Stelpur spila djass með Kjass Gunnar Leó Pálsson skrifar 23. október 2013 11:00 Fanney Kristjánsdóttir söngkona hefur stofnað hljómsveitina Kjass en í henni eru tvær stelpur. mynd/nanna dís „Mig hafði lengi langað til að stofna djasshljómsveit og lét svo verða af því að lokum,“ segir Fanney Kristjánsdóttir söngkona en hún stofnaði djasshljómsveitina Kjass í sumar, sem er ein af örfáum djasshljómsveitum hér á landi sem skartar tveimur stúlkum. „Ég held það sé ekki algengt að það séu tvær stelpur í svona djasshljómsveit en við Anna Gréta píanóleikari náum mjög vel saman,“ bætir Fanney við. Hún skipar hana ásamt félögum sínum sem hún kynntist í Tónlistarskóla FÍH sem eru þau, Anna Gréta Sigurðardóttir sem spilar á píanó, Birgir Steinn Theodórsson bassaleikari, Mikael Máni Ásmundsson gítarleikari og Óskar Kjartansson trommuleikari. Kjass er þessa dagana að semja efni fyrir plötu en stefnt er á að hefja upptökur fljótlega á næsta ári. Meðlimir hljómsveitarinnar eru allir á framhaldsstigi í Tónlistarskóla FÍH að frátöldum slagverksleikaranum sem lauk burtfararprófi þaðan í vor. Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Mig hafði lengi langað til að stofna djasshljómsveit og lét svo verða af því að lokum,“ segir Fanney Kristjánsdóttir söngkona en hún stofnaði djasshljómsveitina Kjass í sumar, sem er ein af örfáum djasshljómsveitum hér á landi sem skartar tveimur stúlkum. „Ég held það sé ekki algengt að það séu tvær stelpur í svona djasshljómsveit en við Anna Gréta píanóleikari náum mjög vel saman,“ bætir Fanney við. Hún skipar hana ásamt félögum sínum sem hún kynntist í Tónlistarskóla FÍH sem eru þau, Anna Gréta Sigurðardóttir sem spilar á píanó, Birgir Steinn Theodórsson bassaleikari, Mikael Máni Ásmundsson gítarleikari og Óskar Kjartansson trommuleikari. Kjass er þessa dagana að semja efni fyrir plötu en stefnt er á að hefja upptökur fljótlega á næsta ári. Meðlimir hljómsveitarinnar eru allir á framhaldsstigi í Tónlistarskóla FÍH að frátöldum slagverksleikaranum sem lauk burtfararprófi þaðan í vor.
Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira