Stórhættulegt að setja grindverk milli kynja Friðrika Benónýsdóttir skrifar 17. október 2013 11:00 Hús Bernhörðu Alba. Kristín Jóhannesdóttir og hluti leikhópsins. Fréttablaðið/GVA Hús Bernhörðu Alba eftir Federico Garcia Lorca verður frumsýnt í Gamla bíói annað kvöld. Kristín Jóhannesdóttir, leikstjóri sýningarinnar, vill koma á samtali milli nútímans og tíma Lorca, þegar fasistar voru að taka völdin á Spáni. „Það fallega við þetta verk er hversu opið það er,“ segir Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri. „Það er hægt að varpa því sem er í gangi á hverjum tíma inn í verkið vegna þess að það fjallar um mjög opið og stórt málefni sem er alltaf algilt. Það er það sem gerir verk sígild að þau tala beint til nútímans.“ Kristín segist vera að skoða okkar tíma í nálgun sinni á verkið. „Ég er að búa til samtal á milli nútímans og tíma Lorca, sem skrifaði þetta 1936, og býð gestum úr nútímanum inn í stofu Bernhörðu eins og til dæmis Pussy Riot, Femen og fleirum sem koma fram milli atriða og ávarpa áhorfendur eða persónur leikritsins.“ Hús Bernhörðu Alba er mikil kvennasýning, um sjötíu konur koma að uppsetningunni og þegar mest er eru rúmlega þrjátíu konur á sviðinu í einu. Það vekur því furðu að Kristín hefur valið þá leið að láta karlmann, Þröst Leó Gunnarsson, fara með hlutverk Bernhörðu sjálfrar. Hvað liggur að baki þeirri ákvörðun? „Þetta verk var skrifað í bullandi uppgangi fasismans og þjóðernishreyfingarinnar og það stóðu yfir stórkostlegar hreinsanir á Spáni. Franco hafði þá þegar tekið forystuna og þótt hin ytri fyrirmynd hafi verið einhver fjölskylda sem Lorca kannaðist við þá eru margar heimildir fyrir því að hin raunverulega fyrirmynd hafi verið Franco og þegar maður fer að lesa verkið ofan í grunninn og veit að þessi persóna er í raun karlmaður í dulargervi þá verður það mjög augljóst. Um leið verður eiginlega útilokað að gera nokkurri konu það að fara í þetta hlutverk.“ Tónlistin í verkinu er eftir Hildi Ingveldardóttur Guðnadóttur og er flutt af Vox Feminae og Stúlknakór Reykjavíkur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. „Hlutverk kórsins í sýningunni er tvíþætt. Annars vegar túlka þær þorpskonurnar sem er afl á sviðinu og hins vegar sjá þær um alla hljóðmynd verksins,“ segir Kristín. Leikkvennahópurinn í sýningunni er glæsilegur og Kristín segist undrast og þakka fyrir það á hverjum degi að hafa tekist að koma saman þessum hópi. „Það er einhver ótrúlega mögnuð dínamík innan þessa hóps og það er fágætt að lenda í svona uppmögnun, þetta er ekki bara summan af þessum leikkonum heldur margfeldið af þeim og út úr því kemur alveg stórkostleg orka.“ Þótt sýningin sé mikil kvennasýning koma þó nokkrir karlmenn að uppsetningunni, sem betur fer eins og Kristín orðar það. „Eins og kemur fram í verkinu þá er stórhættulegt að setja grindverk þarna á milli. Of mikil karlorka eða of mikil kvenorka aðskilin frá hinum pólnum er stórvarasamt ástand. Það skapar ójafnvægi sem endar alltaf með ósköpum eins og dæmin sanna.“ Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Hús Bernhörðu Alba eftir Federico Garcia Lorca verður frumsýnt í Gamla bíói annað kvöld. Kristín Jóhannesdóttir, leikstjóri sýningarinnar, vill koma á samtali milli nútímans og tíma Lorca, þegar fasistar voru að taka völdin á Spáni. „Það fallega við þetta verk er hversu opið það er,“ segir Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri. „Það er hægt að varpa því sem er í gangi á hverjum tíma inn í verkið vegna þess að það fjallar um mjög opið og stórt málefni sem er alltaf algilt. Það er það sem gerir verk sígild að þau tala beint til nútímans.“ Kristín segist vera að skoða okkar tíma í nálgun sinni á verkið. „Ég er að búa til samtal á milli nútímans og tíma Lorca, sem skrifaði þetta 1936, og býð gestum úr nútímanum inn í stofu Bernhörðu eins og til dæmis Pussy Riot, Femen og fleirum sem koma fram milli atriða og ávarpa áhorfendur eða persónur leikritsins.“ Hús Bernhörðu Alba er mikil kvennasýning, um sjötíu konur koma að uppsetningunni og þegar mest er eru rúmlega þrjátíu konur á sviðinu í einu. Það vekur því furðu að Kristín hefur valið þá leið að láta karlmann, Þröst Leó Gunnarsson, fara með hlutverk Bernhörðu sjálfrar. Hvað liggur að baki þeirri ákvörðun? „Þetta verk var skrifað í bullandi uppgangi fasismans og þjóðernishreyfingarinnar og það stóðu yfir stórkostlegar hreinsanir á Spáni. Franco hafði þá þegar tekið forystuna og þótt hin ytri fyrirmynd hafi verið einhver fjölskylda sem Lorca kannaðist við þá eru margar heimildir fyrir því að hin raunverulega fyrirmynd hafi verið Franco og þegar maður fer að lesa verkið ofan í grunninn og veit að þessi persóna er í raun karlmaður í dulargervi þá verður það mjög augljóst. Um leið verður eiginlega útilokað að gera nokkurri konu það að fara í þetta hlutverk.“ Tónlistin í verkinu er eftir Hildi Ingveldardóttur Guðnadóttur og er flutt af Vox Feminae og Stúlknakór Reykjavíkur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. „Hlutverk kórsins í sýningunni er tvíþætt. Annars vegar túlka þær þorpskonurnar sem er afl á sviðinu og hins vegar sjá þær um alla hljóðmynd verksins,“ segir Kristín. Leikkvennahópurinn í sýningunni er glæsilegur og Kristín segist undrast og þakka fyrir það á hverjum degi að hafa tekist að koma saman þessum hópi. „Það er einhver ótrúlega mögnuð dínamík innan þessa hóps og það er fágætt að lenda í svona uppmögnun, þetta er ekki bara summan af þessum leikkonum heldur margfeldið af þeim og út úr því kemur alveg stórkostleg orka.“ Þótt sýningin sé mikil kvennasýning koma þó nokkrir karlmenn að uppsetningunni, sem betur fer eins og Kristín orðar það. „Eins og kemur fram í verkinu þá er stórhættulegt að setja grindverk þarna á milli. Of mikil karlorka eða of mikil kvenorka aðskilin frá hinum pólnum er stórvarasamt ástand. Það skapar ójafnvægi sem endar alltaf með ósköpum eins og dæmin sanna.“
Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira