissi ekki af Helga fyrr en hún hófst handa við gerð myndarinnar fyrir rúmum tveimur árum síðan. „Myndin átti reyndar upphaflega að fjalla um róna sem ég tók viðtal við fyrir tíu árum. Þegar ég ætlaði að hefjast handa við myndina komst ég svo að því að róninn hafði látist ári fyrr. Ég ákvað því í staðinn að gera mynd um mannlífið á Hverfisgötunni, sem er auðvitað stórmerkileg gata, fyrsta breiðgatan í Reykjavík og á sér langa og skrautlega sögu. Ég talaði við marga myndlistarmenn og fleiri íbúa í Hverfinu og frétti þannig af Helga sem blessar húsin, sem ég leitaði svo að í heilt ár því hann var mikill „mystery man“. Þegar ég fann hann loksins opnaði hann hjarta sitt fyrir mér og ég uppgötvaði að hann er algjör kvikmyndastjarna,“ segir Magnea og bætir við að Helgi hafi tekið af henni loforð um að sýna myndina í Bíó Paradís og hún sé ánægð með að geta staðið við það og styrkt gott málefni í leiðinni, en áður hafði myndin verið sýnd á heimildamyndahátíðinni Skjaldborg á Patreksfirði í ágúst síðastliðnum. Hverfisgatan er sundurgrafin þessa dagana vegna framkvæmda og segist Magnea hlakka til að sjá götuna þegar þeim verður lokið. „Mér þykir rosalega vænt um þetta hverfi. Þegar maður býr hér fer maður að taka eftir ýmsum hlutum sem aðrir merkja kannski ekki. Í rauninni er þetta dálítið eins og að búa í litlu þorpi,“ segir Magnea. Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Það má eiginlega segja að þessi mynd sé óður til samfélagsins,“ segir Magnea B. Valdimarsdóttir, leikkona og kvikmyndagerðarmaður, sem stendur fyrir Reykjavíkurfrumsýningu á sinni fyrstu heimildamynd, Hverfisgötu, í Bíó Paradís í dag klukkan 17. Sýningin er haldin til styrktar gistiskýli Samhjálpar við Hverfisgötuna, sem hýsir heimilislausa Reykvíkinga, og verða því söfnunarbaukar til staðar á sýningunni en frítt er inn á hana fyrir alla sem vilja. Aðalpersóna myndar Magneu, sem er tuttugu mínútna löng, er Helgi, öryrki sem alla tíð hefur búið í sama húsinu við Hverfisgötu. Helgi, sem starfaði eitt sinn sem klósettvörður í núllinu í Bankastræti, vinnur nú hjá borginni við hin ýmsu viðvik og hefur einnig stundað að blessa öll húsin við Hverfisgötuna. Magnea, sem býr nærri Hverfisgötunni og kennir leiklist í Austurbæjarskóla, vissi ekki af Helga fyrr en hún hófst handa við gerð myndarinnar fyrir rúmum tveimur árum síðan. „Myndin átti reyndar upphaflega að fjalla um róna sem ég tók viðtal við fyrir tíu árum. Þegar ég ætlaði að hefjast handa við myndina komst ég svo að því að róninn hafði látist ári fyrr. Ég ákvað því í staðinn að gera mynd um mannlífið á Hverfisgötunni, sem er auðvitað stórmerkileg gata, fyrsta breiðgatan í Reykjavík og á sér langa og skrautlega sögu. Ég talaði við marga myndlistarmenn og fleiri íbúa í Hverfinu og frétti þannig af Helga sem blessar húsin, sem ég leitaði svo að í heilt ár því hann var mikill „mystery man“. Þegar ég fann hann loksins opnaði hann hjarta sitt fyrir mér og ég uppgötvaði að hann er algjör kvikmyndastjarna,“ segir Magnea og bætir við að Helgi hafi tekið af henni loforð um að sýna myndina í Bíó Paradís og hún sé ánægð með að geta staðið við það og styrkt gott málefni í leiðinni, en áður hafði myndin verið sýnd á heimildamyndahátíðinni Skjaldborg á Patreksfirði í ágúst síðastliðnum. Hverfisgatan er sundurgrafin þessa dagana vegna framkvæmda og segist Magnea hlakka til að sjá götuna þegar þeim verður lokið. „Mér þykir rosalega vænt um þetta hverfi. Þegar maður býr hér fer maður að taka eftir ýmsum hlutum sem aðrir merkja kannski ekki. Í rauninni er þetta dálítið eins og að búa í litlu þorpi,“ segir Magnea.
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp