Raggi Bjarna með nýja og ferska plötu Gunnar Leó Pálsson skrifar 22. október 2013 11:00 Ragnar Bjarnason og Jón Ólafsson taka við Gullplötu fyrir dúettaplötuna sem kom út í fyrra. Mynd/GVA „Þetta eru allt saman ný lög og ný ljóð, og það hefur verið mjög skemmtilegt að vinna að plötunni,“ segir Ragnar Bjarnason tónlistarmaður, sem er þessa dagana að klára nýja plötu sem kemur út um miðjan nóvember. Platan sem er enn ónefnd er unnin af Jóni Ólafssyni tónlistarmanni og hafa þeir félagar unnið í tvo til þrjá mánuði að henni. „Við eyddum miklum tíma í að finna rétta stílinn. Jón Ólafs hefur verið potturinn og pannan í þessu öllu saman. Allir þeir sem koma að plötunni eru alveg frábærir.“ Fjöldinn allur af lagahöfundum á lög á plötunni og eru Jón Jónsson, Megas, Magnús Þór Sigmundsson, Bragi Valdimar Skúlason og Valgeir Guðjónsson þeirra á meðal. Þá eiga Ólafur Haukur Símonarson, Kristján Hrafnsson, Valgeir Guðjónsson og Kristján Hreinsson texta á plötunni, ásamt fleiri skáldum. „Það er mikill léttleiki yfir nýju plötunni, hún er skemmtileg og við förum yfir allan skalann, allt frá reggíi yfir í hálfgert diskó, svo eru líka rólegar og fallegar perlur þarna,“ útskýrir Ragnar. Textarnir eru léttir og segja skemmtilegar sögur. „Það er einn texti þarna um Þjóðarbókhlöðuna og fjallar í raun um hvernig lífið er og hvað fólk er að gera á Þjóðarbókhlöðunni. Það hefur enginn sungið um Þjóðarbókhlöðuna fyrr en núna,“ bætir Ragnar við léttur í lundu. Þetta er fyrsta platan sem Ragnar gefur út í fjölmörg ár, þar sem eingöngu er nýtt efni á boðstólnum. Þó kom út árið 2007 jólaplata með honum þar sem ný jólalög var að finna. Í fyrra gaf Ragnar út plötu sem innihélt dúetta og seldist hún mjög vel en Ragnar tók einmitt á móti Gullplötu í gær fyrir þá plötu. „Fyrir utan plötuna er ég mikið að skemmta á samkomum, eins og í afmælum og á árshátíðum, en svo reikna ég nú með að við höldum útgáfutónleika fljótlega eftir útgáfuna,“ bætir Ragnar við að lokum. Hér fyrir neðan má finna tvö lög af dúettaplötu Ragnars. Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þetta eru allt saman ný lög og ný ljóð, og það hefur verið mjög skemmtilegt að vinna að plötunni,“ segir Ragnar Bjarnason tónlistarmaður, sem er þessa dagana að klára nýja plötu sem kemur út um miðjan nóvember. Platan sem er enn ónefnd er unnin af Jóni Ólafssyni tónlistarmanni og hafa þeir félagar unnið í tvo til þrjá mánuði að henni. „Við eyddum miklum tíma í að finna rétta stílinn. Jón Ólafs hefur verið potturinn og pannan í þessu öllu saman. Allir þeir sem koma að plötunni eru alveg frábærir.“ Fjöldinn allur af lagahöfundum á lög á plötunni og eru Jón Jónsson, Megas, Magnús Þór Sigmundsson, Bragi Valdimar Skúlason og Valgeir Guðjónsson þeirra á meðal. Þá eiga Ólafur Haukur Símonarson, Kristján Hrafnsson, Valgeir Guðjónsson og Kristján Hreinsson texta á plötunni, ásamt fleiri skáldum. „Það er mikill léttleiki yfir nýju plötunni, hún er skemmtileg og við förum yfir allan skalann, allt frá reggíi yfir í hálfgert diskó, svo eru líka rólegar og fallegar perlur þarna,“ útskýrir Ragnar. Textarnir eru léttir og segja skemmtilegar sögur. „Það er einn texti þarna um Þjóðarbókhlöðuna og fjallar í raun um hvernig lífið er og hvað fólk er að gera á Þjóðarbókhlöðunni. Það hefur enginn sungið um Þjóðarbókhlöðuna fyrr en núna,“ bætir Ragnar við léttur í lundu. Þetta er fyrsta platan sem Ragnar gefur út í fjölmörg ár, þar sem eingöngu er nýtt efni á boðstólnum. Þó kom út árið 2007 jólaplata með honum þar sem ný jólalög var að finna. Í fyrra gaf Ragnar út plötu sem innihélt dúetta og seldist hún mjög vel en Ragnar tók einmitt á móti Gullplötu í gær fyrir þá plötu. „Fyrir utan plötuna er ég mikið að skemmta á samkomum, eins og í afmælum og á árshátíðum, en svo reikna ég nú með að við höldum útgáfutónleika fljótlega eftir útgáfuna,“ bætir Ragnar við að lokum. Hér fyrir neðan má finna tvö lög af dúettaplötu Ragnars.
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira