Íslendingar tilnefndir til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. október 2013 10:00 Barrokksveitin Nordic Affect. fréttablaðið/anton „Þetta er mikill heiður fyrir okkur og það er mjög gaman að þessu,“ segir Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari fusion-hljómsveitarinnar Mezzoforte, sem er ásamt barrokk-sveitinni Nordic Affect tilnefnd til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Verðlaunin verða afhent í Óperuhúsinu í Osló í Noregi 30. október næstkomandi. „Þetta eru líklega stærstu tónlistarverðlaunin í okkar heimshluta,“ segir Eyþór um verðlaunin.Eyþór Gunnarsson og hljómsveit hans, Mezzoforte er tilnefnd til verðlaunanna.Mynd/Ulla C. BinderTónlistarverðlaun Norðurlandaráðs eru ein fimm verðlauna sem veitt eru árlega af Norðurlandaráði. Annað hvert ár eru verðlaunin veitt fyrir tónverk eftir núlifandi tónskáld og hitt árið hópum tónlistarmanna sem sýna mikla listræna og faglega færni. „Ég og Gulli Briem verðum viðstaddir verðlaunaafhendinguna en við í Mezzoforte förum svo í mikið tónleikaferðlag um Evrópu og Asíu, daginn eftir hátíðina.“ Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1965. Færeyska tónlistarkonana Eivør Pálsdóttir er tilnefnd til sömu verðlauna fyrir hönd Færeyinga. Nokkrir Íslendingar hafa hlotið verðlaunin, en á meðal þeirra eru Björk Guðmundsdóttir sem hlaut verðlaunin árið 1997 og Anna Þorvaldsdóttir sem hlaut þau í fyrra. Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þetta er mikill heiður fyrir okkur og það er mjög gaman að þessu,“ segir Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari fusion-hljómsveitarinnar Mezzoforte, sem er ásamt barrokk-sveitinni Nordic Affect tilnefnd til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Verðlaunin verða afhent í Óperuhúsinu í Osló í Noregi 30. október næstkomandi. „Þetta eru líklega stærstu tónlistarverðlaunin í okkar heimshluta,“ segir Eyþór um verðlaunin.Eyþór Gunnarsson og hljómsveit hans, Mezzoforte er tilnefnd til verðlaunanna.Mynd/Ulla C. BinderTónlistarverðlaun Norðurlandaráðs eru ein fimm verðlauna sem veitt eru árlega af Norðurlandaráði. Annað hvert ár eru verðlaunin veitt fyrir tónverk eftir núlifandi tónskáld og hitt árið hópum tónlistarmanna sem sýna mikla listræna og faglega færni. „Ég og Gulli Briem verðum viðstaddir verðlaunaafhendinguna en við í Mezzoforte förum svo í mikið tónleikaferðlag um Evrópu og Asíu, daginn eftir hátíðina.“ Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1965. Færeyska tónlistarkonana Eivør Pálsdóttir er tilnefnd til sömu verðlauna fyrir hönd Færeyinga. Nokkrir Íslendingar hafa hlotið verðlaunin, en á meðal þeirra eru Björk Guðmundsdóttir sem hlaut verðlaunin árið 1997 og Anna Þorvaldsdóttir sem hlaut þau í fyrra.
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira