Ótrúlegar atvinnuleysistölur Mikael Torfason skrifar 14. október 2013 07:00 Nú þegar rúm fimm ár eru liðin frá hruni erum við enn að gera upp bankahrunið „svokallaða“ og gengur á ýmsu. Á forsíðu Fréttablaðsins í dag segjum við frá því að í ársbyrjun 2008 og til dagsins í dag hafa 62 þúsund Íslendingar verið á atvinnuleysisskrá, yfir lengri eða skemmri tíma, og þurft að þiggja bætur. Um 120 milljarðar hafa farið beint í bætur auk tuga milljarða sem farið hafa í sérstök úrræði til að bæta atvinnuástandið. Að einn af hverjum þrem vinnubærum Íslendingum hafi verið atvinnulaus og farið á bætur er sláandi. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hver áhrif þetta hefur haft á viðkomandi einstaklinga og fjölskyldur þeirra. Þá liggur það fyrir að ungt fólk, sem er að stíga sín fyrstu spor á vinnumarkaði, hefur minnstu atvinnumöguleikana. Það á eftir að koma í ljós hver langtímaáhrifin af þeirri stöðu verða. Runólfur Ágústsson, stjórnarformaður Vinnumálastofnunar, segir að þau úrræði sem ganga út á að koma fólki af atvinnuleysisskrá hafi virkað mjög vel. Þar er um að ræða niðurgreidd störf og lengri starfssamningar: „Fáir sem hafa farið inn í slík verkefni hafa komið til baka á bætur þegar niðurgreiðslu lýkur,“ segir Runólfur en þessi úrræði henta ungu fólki sérstaklega vel. Þannig hefur Vinnumálastofnun tekist að milda áhrif kreppunnar að mati Runólfs sem bætir því við að átaksverkefni sem þessi verði að vara stutt því engin framtíð sé í því að niðurgreiða störf með almannafé. Vissulega má taka undir með Runólfi að margt hefur gengið ágætlega. Líkast til má tala um mjúka lendingu. En, það er ekki síður vert að taka eftir því sem hann segir varðandi það að ekki sé á niðurgreiddri atvinnustarfsemi að byggja til framtíðar. Við hljótum að horfa til verðmætasköpunar og því miður gefa tölur um þjóðarframleiðslu ekki tilefni til mikillar bjartsýni. Runólfur hefur áhyggjur og líkir aðgerðum Vinnumálastofnunar við að troða marvaðann í kreppuástandi. Hinar gríðarháu atvinnuleysistölur koma á óvart. Fráfarandi ríkisstjórn lagði mikið undir við að koma fólki af atvinnuleysisskrá. Hún stóð meðal annars fyrir átakinu Nám er vinnandi vegur sem gekk út á að koma þeim sem voru atvinnulausir í nám. Menntun er góð í sjálfu sér en fólk skal þó ekki líta hjá því að slíkt átak er ekki hættulaust því það getur hæglega orðið til að gengisfella námið með því að kröfur um námsárangur verði minni. Þá eru ótaldar allar þær fjölskyldur sem hafa horfið af landi brott. Á móti kemur svo hitt að það er ekkert leyndarmál að atvinnuleysisbætur og námslán eru talsvert undir þeim framfærsluviðmiðum sem síðasta ríkisstjórn kynnti fyrir um tveimur árum. Ef þau viðmið eru rétt hlýtur fólk að fá peninginn einhvers staðar frá og vitað er að hér þrífst tvöfalt hagkerfi að hluta. Hér er átt við svarta atvinnustarfsemi en samkvæmt ríkisskattstjóra er líklegt að hún sé enn að aukast. Verkefni núverandi ríkisstjórnar hlýtur að vera það að setja upp raunsæisgleraugu; um leið og gengið er til atlögu við það verður að búa svo um hnúta að fólk sé ekki hreinlega neytt til að svíkja undan skatti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Sertral eða sálfræðimeðferð Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun
Nú þegar rúm fimm ár eru liðin frá hruni erum við enn að gera upp bankahrunið „svokallaða“ og gengur á ýmsu. Á forsíðu Fréttablaðsins í dag segjum við frá því að í ársbyrjun 2008 og til dagsins í dag hafa 62 þúsund Íslendingar verið á atvinnuleysisskrá, yfir lengri eða skemmri tíma, og þurft að þiggja bætur. Um 120 milljarðar hafa farið beint í bætur auk tuga milljarða sem farið hafa í sérstök úrræði til að bæta atvinnuástandið. Að einn af hverjum þrem vinnubærum Íslendingum hafi verið atvinnulaus og farið á bætur er sláandi. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hver áhrif þetta hefur haft á viðkomandi einstaklinga og fjölskyldur þeirra. Þá liggur það fyrir að ungt fólk, sem er að stíga sín fyrstu spor á vinnumarkaði, hefur minnstu atvinnumöguleikana. Það á eftir að koma í ljós hver langtímaáhrifin af þeirri stöðu verða. Runólfur Ágústsson, stjórnarformaður Vinnumálastofnunar, segir að þau úrræði sem ganga út á að koma fólki af atvinnuleysisskrá hafi virkað mjög vel. Þar er um að ræða niðurgreidd störf og lengri starfssamningar: „Fáir sem hafa farið inn í slík verkefni hafa komið til baka á bætur þegar niðurgreiðslu lýkur,“ segir Runólfur en þessi úrræði henta ungu fólki sérstaklega vel. Þannig hefur Vinnumálastofnun tekist að milda áhrif kreppunnar að mati Runólfs sem bætir því við að átaksverkefni sem þessi verði að vara stutt því engin framtíð sé í því að niðurgreiða störf með almannafé. Vissulega má taka undir með Runólfi að margt hefur gengið ágætlega. Líkast til má tala um mjúka lendingu. En, það er ekki síður vert að taka eftir því sem hann segir varðandi það að ekki sé á niðurgreiddri atvinnustarfsemi að byggja til framtíðar. Við hljótum að horfa til verðmætasköpunar og því miður gefa tölur um þjóðarframleiðslu ekki tilefni til mikillar bjartsýni. Runólfur hefur áhyggjur og líkir aðgerðum Vinnumálastofnunar við að troða marvaðann í kreppuástandi. Hinar gríðarháu atvinnuleysistölur koma á óvart. Fráfarandi ríkisstjórn lagði mikið undir við að koma fólki af atvinnuleysisskrá. Hún stóð meðal annars fyrir átakinu Nám er vinnandi vegur sem gekk út á að koma þeim sem voru atvinnulausir í nám. Menntun er góð í sjálfu sér en fólk skal þó ekki líta hjá því að slíkt átak er ekki hættulaust því það getur hæglega orðið til að gengisfella námið með því að kröfur um námsárangur verði minni. Þá eru ótaldar allar þær fjölskyldur sem hafa horfið af landi brott. Á móti kemur svo hitt að það er ekkert leyndarmál að atvinnuleysisbætur og námslán eru talsvert undir þeim framfærsluviðmiðum sem síðasta ríkisstjórn kynnti fyrir um tveimur árum. Ef þau viðmið eru rétt hlýtur fólk að fá peninginn einhvers staðar frá og vitað er að hér þrífst tvöfalt hagkerfi að hluta. Hér er átt við svarta atvinnustarfsemi en samkvæmt ríkisskattstjóra er líklegt að hún sé enn að aukast. Verkefni núverandi ríkisstjórnar hlýtur að vera það að setja upp raunsæisgleraugu; um leið og gengið er til atlögu við það verður að búa svo um hnúta að fólk sé ekki hreinlega neytt til að svíkja undan skatti.