Ekki bara ástardrama Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. október 2013 12:00 söngkonan "Þessar tilfinningar eru allar til staðar, maður þarf bara að hleypa þeim út. Á sviðinu gengur það alveg ágætlega – tónlistin hjálpar til.“ Fréttablaðið/GVA „Við Carmen erum orðnar miklar vinkonur,“ segir Hanna Dóra Sturludóttir sem hefur að undanförnu æft aðalhlutverkið í óperunni Carmen eftir Georges Bizet, á móti Sesselju Kristjánsdóttur, og túlkar það á frumsýningunni. „Carmen er samt harðari og beittari í samskiptum en ég, hún væri held ég ekki góður stjórnmálamaður því ekki er hún diplómatísk, blessunin,“ segir Hanna Dóra. Öfgarnar í fari Carmen eru miklar þannig að þegar hún verður ástfangin heltekur ástin hana og þegar hún reiðist verður hún brjáluð, að sögn Hönnu Dóru – „En það er líka það sem er heillandi við Carmen, að hún skuli vera svona opin með allt sem hún hugsar og gerir. Mér finnst svakalega gaman að takast á við hana og finn að tilfinningarnar eru allar til staðar, maður þarf bara að hleypa þeim út. Á sviðinu gengur það alveg ágætlega – tónlistin hjálpar til.“ Þetta er í fyrsta skipti sem Hanna Dóra túlkar Carmen á söngferli sínum. Hins vegar kveðst hún hafa séð fjölmargar ólíkar uppfærslur á henni, sumar jafnvel framúrstefnulegar þar sem Carmen er með pönkhárgreiðslu og í leðurdressi. Hjá Íslensku óperunni segir Hanna Dóra farna tiltölulega hefðbundna leið þar sem aðalpersónan taki þátt í frelsisbaráttunni með uppreisnarmönnum í borgarastyrjöldinni á Spáni. „Carmen er frelsishetja, hún berst meðal annars fyrir því að vera frjáls manneskja og hafa sín réttindi. Það gefur verkinu ákveðna dýpt. Þetta er ekki einungis ástardrama,“ segir Hanna Dóra með áherslu. Hún segir æfingatímabilið hafa verið frábærlega skemmtilegt og fullyrðir að áhorfendur eigi von á góðu. Hanna Dóra hefur búið í Þýskalandi frá því hún fór þangað til náms fyrir 21 ári. Nú er hún flutt heim í bili og drengirnir hennar sjö og fimm ára komnir í skóla og leikskóla í borginni. Faðir þeirra og eiginmaður hennar er þýskur söngvari og er upptekinn í verkefnum erlendis eins og er. Hann ætlar þó að koma á frumsýninguna á Carmen. „Ég ætla ekki að spá of mikið í framtíðina en er mjög ánægð að vera heima, það er búið að vera á áætlun svolítið lengi,“ segir Hanna Dóra glaðlega en tekur fram að ekkert ár hafi liðið svo að hún hafi ekki sungið á Íslandi frá því hún útskrifaðist 1998. En býst hún við að fá sömu tækifæri úti í Evrópu þótt hún búi hér? „Ég verð náttúrlega að velja og hafna en ég þurfti líka að gera það úti. Þetta er meira spurning um fjölskyldulífið. Annað foreldrið verður að vera frekar rólegt en auðvitað fer það eftir stærð verkefna hvað við gerum í hvert skipti. Það er lúxusvandamál ef ég þarf að hafna verkefni og meðan ég hef vinnu er ég ánægð.“ Menning Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Fleiri fréttir „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
„Við Carmen erum orðnar miklar vinkonur,“ segir Hanna Dóra Sturludóttir sem hefur að undanförnu æft aðalhlutverkið í óperunni Carmen eftir Georges Bizet, á móti Sesselju Kristjánsdóttur, og túlkar það á frumsýningunni. „Carmen er samt harðari og beittari í samskiptum en ég, hún væri held ég ekki góður stjórnmálamaður því ekki er hún diplómatísk, blessunin,“ segir Hanna Dóra. Öfgarnar í fari Carmen eru miklar þannig að þegar hún verður ástfangin heltekur ástin hana og þegar hún reiðist verður hún brjáluð, að sögn Hönnu Dóru – „En það er líka það sem er heillandi við Carmen, að hún skuli vera svona opin með allt sem hún hugsar og gerir. Mér finnst svakalega gaman að takast á við hana og finn að tilfinningarnar eru allar til staðar, maður þarf bara að hleypa þeim út. Á sviðinu gengur það alveg ágætlega – tónlistin hjálpar til.“ Þetta er í fyrsta skipti sem Hanna Dóra túlkar Carmen á söngferli sínum. Hins vegar kveðst hún hafa séð fjölmargar ólíkar uppfærslur á henni, sumar jafnvel framúrstefnulegar þar sem Carmen er með pönkhárgreiðslu og í leðurdressi. Hjá Íslensku óperunni segir Hanna Dóra farna tiltölulega hefðbundna leið þar sem aðalpersónan taki þátt í frelsisbaráttunni með uppreisnarmönnum í borgarastyrjöldinni á Spáni. „Carmen er frelsishetja, hún berst meðal annars fyrir því að vera frjáls manneskja og hafa sín réttindi. Það gefur verkinu ákveðna dýpt. Þetta er ekki einungis ástardrama,“ segir Hanna Dóra með áherslu. Hún segir æfingatímabilið hafa verið frábærlega skemmtilegt og fullyrðir að áhorfendur eigi von á góðu. Hanna Dóra hefur búið í Þýskalandi frá því hún fór þangað til náms fyrir 21 ári. Nú er hún flutt heim í bili og drengirnir hennar sjö og fimm ára komnir í skóla og leikskóla í borginni. Faðir þeirra og eiginmaður hennar er þýskur söngvari og er upptekinn í verkefnum erlendis eins og er. Hann ætlar þó að koma á frumsýninguna á Carmen. „Ég ætla ekki að spá of mikið í framtíðina en er mjög ánægð að vera heima, það er búið að vera á áætlun svolítið lengi,“ segir Hanna Dóra glaðlega en tekur fram að ekkert ár hafi liðið svo að hún hafi ekki sungið á Íslandi frá því hún útskrifaðist 1998. En býst hún við að fá sömu tækifæri úti í Evrópu þótt hún búi hér? „Ég verð náttúrlega að velja og hafna en ég þurfti líka að gera það úti. Þetta er meira spurning um fjölskyldulífið. Annað foreldrið verður að vera frekar rólegt en auðvitað fer það eftir stærð verkefna hvað við gerum í hvert skipti. Það er lúxusvandamál ef ég þarf að hafna verkefni og meðan ég hef vinnu er ég ánægð.“
Menning Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Fleiri fréttir „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira