Svolítið eins og að spila með Bítlunum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 25. október 2013 10:00 "Núna eru fjórar sýningar á myndum eftir mig í gangi í Evrópu; tvær í Þýskalandi, ein í Póllandi og svo er ein í Svíþjóð,“ segir Ragnar. Fréttablaðið/GVA Í nóvember er væntanlegt úrval ljósmynda Ragnars Axelssonar í ritröðinni Photo Poche, sem álitin er áhrifamesta ritröð um sögu ljósmyndunar í heiminum. „Ég er voða rólegur yfir þessu, en get auðvitað ekki annað en verið stoltur yfir þessu vali þeirra,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari, spurður hvernig tilfinning það sé að vera settur á stall með bestu ljósmyndurum sögunnar. „Ég held að þessi bókaflokkur sé mest seldu ljósmyndabækur í heiminum,“ segir Ragnar. Í nóvember er væntanlegt úrval ljósmynda Ragnars Axelssonar í ritröðinni Photo Poche, sem álitin er áhrifamesta ritröð um sögu ljósmyndunar í heiminum. Um er að ræða bókaflokk sem hóf göngu sína í Frakklandi árið 1982 en hefur komið út á mörgum tungumálum, til að mynda á ensku hjá hinni þekktu bókaútgáfu Thames & Hudson. Ragnar er fjórði Norðurlandabúinn sem valinn er í ritröð Photo Poche, en fyrir eru úrvalsbækur með myndum Svíanna Anders Petersen og Christers Strömholm og höfuðljósmyndara Finna, Pentti Sammallahti. Spurður hvort hann hafi haft eitthvað um val myndanna í bókinni að segja verður Ragnar hálfhneykslaður. „Nei, ég sendi þeim bara fullt af myndum og þeir sáu alfarið um valið. Þetta er svolítið eins og að spila með Bítlunum, þeir ráða auðvitað hvaða lag er spilað og maður er bara glaður að fá að vera með.“ Markmið ritraðarinnar Photo Poche er að taka saman í handhægum og ódýrum bókum verk helstu áhrifavalda ljósmyndasögunnar, jafnt frumkvöðla ljósmyndunar á nítjándu öld, sem þeirra ljósmyndara sem mótuðu miðilinn mest á þeirri tuttugustu. Á seinni árum hafa svo yngri ljósmyndarar bæst í hópinn sem taldir eru hafa með verkum sínum bætt nýjum víddum við sögu miðilsins og eflt ljósmyndina sem sérstakt tjáningarform. Með vali á ljósmyndurum í röðina er viðkomandi settur á stall sem einn af höfuðljósmyndurum sögunnar. Hefur valið einhver áhrif á markaðssetningu á verkunum þínum? „Ég veit það ekki, undanfarið hefur beiðnum um sýningar erlendis fjölgað mjög mikið og núna eru fjórar sýningar á myndum eftir mig í gangi í Evrópu; tvær í Þýskalandi, ein í Póllandi og svo er ein í Svíþjóð. Ég er auðvitað óskaplega ánægður með það, en það er ansi mikil vinna sem fylgir svona sýningarhaldi. Sýningarnar í Þýskalandi og Póllandi fara síðan á flakk á næstu árum og svo er verið að spá og spekúlera í ýmsum hlutum í framhaldinu.“ Ragnar segir viðhorfið til ljósmyndunar allt annað erlendis en hér heima. „Reyndar finn ég mikinn hlýhug frá Íslendingum almennt, en í menningargeiranum er ljósmyndun ekki talin með. Það er þó aðeins farið að breytast og sú þróun heldur vonandi áfram.“ Bókaútgáfan Crymogea hefur samið við Actes Sud og Thames & Hudson um sérstaka útgáfu bókarinnar á ensku fyrir íslenskan markað og er það í fyrsta sinn sem slíkt leyfi er veitt. Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Í nóvember er væntanlegt úrval ljósmynda Ragnars Axelssonar í ritröðinni Photo Poche, sem álitin er áhrifamesta ritröð um sögu ljósmyndunar í heiminum. „Ég er voða rólegur yfir þessu, en get auðvitað ekki annað en verið stoltur yfir þessu vali þeirra,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari, spurður hvernig tilfinning það sé að vera settur á stall með bestu ljósmyndurum sögunnar. „Ég held að þessi bókaflokkur sé mest seldu ljósmyndabækur í heiminum,“ segir Ragnar. Í nóvember er væntanlegt úrval ljósmynda Ragnars Axelssonar í ritröðinni Photo Poche, sem álitin er áhrifamesta ritröð um sögu ljósmyndunar í heiminum. Um er að ræða bókaflokk sem hóf göngu sína í Frakklandi árið 1982 en hefur komið út á mörgum tungumálum, til að mynda á ensku hjá hinni þekktu bókaútgáfu Thames & Hudson. Ragnar er fjórði Norðurlandabúinn sem valinn er í ritröð Photo Poche, en fyrir eru úrvalsbækur með myndum Svíanna Anders Petersen og Christers Strömholm og höfuðljósmyndara Finna, Pentti Sammallahti. Spurður hvort hann hafi haft eitthvað um val myndanna í bókinni að segja verður Ragnar hálfhneykslaður. „Nei, ég sendi þeim bara fullt af myndum og þeir sáu alfarið um valið. Þetta er svolítið eins og að spila með Bítlunum, þeir ráða auðvitað hvaða lag er spilað og maður er bara glaður að fá að vera með.“ Markmið ritraðarinnar Photo Poche er að taka saman í handhægum og ódýrum bókum verk helstu áhrifavalda ljósmyndasögunnar, jafnt frumkvöðla ljósmyndunar á nítjándu öld, sem þeirra ljósmyndara sem mótuðu miðilinn mest á þeirri tuttugustu. Á seinni árum hafa svo yngri ljósmyndarar bæst í hópinn sem taldir eru hafa með verkum sínum bætt nýjum víddum við sögu miðilsins og eflt ljósmyndina sem sérstakt tjáningarform. Með vali á ljósmyndurum í röðina er viðkomandi settur á stall sem einn af höfuðljósmyndurum sögunnar. Hefur valið einhver áhrif á markaðssetningu á verkunum þínum? „Ég veit það ekki, undanfarið hefur beiðnum um sýningar erlendis fjölgað mjög mikið og núna eru fjórar sýningar á myndum eftir mig í gangi í Evrópu; tvær í Þýskalandi, ein í Póllandi og svo er ein í Svíþjóð. Ég er auðvitað óskaplega ánægður með það, en það er ansi mikil vinna sem fylgir svona sýningarhaldi. Sýningarnar í Þýskalandi og Póllandi fara síðan á flakk á næstu árum og svo er verið að spá og spekúlera í ýmsum hlutum í framhaldinu.“ Ragnar segir viðhorfið til ljósmyndunar allt annað erlendis en hér heima. „Reyndar finn ég mikinn hlýhug frá Íslendingum almennt, en í menningargeiranum er ljósmyndun ekki talin með. Það er þó aðeins farið að breytast og sú þróun heldur vonandi áfram.“ Bókaútgáfan Crymogea hefur samið við Actes Sud og Thames & Hudson um sérstaka útgáfu bókarinnar á ensku fyrir íslenskan markað og er það í fyrsta sinn sem slíkt leyfi er veitt.
Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira