Maður er aldrei búinn með listaverk Friðrika Benónýsdóttir skrifar 22. október 2013 11:00 "Ég er alltaf meira og minna að vinna við einhverja snjóskafla og umhleypinga,“ segir Guðrún. Fréttablaðið/GVA Guðrún Kristjánsdóttir myndlistarmaður verður gestur Guðna Tómassonar listsagnfræðings í Hannesarholti annað kvöld. Þau munu ræða verk Guðrúnar, hugmyndirnar að baki þeim og aðferðirnar við vinnslu þeirra. „Ég sit hér við tölvuna og leita að myndefni til að myndskreyta spjallið okkar Guðna á miðvikudaginn,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir myndlistarkona. „Annars ættirðu frekar að spyrja hann út í þetta, hann vill ekkert of mikið segja mér fyrirfram. Þannig að ég veit ekki alveg hvernig þetta mun þróast hjá okkur, sem er bara skemmtilegt.“ Í fréttatilkynningu kemur þó fram að Guðni ætli að ræða við Guðrúnu um verk hennar og hugmyndir, hugmyndaheiminn og aðferðir. Eins og þeir sem þekkja til verka Guðrúnar geta reiknað út mun vatn koma mikið við þá sögu. „Það er til dæmis verk eftir mig uppi í Hallgrímskirkju núna sem heitir Vatn og er í sýningarröðinni Kristin minni. Vatnið hefur auðvitað sterka tilvísun í kristna trú í skírninni, en merking þess er svo miklu, miklu víðari. Vatn er undirstaða alls lífs og er tákn í öllum trúarbrögðum. Það táknar líka hringrás lífsins, gufar upp og þéttist síðan aftur í vatn og fellur á ný.“ Verk Guðrúnar eru fjölbreytt; málverk, prent- og vídeóverk auk stórra veggmynda og innsetninga og hún segir það hafa komið sér á óvart þegar henni hafi verið bent á hversu ríkur þáttur vatnið er í verkum hennar. „Ég er alltaf meira og minna að vinna við einhverja snjóskafla og umhleypinga sem auðvitað hefur allt með vatn að gera, ég hafði bara ekki áttað mig á því.“ Hún segir svona spjall í rauninni eðlilegan hluta af listsköpuninni. „Maður valdi sér þetta lífsstarf, að vinna að listum, en maður er aldrei búinn með neitt. Reynir bara að halda leitinni áfram og gera sínar rannsóknir og þá hjálpar til að fá sjónarhorn annarra á verkin.“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Reykti pabba sinn Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Guðrún Kristjánsdóttir myndlistarmaður verður gestur Guðna Tómassonar listsagnfræðings í Hannesarholti annað kvöld. Þau munu ræða verk Guðrúnar, hugmyndirnar að baki þeim og aðferðirnar við vinnslu þeirra. „Ég sit hér við tölvuna og leita að myndefni til að myndskreyta spjallið okkar Guðna á miðvikudaginn,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir myndlistarkona. „Annars ættirðu frekar að spyrja hann út í þetta, hann vill ekkert of mikið segja mér fyrirfram. Þannig að ég veit ekki alveg hvernig þetta mun þróast hjá okkur, sem er bara skemmtilegt.“ Í fréttatilkynningu kemur þó fram að Guðni ætli að ræða við Guðrúnu um verk hennar og hugmyndir, hugmyndaheiminn og aðferðir. Eins og þeir sem þekkja til verka Guðrúnar geta reiknað út mun vatn koma mikið við þá sögu. „Það er til dæmis verk eftir mig uppi í Hallgrímskirkju núna sem heitir Vatn og er í sýningarröðinni Kristin minni. Vatnið hefur auðvitað sterka tilvísun í kristna trú í skírninni, en merking þess er svo miklu, miklu víðari. Vatn er undirstaða alls lífs og er tákn í öllum trúarbrögðum. Það táknar líka hringrás lífsins, gufar upp og þéttist síðan aftur í vatn og fellur á ný.“ Verk Guðrúnar eru fjölbreytt; málverk, prent- og vídeóverk auk stórra veggmynda og innsetninga og hún segir það hafa komið sér á óvart þegar henni hafi verið bent á hversu ríkur þáttur vatnið er í verkum hennar. „Ég er alltaf meira og minna að vinna við einhverja snjóskafla og umhleypinga sem auðvitað hefur allt með vatn að gera, ég hafði bara ekki áttað mig á því.“ Hún segir svona spjall í rauninni eðlilegan hluta af listsköpuninni. „Maður valdi sér þetta lífsstarf, að vinna að listum, en maður er aldrei búinn með neitt. Reynir bara að halda leitinni áfram og gera sínar rannsóknir og þá hjálpar til að fá sjónarhorn annarra á verkin.“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Reykti pabba sinn Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira