Maus snýr aftur eftir níu ára hlé Freyr Bjarnason skrifar 16. október 2013 07:00 „Við erum komnir með góða æfingaaðstöðu og okkur langaði alla til þess að spila,“ segir Birgir Örn Steinarsson, söngvari og gítarleikari Maus. Hljómsveitin, sem naut mikilla vinsælda bæði á tíunda áratugnum og í byrjun þess síðasta, stígur á svið á tuttugu ára afmælistónleikum útvarpsstöðvarinnar X-ins 977 í Hafnarhúsinu 29. október. Einnig koma fram Ensími, Brain Police, Mammút og Kaleo. Þetta verða fyrstu tónleikar Maus í níu ár en hljómsveitin fagnar einnig tuttugu ára afmæli sínu á þessu ári. Síðustu árin hafa meðlimir sveitarinnar verið búsettir víðs vegar um heiminn, stundað nám, sinnt sólóferlum og öðrum hugðarefnum. „Við höfum varla verið undir sama þaki í níu ár. Síðan flutti Palli [Páll Ragnar Pálsson] heim í júlí og Danni [Daníel Þorsteinsson] í ágúst og eftir það er síminn búinn að vera hringja hjá okkur og við erum búnir að fá fullt af tilboðum,“ segir Birgir Örn, sem sjálfur bjó í London, auk þess sem bassaleikarinn Eggert Gíslason bjó í San Francisco. Aðspurður segir hann hljómsveitina aðeins hafa æft þrisvar sinnum. Þeir félagar hafi ekki viljað spila opinberlega fyrr en Þorkell Máni Pétursson á X-inu fékk þá til að spila í afmælinu. Þar skipti sköpum hversu vel æfingarnar höfðu gengið. „Máni flýtti fyrir þessu ferli en þetta verða líklega einu tónleikarnir á þessu ári.“ Hann segir hljómsveitina ekkert hafa ákveðið með upptökur á nýju efni. „Það er búið að vera nóg að gera við að rifja upp þessi gömlu lög. Við höfum ekki einu sinni talað um það.“ Birgir er að læra sálfræði við Háskóla Íslands og hyggur á meistaranám að loknu BS-prófi. „Sú tilfinning að spila bestu lögin sín uppi á sviði fyrir framan fullt af fólki er rosalega skemmtilegt. Þetta verður góð tilbreyting frá því að vera lokaður inni á lesstofu.“ Miðasala á tónleikana hefst á Midi.is kl. 12 í dag. Forsöluverð er 977 krónur. Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Við erum komnir með góða æfingaaðstöðu og okkur langaði alla til þess að spila,“ segir Birgir Örn Steinarsson, söngvari og gítarleikari Maus. Hljómsveitin, sem naut mikilla vinsælda bæði á tíunda áratugnum og í byrjun þess síðasta, stígur á svið á tuttugu ára afmælistónleikum útvarpsstöðvarinnar X-ins 977 í Hafnarhúsinu 29. október. Einnig koma fram Ensími, Brain Police, Mammút og Kaleo. Þetta verða fyrstu tónleikar Maus í níu ár en hljómsveitin fagnar einnig tuttugu ára afmæli sínu á þessu ári. Síðustu árin hafa meðlimir sveitarinnar verið búsettir víðs vegar um heiminn, stundað nám, sinnt sólóferlum og öðrum hugðarefnum. „Við höfum varla verið undir sama þaki í níu ár. Síðan flutti Palli [Páll Ragnar Pálsson] heim í júlí og Danni [Daníel Þorsteinsson] í ágúst og eftir það er síminn búinn að vera hringja hjá okkur og við erum búnir að fá fullt af tilboðum,“ segir Birgir Örn, sem sjálfur bjó í London, auk þess sem bassaleikarinn Eggert Gíslason bjó í San Francisco. Aðspurður segir hann hljómsveitina aðeins hafa æft þrisvar sinnum. Þeir félagar hafi ekki viljað spila opinberlega fyrr en Þorkell Máni Pétursson á X-inu fékk þá til að spila í afmælinu. Þar skipti sköpum hversu vel æfingarnar höfðu gengið. „Máni flýtti fyrir þessu ferli en þetta verða líklega einu tónleikarnir á þessu ári.“ Hann segir hljómsveitina ekkert hafa ákveðið með upptökur á nýju efni. „Það er búið að vera nóg að gera við að rifja upp þessi gömlu lög. Við höfum ekki einu sinni talað um það.“ Birgir er að læra sálfræði við Háskóla Íslands og hyggur á meistaranám að loknu BS-prófi. „Sú tilfinning að spila bestu lögin sín uppi á sviði fyrir framan fullt af fólki er rosalega skemmtilegt. Þetta verður góð tilbreyting frá því að vera lokaður inni á lesstofu.“ Miðasala á tónleikana hefst á Midi.is kl. 12 í dag. Forsöluverð er 977 krónur.
Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira