Óvissa dregur úr bílakaupum Óli Kristján Ármannsson skrifar 17. október 2013 07:00 Bílafloti landsmanna hefur elst síðustu ár á meðan fólk og fyrirtæki hafa haldið að sér höndum í bílakaupum. Fréttablaðið/Stefán Að óbreyttu er afar ólíklegt að áætlanir sem settar eru fram um aukna bílasölu í greinargerð með fjárlögum nái fram að ganga. Þetta er mat Jóns Trausta Ólafsson, formanns Bílgreinasambandsins. „Auðvitað finnst okkur frábært í Bílgreinasambandinu að gert sé ráð fyrir aukinni bílasölu,“ segir Jón Trausti. „Það eru hins vegar ákveðnir gallar á vörugjöldunum eins og þau eru í dag sem við viljum lagfæra.“ Í tilkynningu sem Bílgreinasambandið sendi frá sér í gær er bent á að í fjárlögunum sem kynnt voru í byrjun mánaðarins sé gert ráð fyrir því að bílasala á næsta ári skili þjóðarbúinu fimm milljörðum króna í vörugjöldum. Gert sé ráð fyrir því að bílasala aukist um sex prósent á árinu 2014 og að seldar verði um 9.500 bifreiðar.Jón Trausti ÓlafssonBílgreinasambandið hefur síðustu misseri lagt áherslu á að yngja þurfi upp bílaflota landsmanna, en hann er orðinn með þeim elstu í Evrópu. Meðal raka er að nýrri bílar séu bæði eyðslugrennri og öruggari. „Ég finn fyrir því að gríðarlega margir eru komnir í þá stöðu að þurfa að fara að endurnýja bíla sína,“ segir Jón Trausti. Það sem skorti sé festa í vörugjöldum og skattlagningu og vissa varðandi aðra þætti í efnahagslífinu, svo sem um gjaldeyrismál. „Óvissan fær neytendur til þess að hinkra við.“ Bílgreinasambandið segir að lækka þurfi tolla á pallbíla sem notaðir séu í atvinnustarfsemi og á stærri jeppa sem oft á tíðum séu nauðsynlegir vegna búsetu fólks. Þá þurfi að hætta tilfærslum sem plagað hafi bílaleigur. „Bílaleigurnar hafa verið stærsti kaupandinn á markaðnum og skilað góðum bílum aftur inn á markaðinn sem notuðum, sem aftur hefur auðveldað fólki að skipta,“ segir Jón Trausti. Að auki þurfi þær stöðugleika líkt og aðrir, ekki breytingar sem gerðar hafi verið með mjög skömmum fyrirvörum síðustu ár. „Við viljum að menn vinni með það að markmiði að auka tekjurnar fyrir ríkissjóð, en á sama tíma að laga augljósa ágalla á kerfinu,“ segir Jón Trausti. „Við köllum í rauninni bara eftir samráði við þá sem stjórna ríkisfjármálum um það hvernig styrkja megi kerfið.“ Mest lesið Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Að óbreyttu er afar ólíklegt að áætlanir sem settar eru fram um aukna bílasölu í greinargerð með fjárlögum nái fram að ganga. Þetta er mat Jóns Trausta Ólafsson, formanns Bílgreinasambandsins. „Auðvitað finnst okkur frábært í Bílgreinasambandinu að gert sé ráð fyrir aukinni bílasölu,“ segir Jón Trausti. „Það eru hins vegar ákveðnir gallar á vörugjöldunum eins og þau eru í dag sem við viljum lagfæra.“ Í tilkynningu sem Bílgreinasambandið sendi frá sér í gær er bent á að í fjárlögunum sem kynnt voru í byrjun mánaðarins sé gert ráð fyrir því að bílasala á næsta ári skili þjóðarbúinu fimm milljörðum króna í vörugjöldum. Gert sé ráð fyrir því að bílasala aukist um sex prósent á árinu 2014 og að seldar verði um 9.500 bifreiðar.Jón Trausti ÓlafssonBílgreinasambandið hefur síðustu misseri lagt áherslu á að yngja þurfi upp bílaflota landsmanna, en hann er orðinn með þeim elstu í Evrópu. Meðal raka er að nýrri bílar séu bæði eyðslugrennri og öruggari. „Ég finn fyrir því að gríðarlega margir eru komnir í þá stöðu að þurfa að fara að endurnýja bíla sína,“ segir Jón Trausti. Það sem skorti sé festa í vörugjöldum og skattlagningu og vissa varðandi aðra þætti í efnahagslífinu, svo sem um gjaldeyrismál. „Óvissan fær neytendur til þess að hinkra við.“ Bílgreinasambandið segir að lækka þurfi tolla á pallbíla sem notaðir séu í atvinnustarfsemi og á stærri jeppa sem oft á tíðum séu nauðsynlegir vegna búsetu fólks. Þá þurfi að hætta tilfærslum sem plagað hafi bílaleigur. „Bílaleigurnar hafa verið stærsti kaupandinn á markaðnum og skilað góðum bílum aftur inn á markaðinn sem notuðum, sem aftur hefur auðveldað fólki að skipta,“ segir Jón Trausti. Að auki þurfi þær stöðugleika líkt og aðrir, ekki breytingar sem gerðar hafi verið með mjög skömmum fyrirvörum síðustu ár. „Við viljum að menn vinni með það að markmiði að auka tekjurnar fyrir ríkissjóð, en á sama tíma að laga augljósa ágalla á kerfinu,“ segir Jón Trausti. „Við köllum í rauninni bara eftir samráði við þá sem stjórna ríkisfjármálum um það hvernig styrkja megi kerfið.“
Mest lesið Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira