Sex milljarðar í gróðurhús Jón Júlíus Karlsson skrifar 18. október 2013 07:00 Reisa á hátækni gróðurhús í Grindavík. Það verður í svipuðum stíl og myndin gefur til kynna. Mynd/EsBro Hollenskt fyrirtæki áformar að reisa gróðurhús í útjaðri Grindavíkur sem verður á stærð við tuttugu fótboltavelli. Fulltrúi hollenska fyrirtækisins segir verkefnið á lokastigum. 125 störf munu skapast. „Við erum sannfærðir um að þetta gróðurhús verði að veruleika,“ segir Michael Veisser, fulltrúi hollenska fyrirtækisins EsBro, sem vill reisa 150 þúsund fermetra gróðurhús í útjaðri Grindavíkur. Áætlaður kostnaður við byggingu gróðurhússins er á bilinu 5 til 6,5 milljarða króna og því ljóst að um gífurlega fjárfestingu er að ræða. Samningur er fyrir hendi við birgja á Bretlandi sem meðal annars sinna verslunarkeðjunni Tesco sem rekur yfir 6.300 verslanir á Bretlandseyjum. Rækta á lífræna tómata og verður framleiðslan í heild sinni seld á Bretlandseyjum. Um 125 störf skapast fari svo að gróðurhúsið rís. Fulltrúar EsBro héldu íbúafund um málið í Grindavík á miðvikudag. Þar kom fram að helsta áhyggjuefni Grindvíkinga er ljósmengun sem gæti skapast vegna gróðurhússins. Fyrirtækið segir þær áhyggjur ástæðulausar. „Það er ekkert í augnablikinu sem við sjáum koma í veg fyrir að við hefjumst handa á næstu mánuðum. Íbúar Grindavíkur hafa mikið um þetta að segja. Ef þeir kæra sig ekki um þessa framkvæmd munum við virða það og færa okkur annað. Við munum reyna að eiga eins gott samstarf við Grindvíkinga og við getum – það er hvorum tveggja fyrir bestu,“ segir Veisser.Michael Veisser er bjartsýnn á að reisa gróðurhús fyrir tómatarækt í Grindavík.Mynd/Jón Júlíus Mest lesið Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Hollenskt fyrirtæki áformar að reisa gróðurhús í útjaðri Grindavíkur sem verður á stærð við tuttugu fótboltavelli. Fulltrúi hollenska fyrirtækisins segir verkefnið á lokastigum. 125 störf munu skapast. „Við erum sannfærðir um að þetta gróðurhús verði að veruleika,“ segir Michael Veisser, fulltrúi hollenska fyrirtækisins EsBro, sem vill reisa 150 þúsund fermetra gróðurhús í útjaðri Grindavíkur. Áætlaður kostnaður við byggingu gróðurhússins er á bilinu 5 til 6,5 milljarða króna og því ljóst að um gífurlega fjárfestingu er að ræða. Samningur er fyrir hendi við birgja á Bretlandi sem meðal annars sinna verslunarkeðjunni Tesco sem rekur yfir 6.300 verslanir á Bretlandseyjum. Rækta á lífræna tómata og verður framleiðslan í heild sinni seld á Bretlandseyjum. Um 125 störf skapast fari svo að gróðurhúsið rís. Fulltrúar EsBro héldu íbúafund um málið í Grindavík á miðvikudag. Þar kom fram að helsta áhyggjuefni Grindvíkinga er ljósmengun sem gæti skapast vegna gróðurhússins. Fyrirtækið segir þær áhyggjur ástæðulausar. „Það er ekkert í augnablikinu sem við sjáum koma í veg fyrir að við hefjumst handa á næstu mánuðum. Íbúar Grindavíkur hafa mikið um þetta að segja. Ef þeir kæra sig ekki um þessa framkvæmd munum við virða það og færa okkur annað. Við munum reyna að eiga eins gott samstarf við Grindvíkinga og við getum – það er hvorum tveggja fyrir bestu,“ segir Veisser.Michael Veisser er bjartsýnn á að reisa gróðurhús fyrir tómatarækt í Grindavík.Mynd/Jón Júlíus
Mest lesið Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira