Fjögur markmið fyrir meistara Marín Manda skrifar 18. október 2013 11:00 Arnaldur Birkir Konráðsson Arnaldur Birgir Konráðsson, þjálfari og framkvæmdastjóri Boot Camp á Íslandi, gefur góð ráð í meistaramánuðinum.Hreyfing „Við vitum öll að hreyfing skiptir miklu máli en fæstir gera sér grein fyrir því að einungis 20 mínútna hreyfing þrisvar í viku getur haft mjög góð áhrif á hjarta og æðakerfi, styrkt stoðkerfið og aukið líkamlegt úthald. Meistaramánuður er kjörinn til að setja sér ný markmið og takast á við nýjar áskoranir.“Mataræði „Samfélagið er uppfullt af kúrum og skyndilausnum og fáar þjóðir jafn ginnkeyptar fyrir því og við Íslendingar. Ég ráðlegg þetta: 1 - Borðaðu fjölbreytta fæðu. Forðastu sætindi, gos, snakk og unnar kjötvörur en taktu meira inn af grænmeti, ávöxtum, fiski, kjúklingi og kornvörum. 2 - Forðastu að borða seint á kvöldin. Góð regla er að bursta tennurnar strax eftir kvöldmat því þá ertu síður líkleg(ur) til að narta á kvöldin. 3 - Drekktu meira vatn. Gott er að drekka eitt til tvö vatnsglös fyrir mat því þá borðar þú ósjálfrátt minna. 4 - Borðaðu hægt. Það tekur líkamann tíma að koma þeim skilaboðum áleiðis að nú sé hann mettur. 5 - Minnkaðu skammtana. Flest okkar borða allt of mikið í einu. Góð regla er að borða oftar og forðast sveiflur í blóðsykri. 6 - Vítamín og steinefni. Nú færist veturinn yfir og þörfin fyrir vítamín eykst. Ég mæli með lýsi og góðu fjölvítamíni.“Svefn „Rannsóknir sýna okkur æ betur hvað svefninn skiptir heilsu okkar miklu máli. Lengd svefns er eitt og gæði er annað. Að sofa í sex góða tíma er mun betra en að sofa í átta tíma þar sem við vöknum tvisvar til þrisvar sinnum yfir nóttina. Eins skiptir miklu máli að sofna fyrir miðnætti svo við náum góðum djúpsvefni. Vel hvíldur líkami verður síður veikur og heldur betur einbeitingu.“Jákvæð sálfræði „Hrósaðu sjálfum þér og öðrum. Ekki tala niður til þín. Hringdu í vini og ættingja eða hreinlega sendu smáskilaboð á þá sem þér þykir vænt um. Þú getur verið viss um að þér og þeim mun líða betur.“ Heilsa Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Arnaldur Birgir Konráðsson, þjálfari og framkvæmdastjóri Boot Camp á Íslandi, gefur góð ráð í meistaramánuðinum.Hreyfing „Við vitum öll að hreyfing skiptir miklu máli en fæstir gera sér grein fyrir því að einungis 20 mínútna hreyfing þrisvar í viku getur haft mjög góð áhrif á hjarta og æðakerfi, styrkt stoðkerfið og aukið líkamlegt úthald. Meistaramánuður er kjörinn til að setja sér ný markmið og takast á við nýjar áskoranir.“Mataræði „Samfélagið er uppfullt af kúrum og skyndilausnum og fáar þjóðir jafn ginnkeyptar fyrir því og við Íslendingar. Ég ráðlegg þetta: 1 - Borðaðu fjölbreytta fæðu. Forðastu sætindi, gos, snakk og unnar kjötvörur en taktu meira inn af grænmeti, ávöxtum, fiski, kjúklingi og kornvörum. 2 - Forðastu að borða seint á kvöldin. Góð regla er að bursta tennurnar strax eftir kvöldmat því þá ertu síður líkleg(ur) til að narta á kvöldin. 3 - Drekktu meira vatn. Gott er að drekka eitt til tvö vatnsglös fyrir mat því þá borðar þú ósjálfrátt minna. 4 - Borðaðu hægt. Það tekur líkamann tíma að koma þeim skilaboðum áleiðis að nú sé hann mettur. 5 - Minnkaðu skammtana. Flest okkar borða allt of mikið í einu. Góð regla er að borða oftar og forðast sveiflur í blóðsykri. 6 - Vítamín og steinefni. Nú færist veturinn yfir og þörfin fyrir vítamín eykst. Ég mæli með lýsi og góðu fjölvítamíni.“Svefn „Rannsóknir sýna okkur æ betur hvað svefninn skiptir heilsu okkar miklu máli. Lengd svefns er eitt og gæði er annað. Að sofa í sex góða tíma er mun betra en að sofa í átta tíma þar sem við vöknum tvisvar til þrisvar sinnum yfir nóttina. Eins skiptir miklu máli að sofna fyrir miðnætti svo við náum góðum djúpsvefni. Vel hvíldur líkami verður síður veikur og heldur betur einbeitingu.“Jákvæð sálfræði „Hrósaðu sjálfum þér og öðrum. Ekki tala niður til þín. Hringdu í vini og ættingja eða hreinlega sendu smáskilaboð á þá sem þér þykir vænt um. Þú getur verið viss um að þér og þeim mun líða betur.“
Heilsa Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira