Menning

Átök alþýðukonu og listfræðings

Ólafía Hrönn leikur Maude Gutman, sem býr í hjólhýsi en lætur engan vaða yfir sig og hefur munninn svo sannarlega fyrir neðan nefið.
Ólafía Hrönn leikur Maude Gutman, sem býr í hjólhýsi en lætur engan vaða yfir sig og hefur munninn svo sannarlega fyrir neðan nefið.
Leikritið Pollock? eftir Stephen Sachs verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á miðvikudagskvöld. Það fjallar um átök alþýðukonu

Pollock? eftir Stephen Sachs hefur verið sýnt við miklar vinsældir víðs vegar um Bandaríkin og hlaut Elliot Norton-gagnrýnendaverðlaunin árið 2012. Verkið er byggt á sannsögulegum atburðum um konu sem grunar að málverk sem hún keypti á flóamarkaði gæti verið eftir meistarann Jackson Pollock. Hún fær til sín listfræðing til að meta verkið og snýst leikritið um samskipti þeirra tveggja.



Það eru þau Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Pálmi Gestsson sem fara með hlutverkin tvö undir leikstjórn Hilmis Snæs Guðnasonar. Ólafía Hrönn segir verkið þess eðlis að ekki megi mikið um það segja til þess að skemma ekki upplifunina fyrir áhorfendum, en fullyrðir að það sé bæði bráðskemmtilegt og spennandi. „Þetta er eiginlega alveg skothelt verk í alla staði,“ segir hún.



Helga I. Stefánsdóttir gerir leikmynd og búninga og um lýsingu sjá Halldór Örn Óskarsson og Magnús Arnar Sigurðarson. Mikael Torfason þýddi. Sýningar eru í Kassanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×