Sérstakur ákærir Lýð og Sigurð í VÍS-málinu Stígur Helgason skrifar 17. október 2013 07:00 Lýður og Sigurður voru báðir stjórnarmenn í VÍS. Sigurður Valtýsson Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Lýði Guðmundssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Existu, og Sigurði Valtýssyni, fyrrverandi forstjóra félagsins, fyrir umboðssvik og brot gegn hlutafélagalögum sem stjórnarmenn í Vátryggingafélagi Íslands (VÍS). Ákæruatriðin eru þrjú: Í fyrsta lagi fimmtíu milljóna króna lán sem VÍS veitti Sigurði sjálfum í febrúar 2009 og var ítrekað framlengt og í öðru lagi tugmilljóna lán VÍS til Korks ehf., félags í eigu Lýðs og Ágústs bróður hans, sem var framlengt og hækkað sex sinnum. Þessar tvær lánveitingar eru taldar varða við 104. grein hlutafélagalaga þar sem meðal annars er lagt bann við því að hlutafélag láni stjórnarmönnum sínum fé. Hámarksrefsing fyrir slíkt brot er tveggja ára fangelsi. Þessi lán eru hins vegar ekki talin varða við umboðssvikaákvæði hegningarlaga, meðal annars af því að lánin voru greidd upp og af þeim varð hvorki tjón né teljandi áhætta á því. Þriðja atriðið í ákærunni er hins vegar ætluð umboðssvik þegar VÍS keypti 40 prósenta hlut í félaginu Reykjanesbyggð ehf. af Kristjáni Gunnari Ríkharðssyni, svila Sigurðar, fyrir 150 milljónir. Umboðssvik varða allt að tveggja ára fangelsi og sex árum ef sakir teljast mjög miklar. Ákæran hafði ekki verið birt tvímenningunum í gærmorgun. Hún verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur föstudaginn 24. október. Sérstakur saksóknari réðst í húsleit hjá VÍS vegna rannsóknar á málefnum félagsins í maí 2011 og færði fjóra til yfirheyrslu.Lýður GuðmundssonRannsóknin á VÍS var í upphafi mun umfangsmeiri og snerist meðal annars um samtals 41 lán sem VÍS veitti Existu árið 2008. Þau námu samtals 84,4 milljörðum, þótt útistandandi kröfur VÍS á Existu hafi aldrei verið hærri en sex milljarðar í einu. Þá voru lán til fleiri einstaklinga og félaga til rannsóknar. Ekki hefur verið ákært fyrir þessar lánveitingar. Enn fremur voru fimm menn með réttarstöðu sakbornings vegna þessara mála; auk Lýðs og Sigurðar voru það þeir Erlendur Hjaltason, meðforstjóri Sigurðar hjá Existu, Bjarni Brynjólfsson, starfsmaður Existu og varamaður í stjórn VÍS, og Guðmundur Örn Gunnarsson, forstjóri VÍS. Þeir þrír síðastnefndu hafa ekki verið ákærðir. Þetta er önnur ákæran sem sérstakur saksóknari gefur út á hendur Lýði Guðmundssyni. Sú fyrri var vegna hlutafjáraukningar í Existu, þegar aðeins einn milljarður, fenginn að láni frá Lýsingu, var greiddur fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu í félaginu. Í maí var Lýður fundinn sekur og dæmdur til að greiða tveggja milljóna sekt, en saksóknari hafði farið fram á átján mánaða fangelsisdóm. Meðákærði, lögmaðurinn Bjarnfreður Ólafsson, var sýknaður. Mest lesið Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Sigurður Valtýsson Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Lýði Guðmundssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Existu, og Sigurði Valtýssyni, fyrrverandi forstjóra félagsins, fyrir umboðssvik og brot gegn hlutafélagalögum sem stjórnarmenn í Vátryggingafélagi Íslands (VÍS). Ákæruatriðin eru þrjú: Í fyrsta lagi fimmtíu milljóna króna lán sem VÍS veitti Sigurði sjálfum í febrúar 2009 og var ítrekað framlengt og í öðru lagi tugmilljóna lán VÍS til Korks ehf., félags í eigu Lýðs og Ágústs bróður hans, sem var framlengt og hækkað sex sinnum. Þessar tvær lánveitingar eru taldar varða við 104. grein hlutafélagalaga þar sem meðal annars er lagt bann við því að hlutafélag láni stjórnarmönnum sínum fé. Hámarksrefsing fyrir slíkt brot er tveggja ára fangelsi. Þessi lán eru hins vegar ekki talin varða við umboðssvikaákvæði hegningarlaga, meðal annars af því að lánin voru greidd upp og af þeim varð hvorki tjón né teljandi áhætta á því. Þriðja atriðið í ákærunni er hins vegar ætluð umboðssvik þegar VÍS keypti 40 prósenta hlut í félaginu Reykjanesbyggð ehf. af Kristjáni Gunnari Ríkharðssyni, svila Sigurðar, fyrir 150 milljónir. Umboðssvik varða allt að tveggja ára fangelsi og sex árum ef sakir teljast mjög miklar. Ákæran hafði ekki verið birt tvímenningunum í gærmorgun. Hún verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur föstudaginn 24. október. Sérstakur saksóknari réðst í húsleit hjá VÍS vegna rannsóknar á málefnum félagsins í maí 2011 og færði fjóra til yfirheyrslu.Lýður GuðmundssonRannsóknin á VÍS var í upphafi mun umfangsmeiri og snerist meðal annars um samtals 41 lán sem VÍS veitti Existu árið 2008. Þau námu samtals 84,4 milljörðum, þótt útistandandi kröfur VÍS á Existu hafi aldrei verið hærri en sex milljarðar í einu. Þá voru lán til fleiri einstaklinga og félaga til rannsóknar. Ekki hefur verið ákært fyrir þessar lánveitingar. Enn fremur voru fimm menn með réttarstöðu sakbornings vegna þessara mála; auk Lýðs og Sigurðar voru það þeir Erlendur Hjaltason, meðforstjóri Sigurðar hjá Existu, Bjarni Brynjólfsson, starfsmaður Existu og varamaður í stjórn VÍS, og Guðmundur Örn Gunnarsson, forstjóri VÍS. Þeir þrír síðastnefndu hafa ekki verið ákærðir. Þetta er önnur ákæran sem sérstakur saksóknari gefur út á hendur Lýði Guðmundssyni. Sú fyrri var vegna hlutafjáraukningar í Existu, þegar aðeins einn milljarður, fenginn að láni frá Lýsingu, var greiddur fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu í félaginu. Í maí var Lýður fundinn sekur og dæmdur til að greiða tveggja milljóna sekt, en saksóknari hafði farið fram á átján mánaða fangelsisdóm. Meðákærði, lögmaðurinn Bjarnfreður Ólafsson, var sýknaður.
Mest lesið Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira